Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Tómas Arnar Þorláksson skrifar 7. apríl 2025 12:12 Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir. vísir/arnar Sóttvarnalæknir hvetur óbólusetta til að huga að sinni stöðu áður en ferðast er til Texas-ríkis í Bandaríkjunum þar sem mislingafaraldur gengur yfir um þessar mundir. Góð bólusetningarstaða sé besta vörnin gegn sjúkdómnum. Átta ára stúlka hefur látist af völdum mislinga í Texas-ríki í Bandaríkjunum. Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, ferðaðist til ríkisins í gær og var viðstaddur útför stúlkunnar. Hann hvatti fólk til að nota bóluefni gegn sjúkdómnum en stúlkan er annað barnið til að látast í mislingafaraldri vestanhafs frá því í ársbyrjun. Um 500 smit hafa verið staðfest í Texas og í fjölda nágrannaríkja. Afturför í smitvörnum Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir afturför í smitvörnum hafa orðið í Bandaríkjunum undanfarin ár. „Þeir sem eru óbólusettir eru mjög næmir, því þetta er mjög smitandi sjúkdómur og einn mest smitandi sjúkdómur sem við þekkjum. Þetta er klárlega afturför í Bandaríkjunum, því þeir voru búnir að komast í þá stöðu að mislingar voru ekki landlægir hjá þeim fyrir þó nokkuð mörgum árum. Nú er sú staða í hættu. Ef þetta verður viðvarandi smit núna næstu mánuði eða árið, þá munu þeir missa þá stöðu.“ Ástæða til að vera vakandi fyrir þessu Tveir fullorðnir menn greindust með mislinga hér á landi fyrir um ári en engin ný smit hafa greinst síðan. Guðrún segir þó ástæðu til að hafa varann á. Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu áður en ferðast er til Texas eða til Evrópu. „Það er líka vörn í því, fyrir þá sem að fengu mislinga á sínum tíma áður en bólusetningar urðu almennar. Því er ekki ástæða til að fara ekki þangað eða til Evrópu ef þú ert bólusettur. Það er ástæða til að vera vakandi yfir þessu því að mislingar eru og hafa verið í gangi í Evrópu og núna í Bandaríkjunum. Auðvitað er fólk á ferðinni og þetta getur komið hingað. Við verðum að eiga von á því. Okkar vörn felst í því að vera með góða bólusetningarstöðu.“ Mikilvægt að börn fái bólusetningu Samkvæmt landlækni er þátttaka landsmanna í mislingabólusetningu komin undir 90 prósent og því of lág til að viðhalda hjarðónæmi. Guðrún hvetur fólk til að bólusetja sig. „Það er það sem við þurfum að viðhalda, að börn fái sína bólusetningu með þessu bóluefni sem hefur verið í notkun í áratugi. Það er mjög öruggt og veitir öfluga vörn.“ Heilbrigðismál Bólusetningar Ferðalög Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Átta ára stúlka hefur látist af völdum mislinga í Texas-ríki í Bandaríkjunum. Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, ferðaðist til ríkisins í gær og var viðstaddur útför stúlkunnar. Hann hvatti fólk til að nota bóluefni gegn sjúkdómnum en stúlkan er annað barnið til að látast í mislingafaraldri vestanhafs frá því í ársbyrjun. Um 500 smit hafa verið staðfest í Texas og í fjölda nágrannaríkja. Afturför í smitvörnum Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir afturför í smitvörnum hafa orðið í Bandaríkjunum undanfarin ár. „Þeir sem eru óbólusettir eru mjög næmir, því þetta er mjög smitandi sjúkdómur og einn mest smitandi sjúkdómur sem við þekkjum. Þetta er klárlega afturför í Bandaríkjunum, því þeir voru búnir að komast í þá stöðu að mislingar voru ekki landlægir hjá þeim fyrir þó nokkuð mörgum árum. Nú er sú staða í hættu. Ef þetta verður viðvarandi smit núna næstu mánuði eða árið, þá munu þeir missa þá stöðu.“ Ástæða til að vera vakandi fyrir þessu Tveir fullorðnir menn greindust með mislinga hér á landi fyrir um ári en engin ný smit hafa greinst síðan. Guðrún segir þó ástæðu til að hafa varann á. Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu áður en ferðast er til Texas eða til Evrópu. „Það er líka vörn í því, fyrir þá sem að fengu mislinga á sínum tíma áður en bólusetningar urðu almennar. Því er ekki ástæða til að fara ekki þangað eða til Evrópu ef þú ert bólusettur. Það er ástæða til að vera vakandi yfir þessu því að mislingar eru og hafa verið í gangi í Evrópu og núna í Bandaríkjunum. Auðvitað er fólk á ferðinni og þetta getur komið hingað. Við verðum að eiga von á því. Okkar vörn felst í því að vera með góða bólusetningarstöðu.“ Mikilvægt að börn fái bólusetningu Samkvæmt landlækni er þátttaka landsmanna í mislingabólusetningu komin undir 90 prósent og því of lág til að viðhalda hjarðónæmi. Guðrún hvetur fólk til að bólusetja sig. „Það er það sem við þurfum að viðhalda, að börn fái sína bólusetningu með þessu bóluefni sem hefur verið í notkun í áratugi. Það er mjög öruggt og veitir öfluga vörn.“
Heilbrigðismál Bólusetningar Ferðalög Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira