„Vorum bara heppnir að landa þessu“ Siggeir Ævarsson skrifar 6. apríl 2025 22:42 Jóhann Þór fer yfir málin með Simma í Keflavík en þeir félagar voru einnig í eldlínunni í kvöld Vísir/Hulda Margrét Jóhann Þór Ólafsson átti erfitt með að finna réttu orðin til að lýsa frammistöðu sinna manna í kvöld að eigin sögn en Grindvíkingar voru hársbreidd frá því að kasta unnum leik frá sér undir lokin. Grindvíkingar lögðu Val að lokum, 80-76, og jafnaði þar með einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Bónus-deildar karla. Þegar tæpar fimm mínútur voru eftir leiddu Grindvíkingar með 15 stigum en Valsmönnum tókst að minnka muninn í þrjú stig. Við báðum Jóhann að fara aðeins yfir hvað gekk á undir lokin. „Bara erum slakir, sóknarlega förum við í einhverja algjöra þvælu. Eins og þú segir, mögulega að reyna að fara að verja eitthvað og erum næstum búnir að kasta þessu frá okkur. Við erum með leikinn í höndunum og við vorum bara heppnir.“ Jóhann var á því svona fljótt á litið að liðið hefði sennilega spilað betur í síðasta leik heldur en í kvöld. „Heilt yfir er þetta alveg þokkalegasta frammistaða en mér fannst hún betri á miðvikudaginn en í kvöld, allavega svona fyrstu viðbrögð. En eins og ég segi, við „vorum bara heppnir að landa þessu“. Það kom þarna tapaður bolti og við ísum þetta á línunni. En bara stálheppnir og hellingur sem við þurfum að fara yfir.“ Grindvíkingar eru að spila mjög stífa maður á mann vörn á Kristinn Pálsson og Joshua Jefferson sem er greinilega með ráðum gert. „Þeir eru svona þeirra helstu hestar sóknarlega ásamt Taiwo og búa mest til fyrir þá. Þetta er eitthvað sem við þurfum bara að standa klárir á og reyna að halda þeim frá boltanum. Það er mjög erfitt. Varnarlega erum við alveg „solid“ en þessar síðustu 5-6 mínúturnar förum við í lás og erum að reyna eitthvað sem ég veit ekki hvað er.“ „Nú er bara næsti leikur. Núna erum við búnir að jafna þetta, þetta er komið á núll. Nú þurfum við að vinna tvo. Við ætluðum okkur það hér í kvöld og við náðum því og getum verið sáttir með það en ekkert mikið meira en það.“ Það var mikill hiti í leiknum framan af en Grindvíkingar héldu haus og létu dómgæsluna ekki fara of mikið í taugarnar á sér, eins og hefur stundum loðað við ákveðna leikmenn liðsins. „Fyrri hálfleikurinn sérstaklega var svolítið „tense“ en við ræddum um það í hálfleik að einbeita okkur að þeim hlutum sem við stýrum og mér fannst það ganga ágætlega. En ég átti erfitt með að finna orð eftir síðasta leik og ég er eiginlega bara í sömu stöðu núna. Það er alveg fullt af góðum hlutum núna, við erum að fá framlag, Bragi stóð sig mjög vel og Arnór bara mjög vel. Ólafur og Daniel eru að ströggla sóknarlega en voru til staðar varnarlega. Þetta er mjög skrítið, ég á erfitt með að koma orðum að þessu.“ Bragi Guðmundsson fékk það hlutverk í kvöld þegar hann var inn á að hengja sig á Kristinn Pálsson og leysti það verkefni með sóma. Jóhann fagnar því að geta treyst á þessa ungu leikmenn en viðurkenndi að mögulega mættu þeir fá enn meira traust. „Algjörlega. Bara mjög ánægður með þá og hvernig þeir eru að standa sig. Svona fljótt á litið hefðu þeir átt að fá að vera meira á gólfinu. Það er einhvern veginn í DNA þjálfarans að halda í sitt og eitthvað svona en mögulega þarf maður bara að vera aðeins grimmari og leyfa þeim bara að vera inn á.“ Körfubolti Bónus-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Álftanes - Ármann | Ljúka 44 ára bið Keflavík - ÍR | Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? ÍA - Þór Þ. | Loksins aftur leikið á Akranesi í efstu deild KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Sjá meira
Grindvíkingar lögðu Val að lokum, 80-76, og jafnaði þar með einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Bónus-deildar karla. Þegar tæpar fimm mínútur voru eftir leiddu Grindvíkingar með 15 stigum en Valsmönnum tókst að minnka muninn í þrjú stig. Við báðum Jóhann að fara aðeins yfir hvað gekk á undir lokin. „Bara erum slakir, sóknarlega förum við í einhverja algjöra þvælu. Eins og þú segir, mögulega að reyna að fara að verja eitthvað og erum næstum búnir að kasta þessu frá okkur. Við erum með leikinn í höndunum og við vorum bara heppnir.“ Jóhann var á því svona fljótt á litið að liðið hefði sennilega spilað betur í síðasta leik heldur en í kvöld. „Heilt yfir er þetta alveg þokkalegasta frammistaða en mér fannst hún betri á miðvikudaginn en í kvöld, allavega svona fyrstu viðbrögð. En eins og ég segi, við „vorum bara heppnir að landa þessu“. Það kom þarna tapaður bolti og við ísum þetta á línunni. En bara stálheppnir og hellingur sem við þurfum að fara yfir.“ Grindvíkingar eru að spila mjög stífa maður á mann vörn á Kristinn Pálsson og Joshua Jefferson sem er greinilega með ráðum gert. „Þeir eru svona þeirra helstu hestar sóknarlega ásamt Taiwo og búa mest til fyrir þá. Þetta er eitthvað sem við þurfum bara að standa klárir á og reyna að halda þeim frá boltanum. Það er mjög erfitt. Varnarlega erum við alveg „solid“ en þessar síðustu 5-6 mínúturnar förum við í lás og erum að reyna eitthvað sem ég veit ekki hvað er.“ „Nú er bara næsti leikur. Núna erum við búnir að jafna þetta, þetta er komið á núll. Nú þurfum við að vinna tvo. Við ætluðum okkur það hér í kvöld og við náðum því og getum verið sáttir með það en ekkert mikið meira en það.“ Það var mikill hiti í leiknum framan af en Grindvíkingar héldu haus og létu dómgæsluna ekki fara of mikið í taugarnar á sér, eins og hefur stundum loðað við ákveðna leikmenn liðsins. „Fyrri hálfleikurinn sérstaklega var svolítið „tense“ en við ræddum um það í hálfleik að einbeita okkur að þeim hlutum sem við stýrum og mér fannst það ganga ágætlega. En ég átti erfitt með að finna orð eftir síðasta leik og ég er eiginlega bara í sömu stöðu núna. Það er alveg fullt af góðum hlutum núna, við erum að fá framlag, Bragi stóð sig mjög vel og Arnór bara mjög vel. Ólafur og Daniel eru að ströggla sóknarlega en voru til staðar varnarlega. Þetta er mjög skrítið, ég á erfitt með að koma orðum að þessu.“ Bragi Guðmundsson fékk það hlutverk í kvöld þegar hann var inn á að hengja sig á Kristinn Pálsson og leysti það verkefni með sóma. Jóhann fagnar því að geta treyst á þessa ungu leikmenn en viðurkenndi að mögulega mættu þeir fá enn meira traust. „Algjörlega. Bara mjög ánægður með þá og hvernig þeir eru að standa sig. Svona fljótt á litið hefðu þeir átt að fá að vera meira á gólfinu. Það er einhvern veginn í DNA þjálfarans að halda í sitt og eitthvað svona en mögulega þarf maður bara að vera aðeins grimmari og leyfa þeim bara að vera inn á.“
Körfubolti Bónus-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Álftanes - Ármann | Ljúka 44 ára bið Keflavík - ÍR | Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? ÍA - Þór Þ. | Loksins aftur leikið á Akranesi í efstu deild KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Sjá meira