Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Tindastól 8. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild kvenna með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni hefst með tveimur leikjum þann 15. apríl. Íslandsmeistarar Breiðabliks fá nágranna sína í Stjörnunni í heimsókn og þá mætast nágrannaliðin fyrrverandi Þróttur Reykjavík og Fram. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Tindastól 8. sæti Bestu deildar kvenna í sumar og lendi því í sama sæti og á síðustu leiktíð. Stólarnir döðruðu við fall nær allt síðasta tímabil. Það var ekki fyrr en eftir tvískiptingu deildarinnar þar sem sigrar gegn verðandi Lengjudeildarliðum Fylkis og Keflavíkur tryggðu Tindastól áframhaldandi veru í efstu deild. Þegar mest á reyndi stigu leikmenn liðsins upp og skoraði hin unga Elísa Bríet Björnsdóttir til að mynda tvö fyrstu mörk liðsins í gríðarlega mikilvægum 3-0 sigri á Fylki eftir tvískiptingu. Sá sigur endaði á að tryggja liðinu sæti sitt í deildinni. View this post on Instagram A post shared by Besta deildin (@bestadeildin) Þá er ljóst að það hefur hjálpað liðinu að þjálfarinn Halldór Jón Sigurðsson, betur þekktur sem Donni, þekkir hvern krók og kima á Króknum ásamt því að þekkja Bestu deild kvenna inn og út. Annað árið í röð þarf hann að undirbúa sig undir fallbaráttu Genevieve Crenshaw Nicola Hauk - Bryndís Rut (F) - Grace Pettet Birgitta Rún - María Dögg - Lara Margrét - Laufey Harpa Elísa Bríet Makala Woods - Saga Ísey Það má segja að tveir leikmenn hafi borið af þegar kom að því að halda Stólunum í deild þeirra besta. Hvorug þeirra mun hins vegar leika með liðinu í ár. Markvörðurinn Monica Elisabeth Wilhelm er farin til Svíþjóðar og virðist sem Stólarnir ætli að treysta Sigríði H. Stefánsdóttur, oftast nær kölluð Lilla, fyrir því að standa vaktina í marki liðsins. Þá gekk hin markheppna Jordyn Rhodes til liðs við Val. Það mun reynast þrautin þyngri að fylla skarð þeirra en Rhodes skoraði 12 mörk í Bestu deildinni á meðan frammistaða Wilhelm kom í veg fyrir tæplega fimm mörk. Liðið hefur sótt hina 23 ára gömlu Makala Woods frá Kentucky-háskólanum í Bandaríkjunum. Um er að ræða framherja frá sama skóla og Rhodes lék með áður en hún kom á Krókinn. Það má því segja að Stólarnir séu að treysta á sömu uppskrift, nú er bara að bíða og sjá hvort hún virki annað árið í röð. Annars eru ekki miklar breytingar á leikmannahópnum milli ára en reikna má með að Stólarnir vonist til að styrkja hópinn enn frekar eftir að Íslandsmótið fer af stað. Komnar Makala Woods frá Bandaríkjunum Nicola Hauk frá Bandaríkjunum Katherine Grace Pettet frá Bandaríkjunum Genevieve Crenshaw frá Bandaríkjunum Amanda Lind Elmarsdóttir frá Einherja Farnar Monica Elisabeth Wilhelm til Svíþjóðar Jordyn Rhodes til Vals Krista Sól Nielsen til Grindavíkur/Njarðvíkur Hvað segir sérfræðingurinn? Helena Ólafsdóttir stýrir Bestu mörkunum að venju í ár og er einn helsti sérfræðingur deildarinnar. Hún hafði þetta að segja um Tindastól: „Þetta gæti orðið erfitt fyrir Stólana. Eru á sínu þriðja tímabili í efstu deild og tókst að halda sér uppi í fyrra, þó ekki eins afgerandi og á fyrsta ári. Lengjubikarinn hefur verið þeim erfiður, voru ekki með alla leikmenn samankomna og voru smávægileg meiðsli í hópnum svo ég tel að við séum að fá gjörbreytt lið inn í Bestu deildina. Þar munar mestu um að þær eru að fá fjóra leikmenn frá Bandaríkjunum, þar inni er markvörður sem er eitthvað sem þarf. Þær þurfa öflugan sóknarmann til að fylla skó Rhodes og þar áður Murielle Tiernan.“ „Gæti trúað að róðurinn yrði þungur í ár því það er oft erfitt að standa í svona fallslag mörg ár í röð. Höfum til dæmis séð á liði Keflavíkur að það gefur stundum eitthvað eftir. Donni er að þjálfa og hann er náttúrulega gríðarlega reynslumikill. Myndi segja að hann væri stemmings maður og það skiptir ótrúlega miklu máli. Hann veit nákvæmlega út á hvað þetta gengur. Það er því algjörlega möguleiki að þær nái að halda sér í deildinni.“ „Ég hvet líka Sauðkræklinga að vera duglegri að koma á völlinn. Það er ótrúlega gaman að mæta á völlinn á Króknum, mér finnst stemming þarna en finnst stundum vanta aðeins upp á hana – sérstaklega í fyrrasumar.“ Halldór Jón Sigurðsson, betur þekktur sem Donni, þekkir deildina inn og út.Vísir/Diego „Eru með hörku unga og uppalda leikmenn. Elísa Bríet og Birgitta Rún komu til að mynda skemmtilega inn í tímabilið í fyrra. Svo eru þær með leikmenn sem eru með hjartað á réttum stað. Það er mikið hjarta í þessu liði, og Donna. Leikmaður eins og Bryndís Rut er merkt þessu liði, leiðir það áfram. Laufey Harpa og Aldís María einnig, bera liðið uppi og eru miklar heimakonur. Ef liðið ætlar að halda sér uppi þarf það að vera með mjög góða útlendinga, leikmenn þurfa að vera upp á sitt besta og ég vona að meiðsli verði ekki að hrjá þær þar sem hópurinn er ekki stór.“ „Heilt yfir ótrúlega ánægð með Stólana að vera með lið í þessari deild, það skiptir máli. Þær þurfa að stíga varlega til jarðar en þær geta alveg komið sér frá þessari fallbaráttu en ég ætla að giska á að þær verði á svipuðum slóðum og þær voru í fyrra.“ View this post on Instagram A post shared by Tindastóll - meistaraflokkur kvenna (@tindastollmflkvk) Lykilmenn Fyrirliðinn Bryndís Rut er í hvað stærstu hlutverki þar sem hún þarf að binda vörn liðsins saman. Það þarf hún að gera með nýjan markvörð fyrir aftan sig sem hefur ekki enn leikið fyrir liðið. Þar sem leikmenn liðsins fram á við eru í yngri kantinum þarf Makala Woods að stíga upp frá fyrsta leik og standa sig jafnvel ef ekki betur en Rhodes gerði á síðustu leiktíð. Takist það ekki gæti illa farið á Króknum. Fylgist með Það stefnir í að það verði talsvert af ungum uppöldum leikmönnum í stóru hlutverki hjá Stólunum í sumar. Það er því þrautin þyngri að benda á einn leikmann sem vert er að fylgjast með og því verða tvær nefndar hér á nafn. Elísa Bríet og Birgitta Rún Finnbogadóttir hafa báðar verið í U-17 ára landsliði Íslands og ættu að vera í stóru hlutverki í sumar. Í besta/versta falli Ef erlendu leikmenn Tindastóls eru þeim mun betri en þeir sem spiluðu með liðinu á síðustu leiktíð þá gæti það ásamt því að ungu leikmenn liðsins eru árinu eldri og reynslunni ríkari gæti liðið haldið sæti sínu án alls vandræða. Ef allt fer í skrúfuna hins vegar er ljóst að fall er það sem bíður liðsins. Besta deild kvenna Tindastóll Tengdar fréttir Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FHL 9. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 9. apríl 2025 11:02 Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 10. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 9. apríl 2025 10:02 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Enski boltinn Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Adam Ægir á heimleið Íslenski boltinn Skaut kúlunni í rassinn á starfsmanni Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild kvenna með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni hefst með tveimur leikjum þann 15. apríl. Íslandsmeistarar Breiðabliks fá nágranna sína í Stjörnunni í heimsókn og þá mætast nágrannaliðin fyrrverandi Þróttur Reykjavík og Fram. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Tindastól 8. sæti Bestu deildar kvenna í sumar og lendi því í sama sæti og á síðustu leiktíð. Stólarnir döðruðu við fall nær allt síðasta tímabil. Það var ekki fyrr en eftir tvískiptingu deildarinnar þar sem sigrar gegn verðandi Lengjudeildarliðum Fylkis og Keflavíkur tryggðu Tindastól áframhaldandi veru í efstu deild. Þegar mest á reyndi stigu leikmenn liðsins upp og skoraði hin unga Elísa Bríet Björnsdóttir til að mynda tvö fyrstu mörk liðsins í gríðarlega mikilvægum 3-0 sigri á Fylki eftir tvískiptingu. Sá sigur endaði á að tryggja liðinu sæti sitt í deildinni. View this post on Instagram A post shared by Besta deildin (@bestadeildin) Þá er ljóst að það hefur hjálpað liðinu að þjálfarinn Halldór Jón Sigurðsson, betur þekktur sem Donni, þekkir hvern krók og kima á Króknum ásamt því að þekkja Bestu deild kvenna inn og út. Annað árið í röð þarf hann að undirbúa sig undir fallbaráttu Genevieve Crenshaw Nicola Hauk - Bryndís Rut (F) - Grace Pettet Birgitta Rún - María Dögg - Lara Margrét - Laufey Harpa Elísa Bríet Makala Woods - Saga Ísey Það má segja að tveir leikmenn hafi borið af þegar kom að því að halda Stólunum í deild þeirra besta. Hvorug þeirra mun hins vegar leika með liðinu í ár. Markvörðurinn Monica Elisabeth Wilhelm er farin til Svíþjóðar og virðist sem Stólarnir ætli að treysta Sigríði H. Stefánsdóttur, oftast nær kölluð Lilla, fyrir því að standa vaktina í marki liðsins. Þá gekk hin markheppna Jordyn Rhodes til liðs við Val. Það mun reynast þrautin þyngri að fylla skarð þeirra en Rhodes skoraði 12 mörk í Bestu deildinni á meðan frammistaða Wilhelm kom í veg fyrir tæplega fimm mörk. Liðið hefur sótt hina 23 ára gömlu Makala Woods frá Kentucky-háskólanum í Bandaríkjunum. Um er að ræða framherja frá sama skóla og Rhodes lék með áður en hún kom á Krókinn. Það má því segja að Stólarnir séu að treysta á sömu uppskrift, nú er bara að bíða og sjá hvort hún virki annað árið í röð. Annars eru ekki miklar breytingar á leikmannahópnum milli ára en reikna má með að Stólarnir vonist til að styrkja hópinn enn frekar eftir að Íslandsmótið fer af stað. Komnar Makala Woods frá Bandaríkjunum Nicola Hauk frá Bandaríkjunum Katherine Grace Pettet frá Bandaríkjunum Genevieve Crenshaw frá Bandaríkjunum Amanda Lind Elmarsdóttir frá Einherja Farnar Monica Elisabeth Wilhelm til Svíþjóðar Jordyn Rhodes til Vals Krista Sól Nielsen til Grindavíkur/Njarðvíkur Hvað segir sérfræðingurinn? Helena Ólafsdóttir stýrir Bestu mörkunum að venju í ár og er einn helsti sérfræðingur deildarinnar. Hún hafði þetta að segja um Tindastól: „Þetta gæti orðið erfitt fyrir Stólana. Eru á sínu þriðja tímabili í efstu deild og tókst að halda sér uppi í fyrra, þó ekki eins afgerandi og á fyrsta ári. Lengjubikarinn hefur verið þeim erfiður, voru ekki með alla leikmenn samankomna og voru smávægileg meiðsli í hópnum svo ég tel að við séum að fá gjörbreytt lið inn í Bestu deildina. Þar munar mestu um að þær eru að fá fjóra leikmenn frá Bandaríkjunum, þar inni er markvörður sem er eitthvað sem þarf. Þær þurfa öflugan sóknarmann til að fylla skó Rhodes og þar áður Murielle Tiernan.“ „Gæti trúað að róðurinn yrði þungur í ár því það er oft erfitt að standa í svona fallslag mörg ár í röð. Höfum til dæmis séð á liði Keflavíkur að það gefur stundum eitthvað eftir. Donni er að þjálfa og hann er náttúrulega gríðarlega reynslumikill. Myndi segja að hann væri stemmings maður og það skiptir ótrúlega miklu máli. Hann veit nákvæmlega út á hvað þetta gengur. Það er því algjörlega möguleiki að þær nái að halda sér í deildinni.“ „Ég hvet líka Sauðkræklinga að vera duglegri að koma á völlinn. Það er ótrúlega gaman að mæta á völlinn á Króknum, mér finnst stemming þarna en finnst stundum vanta aðeins upp á hana – sérstaklega í fyrrasumar.“ Halldór Jón Sigurðsson, betur þekktur sem Donni, þekkir deildina inn og út.Vísir/Diego „Eru með hörku unga og uppalda leikmenn. Elísa Bríet og Birgitta Rún komu til að mynda skemmtilega inn í tímabilið í fyrra. Svo eru þær með leikmenn sem eru með hjartað á réttum stað. Það er mikið hjarta í þessu liði, og Donna. Leikmaður eins og Bryndís Rut er merkt þessu liði, leiðir það áfram. Laufey Harpa og Aldís María einnig, bera liðið uppi og eru miklar heimakonur. Ef liðið ætlar að halda sér uppi þarf það að vera með mjög góða útlendinga, leikmenn þurfa að vera upp á sitt besta og ég vona að meiðsli verði ekki að hrjá þær þar sem hópurinn er ekki stór.“ „Heilt yfir ótrúlega ánægð með Stólana að vera með lið í þessari deild, það skiptir máli. Þær þurfa að stíga varlega til jarðar en þær geta alveg komið sér frá þessari fallbaráttu en ég ætla að giska á að þær verði á svipuðum slóðum og þær voru í fyrra.“ View this post on Instagram A post shared by Tindastóll - meistaraflokkur kvenna (@tindastollmflkvk) Lykilmenn Fyrirliðinn Bryndís Rut er í hvað stærstu hlutverki þar sem hún þarf að binda vörn liðsins saman. Það þarf hún að gera með nýjan markvörð fyrir aftan sig sem hefur ekki enn leikið fyrir liðið. Þar sem leikmenn liðsins fram á við eru í yngri kantinum þarf Makala Woods að stíga upp frá fyrsta leik og standa sig jafnvel ef ekki betur en Rhodes gerði á síðustu leiktíð. Takist það ekki gæti illa farið á Króknum. Fylgist með Það stefnir í að það verði talsvert af ungum uppöldum leikmönnum í stóru hlutverki hjá Stólunum í sumar. Það er því þrautin þyngri að benda á einn leikmann sem vert er að fylgjast með og því verða tvær nefndar hér á nafn. Elísa Bríet og Birgitta Rún Finnbogadóttir hafa báðar verið í U-17 ára landsliði Íslands og ættu að vera í stóru hlutverki í sumar. Í besta/versta falli Ef erlendu leikmenn Tindastóls eru þeim mun betri en þeir sem spiluðu með liðinu á síðustu leiktíð þá gæti það ásamt því að ungu leikmenn liðsins eru árinu eldri og reynslunni ríkari gæti liðið haldið sæti sínu án alls vandræða. Ef allt fer í skrúfuna hins vegar er ljóst að fall er það sem bíður liðsins.
Genevieve Crenshaw Nicola Hauk - Bryndís Rut (F) - Grace Pettet Birgitta Rún - María Dögg - Lara Margrét - Laufey Harpa Elísa Bríet Makala Woods - Saga Ísey
Komnar Makala Woods frá Bandaríkjunum Nicola Hauk frá Bandaríkjunum Katherine Grace Pettet frá Bandaríkjunum Genevieve Crenshaw frá Bandaríkjunum Amanda Lind Elmarsdóttir frá Einherja Farnar Monica Elisabeth Wilhelm til Svíþjóðar Jordyn Rhodes til Vals Krista Sól Nielsen til Grindavíkur/Njarðvíkur
Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FHL 9. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 9. apríl 2025 11:02
Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 10. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 9. apríl 2025 10:02
Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti
Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti