Innlent

Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests

Jón Þór Stefánsson skrifar
Halla Tómasdóttir og Haraldur Noregskonungur á leið á hátíðarkvöldverðinn.
Halla Tómasdóttir og Haraldur Noregskonungur á leið á hátíðarkvöldverðinn. EPA

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, þurfti að gera hlé á ræðu sinni við hátíðarkvöldverð sem er hluti af opinberri heimsókn forsetans til Noregs. Það mun hafa verið vegna veikinda eins veislugests.

Norski fjölmiðillinn Dagbladet greinir frá þessu. Þar má einnig sjá myndband af atvikinu.

Þar er atvikinu lýst þannig að í miðri ræðu hafi dynur fótspora heyrst. Halla hafi brugðist við með því að taka af sér gleraugun líta áhyggjufullum augum í salinn.

Nokkrum sekúndum seinna hafi Halla spurt Harald Noregskonung hvort hún mætti halda áfram tölu sinni.

Dagbladet segir að truflunin hafi orðið vegna veikinda eins þeirra sem var viðstaddur hátíðarkvöldverðinn. Miðillinn hefur þó fengið staðfest að viðkomandi er heill heilsu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×