Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Lovísa Arnardóttir skrifar 8. apríl 2025 10:34 Þrjár kynslóðir konungsfjölskyldunnar með forsetahjónunum í norsku konungshöllinni í morgun. Frá vinstri Ingiríður prinsessa, Hákon krónprins, Mette-Marit krónprinsessa, Björn Skúlason, Halla Tómasóttir, forseti Íslands, Haraldur konungur, Sonja drottning og Ástríður prinsessa. Aldís Pálsdóttir/Det Norske Kongehus Það voru tímamót í morgun þegar þrjár kynslóðir norsku konungsfjölskyldunnar tóku á móti Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Birni Skúlasyni, eiginmanni hennar, við konungshöllina í miðborg Oslóar. Þar sinnti Ingiríður prinsessa sínu fyrsta opinbera embættisverki í ríkisheimsókn. Fjallað er um þessi tímamót í norska ríkisútvarpinu, NRK. Þar segir að Ingiríður hafi staðið nokkrum skrefum fyrir aftan ömmu sína og afa, konunginn og drottninguna, og tekið á móti forsetahjónunum sem var fylgt að höllinni af Hákoni krónprinsi, föður hennar. Heimsóknin er 55. ríkisheimsóknin til Noregs í valdatíð Haralds en aldrei hafa þrjár kynslóðir verið í móttökunni áður. Í frétt NRK segir að prinsessan muni auk þess taka þátt í viðburðum síðar í dag þegar Haraldur V. konungur og Sonja drottning bjóða til hádegisverðar og á hátíðarkvöldverði sem haldinn verður í konungshöllinni í kvöld. Ríkisheimsóknin er fyrsta opinbera verk Haralds í kjölfar þriggja vikna frís sem hann fór í en auk þess hefur krónprinsessan Metta-Marit verið í veikindaleyfi í um tvær vikur. Í frétt NRK kemur einnig fram að Ingiríður hafi komið til Íslands í fyrsta sinn fyrir 21 ári aðeins fimm mánaða gömul. Þá í þriggja daga opinberri heimsókn með foreldrum sínum. Prinsessan er nýútskrifuð úr hernum og fékk í síðustu viku medalíu fyrir að ljúka grunnþjálfun. Hér er Ingiríður prinsessa við útskrift úr hernum, önnur frá hægri. Vísir/EPA Í tilkynningu á vef Forseta Íslands um heimsóknina kemur fram að samhliða heimsókninni hafi viðskiptasendinefnd farið til Noregs með fulltrúum um 40 íslenskra fyrirtækja sem sækja þar hluta dagskrárinnar með konungi og forseta ásamt fulltrúum úr norsku viðskiptalífi. Nánar er fjallað um dagskrána á vef forsetans. Á morgun heimsækir forsetinn höfuðstöðvar Innovation Norway, systursamtaka Íslandsstofu, og hittir svo borgarstjóra Oslóar og síðar um kvöldið forsætisráðherra Noregs, Jonas Gahr Støre. Síðdegis á miðvikudag fer fram menningarviðburður í Óslóarháskóla þar sem sjónum verður beint að bókmenntaarfi þjóðanna. Skáldin og rithöfundarnir Gerður Kristný, Knut Ødegård og Mette Karlsvik taka þar þátt í umræðum sem Halldór Guðmundsson rithöfundur stýrir. Um kvöldið býður forseti Íslands til móttöku til heiðurs Haraldi konungi og Sonju drottningu. Þar reiðir íslenska kokkalandsliðið fram veitingar, Ari Eldjárn fer með gamanmál og Benjamín Gísli Einarsson tónskáld leikur á píanó. Á fimmtudag fylgir Hákon krónprins forsetahjónum og opinberri sendinefnd til Þrándheims, ásamt Tore O. Sandvik, varnarmálaráðherra Noregs. Noregur Forseti Íslands Kóngafólk Halla Tómasdóttir Haraldur V Noregskonungur Íslendingar erlendis Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Innlent Fleiri fréttir Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Sjá meira
Fjallað er um þessi tímamót í norska ríkisútvarpinu, NRK. Þar segir að Ingiríður hafi staðið nokkrum skrefum fyrir aftan ömmu sína og afa, konunginn og drottninguna, og tekið á móti forsetahjónunum sem var fylgt að höllinni af Hákoni krónprinsi, föður hennar. Heimsóknin er 55. ríkisheimsóknin til Noregs í valdatíð Haralds en aldrei hafa þrjár kynslóðir verið í móttökunni áður. Í frétt NRK segir að prinsessan muni auk þess taka þátt í viðburðum síðar í dag þegar Haraldur V. konungur og Sonja drottning bjóða til hádegisverðar og á hátíðarkvöldverði sem haldinn verður í konungshöllinni í kvöld. Ríkisheimsóknin er fyrsta opinbera verk Haralds í kjölfar þriggja vikna frís sem hann fór í en auk þess hefur krónprinsessan Metta-Marit verið í veikindaleyfi í um tvær vikur. Í frétt NRK kemur einnig fram að Ingiríður hafi komið til Íslands í fyrsta sinn fyrir 21 ári aðeins fimm mánaða gömul. Þá í þriggja daga opinberri heimsókn með foreldrum sínum. Prinsessan er nýútskrifuð úr hernum og fékk í síðustu viku medalíu fyrir að ljúka grunnþjálfun. Hér er Ingiríður prinsessa við útskrift úr hernum, önnur frá hægri. Vísir/EPA Í tilkynningu á vef Forseta Íslands um heimsóknina kemur fram að samhliða heimsókninni hafi viðskiptasendinefnd farið til Noregs með fulltrúum um 40 íslenskra fyrirtækja sem sækja þar hluta dagskrárinnar með konungi og forseta ásamt fulltrúum úr norsku viðskiptalífi. Nánar er fjallað um dagskrána á vef forsetans. Á morgun heimsækir forsetinn höfuðstöðvar Innovation Norway, systursamtaka Íslandsstofu, og hittir svo borgarstjóra Oslóar og síðar um kvöldið forsætisráðherra Noregs, Jonas Gahr Støre. Síðdegis á miðvikudag fer fram menningarviðburður í Óslóarháskóla þar sem sjónum verður beint að bókmenntaarfi þjóðanna. Skáldin og rithöfundarnir Gerður Kristný, Knut Ødegård og Mette Karlsvik taka þar þátt í umræðum sem Halldór Guðmundsson rithöfundur stýrir. Um kvöldið býður forseti Íslands til móttöku til heiðurs Haraldi konungi og Sonju drottningu. Þar reiðir íslenska kokkalandsliðið fram veitingar, Ari Eldjárn fer með gamanmál og Benjamín Gísli Einarsson tónskáld leikur á píanó. Á fimmtudag fylgir Hákon krónprins forsetahjónum og opinberri sendinefnd til Þrándheims, ásamt Tore O. Sandvik, varnarmálaráðherra Noregs.
Noregur Forseti Íslands Kóngafólk Halla Tómasdóttir Haraldur V Noregskonungur Íslendingar erlendis Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Innlent Fleiri fréttir Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Sjá meira