ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Árni Sæberg skrifar 8. apríl 2025 10:33 Skiltið stendur við gatnamót Breiðholtsbrautar og Seljaskóga. Vísir/Anton Brink Íþróttafélag Reykjavíkur breytti flettiskilti á horni Breiðholtsbrautar og Seljaskóga í Breiðholti í ljósaskilti án leyfis borgarinnar. Félaginu hefur nú verið skipað að slökkva á skiltinu en það má breyta því í gamaldags flettiskilti. Í síðustu viku var greint frá því að byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar hafði krafist þess að ÍR slökkti á ljósaskiltinu. ÍR skaut þeirri ákvörðun til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Mikilvæg tekjulind Í kæru ÍR sagði að félagið færi fram á að ákvörðun byggingarfulltrúa um að félagið skyldi slökkva á LED-skilti á horni Breiðholtsbrautar og Seljaskóga verði yrði úr gildi. Skiltið hefði staðið þarna árum saman, hefði fyrst verið flettiskilti en síðar uppfært í nútímatækni, það er gert stafrænt og félagið teldi að heimild væri fyrir því í samþykktum Reykjavíkurborgar um skilti frá maí 2020. Þá sagði að skiltið væri mikilvæg tekjulind fyrir félagið, ekki síst fyrir barna- og unglingastarf félagsins. Vegagerðin verið ósátt við skiltið um árabil Í svari umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Vísis um málið segir að byggingarfulltrúi hafi krafist þess að slökkt yrði á skiltinu í ljósi umsagnar Vegagerðarinnar frá 24. júní 2021, þar sem Vegagerðin lagðist gegn því að skiltið yrði leyft vegna umferðaröryggissjónarmiða. Aðgerðum hafi síðan frestað þar sem ÍR kærði ákvörðunina til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Heimild sé fyrir flettiskilti á staðnum. Þess hafi ekki verið krafist að ÍR taki skiltið niður og því sé félaginu í lófa lagið að breyta því aftur í flettiskilti. Í mars 2021 hafi ÍR sótt um byggingarleyfi til að breyta flettiskiltinu í LED-skilti. Þeirri umsókn hafi verið hafnað á grundvelli fyrrnefndrar umsagnar Vegagerðarinnar vegna umferðaröryggissjónarmiða. ÍR hafi kært þá synjun til Úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála, sem hafi staðfest synjun byggingarfulltrúa um byggingarleyfi. Auglýsinga- og markaðsmál Skipulag Reykjavík ÍR Tengdar fréttir Eigendum gert að fjarlægja skilti við Hvalfjarðargöng Eigendum auglýsingaskiltis, sem hefur staðið í aldarfjórðung við norðurenda Hvalfjarðarganga, hefur verið gert að fjarlægja það. Skiltið hefur verið þrætuepli í Hvalfjarðarsveit um árabil. 22. mars 2025 22:03 Skilti Skúbbs þarf að fjúka í nágrannadeilum sem líkt er við stríð Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Skúbb ísgerðar um að fella úr gildi ákvörðun þess efnis að ísbúð Skúbbs, við Laugarásveg í Reykjavík, sé skylt að fjarlægja ljósaskilti við verslunina. Eigendur ísbúðarinnar segja nágranna heyja stríð gegn sér. 30. janúar 2025 14:20 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Í síðustu viku var greint frá því að byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar hafði krafist þess að ÍR slökkti á ljósaskiltinu. ÍR skaut þeirri ákvörðun til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Mikilvæg tekjulind Í kæru ÍR sagði að félagið færi fram á að ákvörðun byggingarfulltrúa um að félagið skyldi slökkva á LED-skilti á horni Breiðholtsbrautar og Seljaskóga verði yrði úr gildi. Skiltið hefði staðið þarna árum saman, hefði fyrst verið flettiskilti en síðar uppfært í nútímatækni, það er gert stafrænt og félagið teldi að heimild væri fyrir því í samþykktum Reykjavíkurborgar um skilti frá maí 2020. Þá sagði að skiltið væri mikilvæg tekjulind fyrir félagið, ekki síst fyrir barna- og unglingastarf félagsins. Vegagerðin verið ósátt við skiltið um árabil Í svari umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Vísis um málið segir að byggingarfulltrúi hafi krafist þess að slökkt yrði á skiltinu í ljósi umsagnar Vegagerðarinnar frá 24. júní 2021, þar sem Vegagerðin lagðist gegn því að skiltið yrði leyft vegna umferðaröryggissjónarmiða. Aðgerðum hafi síðan frestað þar sem ÍR kærði ákvörðunina til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Heimild sé fyrir flettiskilti á staðnum. Þess hafi ekki verið krafist að ÍR taki skiltið niður og því sé félaginu í lófa lagið að breyta því aftur í flettiskilti. Í mars 2021 hafi ÍR sótt um byggingarleyfi til að breyta flettiskiltinu í LED-skilti. Þeirri umsókn hafi verið hafnað á grundvelli fyrrnefndrar umsagnar Vegagerðarinnar vegna umferðaröryggissjónarmiða. ÍR hafi kært þá synjun til Úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála, sem hafi staðfest synjun byggingarfulltrúa um byggingarleyfi.
Auglýsinga- og markaðsmál Skipulag Reykjavík ÍR Tengdar fréttir Eigendum gert að fjarlægja skilti við Hvalfjarðargöng Eigendum auglýsingaskiltis, sem hefur staðið í aldarfjórðung við norðurenda Hvalfjarðarganga, hefur verið gert að fjarlægja það. Skiltið hefur verið þrætuepli í Hvalfjarðarsveit um árabil. 22. mars 2025 22:03 Skilti Skúbbs þarf að fjúka í nágrannadeilum sem líkt er við stríð Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Skúbb ísgerðar um að fella úr gildi ákvörðun þess efnis að ísbúð Skúbbs, við Laugarásveg í Reykjavík, sé skylt að fjarlægja ljósaskilti við verslunina. Eigendur ísbúðarinnar segja nágranna heyja stríð gegn sér. 30. janúar 2025 14:20 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Eigendum gert að fjarlægja skilti við Hvalfjarðargöng Eigendum auglýsingaskiltis, sem hefur staðið í aldarfjórðung við norðurenda Hvalfjarðarganga, hefur verið gert að fjarlægja það. Skiltið hefur verið þrætuepli í Hvalfjarðarsveit um árabil. 22. mars 2025 22:03
Skilti Skúbbs þarf að fjúka í nágrannadeilum sem líkt er við stríð Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Skúbb ísgerðar um að fella úr gildi ákvörðun þess efnis að ísbúð Skúbbs, við Laugarásveg í Reykjavík, sé skylt að fjarlægja ljósaskilti við verslunina. Eigendur ísbúðarinnar segja nágranna heyja stríð gegn sér. 30. janúar 2025 14:20