Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Lovísa Arnardóttir skrifar 8. apríl 2025 06:49 Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir áríðandi að þessar breytingar á skattkerfinu verði greindar ítarlega. Vísir/Arnar Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir afnám samsköttunar ekkert annað en dulbúna skattahækkun og svik við kjósendur. Í færslu á Facebook segir hann slíkar breytingar á skattkerfinu geta verið högg fyrir barnafjölskyldur. „Stjórnvöld hafa nú boðað að hætta samsköttun hjóna og sambýlisfólks. Þessi breyting er kynnt sem skref í átt að einfaldara og sanngjarnara skattkerfi, en í raun er hér um að ræða skattahækkun upp á 2,5 milljarða króna. Þetta eru ekki smámunir – þessi fjárhæð jafngildir fjórðungi af fyrirhuguðum hækkunum á veiðigjöldum,“ segir Vilhjálmur í færslu sinni. Hann segir enn alvarlegra að stjórnarflokkarnir tilkynni þetta núna en hafi lofað því í aðdraganda kosninga að tekjuskattar einstaklinga yrðu ekki hækkaðir. Eftir um hundrað daga við völd sé boðuð breyting sem feli í sér hækkun á skattbyrði heimilanna. Ríkisstjórnin hefur svarað gagnrýni á þessar breytingar og vísað til þess að samsköttun nýtist helst þeim sem eru í hæstu tekjutíundinni. Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, svaraði fyrirspurnum formanns Sjálfstæðisflokksins um málið á þingi í gær. Nýting persónuafsláttar óbreytt Þar sagði hann breytinguna einungis eiga við um nýtingu skattþrepa ekki nýtingu persónuafsláttar, það haldist óbreytt. „Rannsóknir skattayfirvalda á því hverjir hafa getað nýtt sér þennan möguleika staðfesta ekki það sem háttvirtur þingmaður, Guðrún Hafsteinsdóttir, heldur fram, um að hér sé um að ræða barnafjölskyldur og þá sem tímabundið verða fyrir tekjulækkun. Heldur fyrst og fremst efsta hluta tekjudreifingarinnar. Þar sem raunverulega einhver munur er á skattþrepum,“ sagði Daði Már og ítrekaði að þessar breytingar hafi aðeins áhrif á efstu tekjutíundina. Fjallað er um orðaskipti þeirra í fréttinni hér að neðan. Vilhjálmur segir það ekki rétt. Breytingin muni einnig hafa mikil áhrif á skuldsettar barnafjölskyldur þar sem annað foreldrið er í fleiri en einni vinnu eða vinnur mikla yfirvinnu á meðan hitt sinnir börnum eða er í hlutastarfi. „Þessi heimili hafa hingað til getað dreift skattbyrðinni á milli sín með sameiginlegri nýtingu skattþrepa – en sú leið verður nú lokuð,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að áður en þetta verður innleitt verði að fara fram greining á þessum breytingum. „Því eitt er alveg ljóst: þetta er skattahækkun – og hún er ekkert annað svik við kjósendur.“ Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stéttarfélög Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Fjármál heimilisins Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
„Stjórnvöld hafa nú boðað að hætta samsköttun hjóna og sambýlisfólks. Þessi breyting er kynnt sem skref í átt að einfaldara og sanngjarnara skattkerfi, en í raun er hér um að ræða skattahækkun upp á 2,5 milljarða króna. Þetta eru ekki smámunir – þessi fjárhæð jafngildir fjórðungi af fyrirhuguðum hækkunum á veiðigjöldum,“ segir Vilhjálmur í færslu sinni. Hann segir enn alvarlegra að stjórnarflokkarnir tilkynni þetta núna en hafi lofað því í aðdraganda kosninga að tekjuskattar einstaklinga yrðu ekki hækkaðir. Eftir um hundrað daga við völd sé boðuð breyting sem feli í sér hækkun á skattbyrði heimilanna. Ríkisstjórnin hefur svarað gagnrýni á þessar breytingar og vísað til þess að samsköttun nýtist helst þeim sem eru í hæstu tekjutíundinni. Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, svaraði fyrirspurnum formanns Sjálfstæðisflokksins um málið á þingi í gær. Nýting persónuafsláttar óbreytt Þar sagði hann breytinguna einungis eiga við um nýtingu skattþrepa ekki nýtingu persónuafsláttar, það haldist óbreytt. „Rannsóknir skattayfirvalda á því hverjir hafa getað nýtt sér þennan möguleika staðfesta ekki það sem háttvirtur þingmaður, Guðrún Hafsteinsdóttir, heldur fram, um að hér sé um að ræða barnafjölskyldur og þá sem tímabundið verða fyrir tekjulækkun. Heldur fyrst og fremst efsta hluta tekjudreifingarinnar. Þar sem raunverulega einhver munur er á skattþrepum,“ sagði Daði Már og ítrekaði að þessar breytingar hafi aðeins áhrif á efstu tekjutíundina. Fjallað er um orðaskipti þeirra í fréttinni hér að neðan. Vilhjálmur segir það ekki rétt. Breytingin muni einnig hafa mikil áhrif á skuldsettar barnafjölskyldur þar sem annað foreldrið er í fleiri en einni vinnu eða vinnur mikla yfirvinnu á meðan hitt sinnir börnum eða er í hlutastarfi. „Þessi heimili hafa hingað til getað dreift skattbyrðinni á milli sín með sameiginlegri nýtingu skattþrepa – en sú leið verður nú lokuð,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að áður en þetta verður innleitt verði að fara fram greining á þessum breytingum. „Því eitt er alveg ljóst: þetta er skattahækkun – og hún er ekkert annað svik við kjósendur.“
Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stéttarfélög Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Fjármál heimilisins Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira