Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir og Margrét M. Norðdahl skrifa 5. apríl 2025 17:00 Hvaða máli skiptir það að þekkja sig í þeim persónum sem birtast á skjánum og á hvíta tjaldinu? Að kannast við sig og geta speglað eigin reynslu í gegnum kvikmyndir og sjónvarpsefni er einstök upplifun, valdeflandi og þerapísk í senn. Upplifunin framkallar tilfinningu þess að tilheyra, að vera hluti af og tengjast umheiminum. Einmitt þessi reynsla hefur hingað til ekki verið sjálfsögð fyrir okkur öll. Inngilding í kvikmyndum og sjónvarpi er aðkallandi verkefni sem fagið í heild sinni þarf að ráðast í. Skortur á fjölbreytileika er staðreynd, bæði fyrir framan og aftan kameruna. Sögulega hafa hlutverk minnihlutahópa, kvenna og fatlaðs fólks verið takmörkuð eða birtst sem staðalímyndir. Hlutverk eru iðulega skrifuð af af ófötluðu fólki og ráðandi kyni í faginu. Viðleitni til að bregðast við þessu misræmi er hins vegar að aukast og meðvitund um mikilvægi fjölbreytni í faginu. Kvikmyndin er einstakur og áhrifaríkur miðill og vel til þess fallin að fanga fjölbreytileika og miðla honum. Þegar fjölbreytt reynsla og ólíkar raddir fá að vera hluti af sköpun og þróun sögunnar frá upphafi, þá er úkoman alltaf innihaldsríkarin og núanseraðri. Í dag er vaxandi eftirspurn eftir sögum sem endurspegla breidd samfélagsins, sögum frá sjónarhorni fólks með fjölbreytta sýn, lifaða reynslu og þekkingu. Það þarf allskonar fólk til að segja allskonar sögur. Að skora stereótýpur á hólm víkkar sjóndeildarhring áhorfenda, ýtir undir skilning og samkennd á milli ólíkra hópa. Gleymum því ekki að kvikmyndir geta haft samfélagsleg áhrif og stuðlað að breytingum. Þegar kemur að því að stíga hin þörfu skref má horfa til þess sem vel hefur verið gert. Sem dæmi má nefna Sundance Institute sem vinnur markvisst að inngildingu með fjármagni og stuðningi fyrir fólk sem tilheyrir jaðarsettum hópum. Á Íslandi hefur Listahátíð í Reykjavík markað sér skýra stefnu og aðgerðir um inngildingu og Bíó Paradís hefur gert gangskör í aðgengi fatlaðs fólks að kvikmyndasýningum. Sértækra aðgerða er þörf til að leiðrétta samfélagslegar og menningarlegar skekkjur þannig að bransinn allur verði inngildandi og viðhaldi þannig mikilvægi sínu og gæðum. Tryggjum að allar raddir heyrist og séu metnar á öllum sviðum kvikmyndagerðar. Þannig, og aðeins þannig, lifir greinin áfram, gæðin aukast og fagið dafnar. Við höfum allt að vinna og engu að tapa. Við vekjum athygli á málþinginu Fötlun, bíó og bransinn sem fer fram 12. apríl milli klukkan 11 og 13 í Norræna húsinu, málþingið fer fram á íslensku og með rittúlkun á ensku. Einnig má enginn missa af kvikmyndinni Det kunde varit vi - Þetta hefðum getað verið við sem sýnd er með sjónlýsingu í Bíó Paradís þann 11. apríl klukkan 19:30. Viðburðirnir eru á dagskrá Kvikmyndahátíðarinnar Stockfish í samstarfi við menningarhátíðina Uppskeru. Tilefni Uppskeru er 20 ára afmæli fötlunarfræða við Háskóla Íslands. Hátíðinni er ætlað að vekja athygli á framlagi fræðafólks, samtaka fatlaðs fólks og fatlaðs listafólks til íslenskrar menningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bíó og sjónvarp Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Göngum í takt Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Hvaða máli skiptir það að þekkja sig í þeim persónum sem birtast á skjánum og á hvíta tjaldinu? Að kannast við sig og geta speglað eigin reynslu í gegnum kvikmyndir og sjónvarpsefni er einstök upplifun, valdeflandi og þerapísk í senn. Upplifunin framkallar tilfinningu þess að tilheyra, að vera hluti af og tengjast umheiminum. Einmitt þessi reynsla hefur hingað til ekki verið sjálfsögð fyrir okkur öll. Inngilding í kvikmyndum og sjónvarpi er aðkallandi verkefni sem fagið í heild sinni þarf að ráðast í. Skortur á fjölbreytileika er staðreynd, bæði fyrir framan og aftan kameruna. Sögulega hafa hlutverk minnihlutahópa, kvenna og fatlaðs fólks verið takmörkuð eða birtst sem staðalímyndir. Hlutverk eru iðulega skrifuð af af ófötluðu fólki og ráðandi kyni í faginu. Viðleitni til að bregðast við þessu misræmi er hins vegar að aukast og meðvitund um mikilvægi fjölbreytni í faginu. Kvikmyndin er einstakur og áhrifaríkur miðill og vel til þess fallin að fanga fjölbreytileika og miðla honum. Þegar fjölbreytt reynsla og ólíkar raddir fá að vera hluti af sköpun og þróun sögunnar frá upphafi, þá er úkoman alltaf innihaldsríkarin og núanseraðri. Í dag er vaxandi eftirspurn eftir sögum sem endurspegla breidd samfélagsins, sögum frá sjónarhorni fólks með fjölbreytta sýn, lifaða reynslu og þekkingu. Það þarf allskonar fólk til að segja allskonar sögur. Að skora stereótýpur á hólm víkkar sjóndeildarhring áhorfenda, ýtir undir skilning og samkennd á milli ólíkra hópa. Gleymum því ekki að kvikmyndir geta haft samfélagsleg áhrif og stuðlað að breytingum. Þegar kemur að því að stíga hin þörfu skref má horfa til þess sem vel hefur verið gert. Sem dæmi má nefna Sundance Institute sem vinnur markvisst að inngildingu með fjármagni og stuðningi fyrir fólk sem tilheyrir jaðarsettum hópum. Á Íslandi hefur Listahátíð í Reykjavík markað sér skýra stefnu og aðgerðir um inngildingu og Bíó Paradís hefur gert gangskör í aðgengi fatlaðs fólks að kvikmyndasýningum. Sértækra aðgerða er þörf til að leiðrétta samfélagslegar og menningarlegar skekkjur þannig að bransinn allur verði inngildandi og viðhaldi þannig mikilvægi sínu og gæðum. Tryggjum að allar raddir heyrist og séu metnar á öllum sviðum kvikmyndagerðar. Þannig, og aðeins þannig, lifir greinin áfram, gæðin aukast og fagið dafnar. Við höfum allt að vinna og engu að tapa. Við vekjum athygli á málþinginu Fötlun, bíó og bransinn sem fer fram 12. apríl milli klukkan 11 og 13 í Norræna húsinu, málþingið fer fram á íslensku og með rittúlkun á ensku. Einnig má enginn missa af kvikmyndinni Det kunde varit vi - Þetta hefðum getað verið við sem sýnd er með sjónlýsingu í Bíó Paradís þann 11. apríl klukkan 19:30. Viðburðirnir eru á dagskrá Kvikmyndahátíðarinnar Stockfish í samstarfi við menningarhátíðina Uppskeru. Tilefni Uppskeru er 20 ára afmæli fötlunarfræða við Háskóla Íslands. Hátíðinni er ætlað að vekja athygli á framlagi fræðafólks, samtaka fatlaðs fólks og fatlaðs listafólks til íslenskrar menningar.
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun