Forsetahjónin á leið til Noregs Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 7. apríl 2025 17:41 Norsku konungshjónin og forsetahjón Íslands. Forseti Íslands Forsetahjónin auk tveggja ráðherra fara á morgun til Noregs í þriggja daga ríkisheimsók. Þar munu þau meðal annars heimsækja norska Stórþingið, háskóla og viðskiptaviðburð. Heimsókn Höllu Tómasdóttur og Björns Skúlasonar hefst í fyrramálið með móttökuathöfn við konungshöllina í miðborg Osló, höfuðborg Noregs. Opinber sendinefnd og viðskiptanefnd fjörutíu íslenskra fyrirtækja verður með í för ásamt fulltrúum úr norsku viðskiptalífi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, fara einnig með. Gestgjafarnir eru Haraldur V. konungur og Sonja drottning auk Hákoni krónprins og Mette-Marit krónprinsessu. Eins og áður hefur verið fjallað um mun Ingiríður Alexandra prinsessa fara með sérstakt hlutverk í heimsókninni og það í fyrsta skipti. Hún kemur til með að taka við krúnunni af Hákoni föður sínum. Að lokinni móttökuathöfninni verður farið í Akershusvirki þar sem forsetinn mun leggja blómkrans frá íslensku þjóðinni að minnismerki um Norðmenn sem féllu í síðari heimsstyrjöldinni. Þá mun Halla heimsækja norska Stórþingið og funda með Masud Gharahkani, forseta þingsins. Halla og föruneyti hennar munu einnig heimsækja BI Norwegian Buisness School og ræða við nemendur, starfsfólk og aðra um ábyrga forystu. Íslenskir nemendur sem stunda nám í skólanum munu taka á móti forsetanum. Að degi loknum verður hátíðarkvöldverður í konungshöllinni. Á miðvikudag heimsækja hjónin höfuðstöðvar Innovation Norway og Fontenehuset þar sem þau verða frædd um endurhæfingastarf fyrir fólk með geðraskanir. Auk þess eiga Halla og Þorgerður Katrín, fund með Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs. Um kvöldið býður Halla Haraldi konungi og Sonju drottningu til móttöku þar sem Ari Eldjárn fer með gamanmál, kokkalandslið Íslands ber fram veitingar og Benjamín Gísli Einarsson leikur á píanó. Á þriðja degi fara Halla og Björn til Þrándheims með Hákoni krónprins og Tore O. Sandvik, varnarmálaráðherra Noregs. Þar verður viðskiptaviðburður um bláa hagkerfið en þar mun Daði Már halda erindi. Sama dag heimsækja þau einnig Niðarósdómkirkju og þjálfunar- og endurhæfingarverkefni með Norðmenn bjóða fyrir úkraínska hermenn. Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Noregur Íslendingar erlendis Haraldur V Noregskonungur Kóngafólk Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira
Heimsókn Höllu Tómasdóttur og Björns Skúlasonar hefst í fyrramálið með móttökuathöfn við konungshöllina í miðborg Osló, höfuðborg Noregs. Opinber sendinefnd og viðskiptanefnd fjörutíu íslenskra fyrirtækja verður með í för ásamt fulltrúum úr norsku viðskiptalífi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, fara einnig með. Gestgjafarnir eru Haraldur V. konungur og Sonja drottning auk Hákoni krónprins og Mette-Marit krónprinsessu. Eins og áður hefur verið fjallað um mun Ingiríður Alexandra prinsessa fara með sérstakt hlutverk í heimsókninni og það í fyrsta skipti. Hún kemur til með að taka við krúnunni af Hákoni föður sínum. Að lokinni móttökuathöfninni verður farið í Akershusvirki þar sem forsetinn mun leggja blómkrans frá íslensku þjóðinni að minnismerki um Norðmenn sem féllu í síðari heimsstyrjöldinni. Þá mun Halla heimsækja norska Stórþingið og funda með Masud Gharahkani, forseta þingsins. Halla og föruneyti hennar munu einnig heimsækja BI Norwegian Buisness School og ræða við nemendur, starfsfólk og aðra um ábyrga forystu. Íslenskir nemendur sem stunda nám í skólanum munu taka á móti forsetanum. Að degi loknum verður hátíðarkvöldverður í konungshöllinni. Á miðvikudag heimsækja hjónin höfuðstöðvar Innovation Norway og Fontenehuset þar sem þau verða frædd um endurhæfingastarf fyrir fólk með geðraskanir. Auk þess eiga Halla og Þorgerður Katrín, fund með Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs. Um kvöldið býður Halla Haraldi konungi og Sonju drottningu til móttöku þar sem Ari Eldjárn fer með gamanmál, kokkalandslið Íslands ber fram veitingar og Benjamín Gísli Einarsson leikur á píanó. Á þriðja degi fara Halla og Björn til Þrándheims með Hákoni krónprins og Tore O. Sandvik, varnarmálaráðherra Noregs. Þar verður viðskiptaviðburður um bláa hagkerfið en þar mun Daði Már halda erindi. Sama dag heimsækja þau einnig Niðarósdómkirkju og þjálfunar- og endurhæfingarverkefni með Norðmenn bjóða fyrir úkraínska hermenn.
Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Noregur Íslendingar erlendis Haraldur V Noregskonungur Kóngafólk Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira