Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. apríl 2025 12:02 Óskar furðar sig á máli Ragnars. Vísir Formaður MATVÍS félags iðnaðarmanna í matvæla- og veitingageiranum furðar sig á því að því að faglærðum þjóni hafi verið sagt upp einum þjóna á hóteli í Reykjavík. Það sé ekki sparnaður að segja upp menntuðu fólki. Rætt var við Ragnar Þór Antonsson framreiðslumann á Vísi í dag en hann missti nýverið vinnuna þar sem hann starfaði á hóteli í Reykjavík. Hann var eini faglærði þjónninn á staðnum og sá eini sem þar missti vinnuna. Ragnar hefur í kjölfarið að eigin sögn sótt um óteljandi störf á veitingastöðum án árangurs og segist telja sveinspróf sitt í framreiðslu vera honum til trafala. Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formaður stéttarfélagsins MATVÍS furðar sig á málinu. „Mér finnst það virkilega slæmt þegar maður les það að það sé verið að segja upp fagfólki og í rauninni eina fagfólkinu sem er í vinnu á staðnum.“ Ekki komi mikill fjöldi af slíkum málum á borði MATVÍS. Oftar en ekki sé þessu öfugt farið, það sé skortur á fagmenntuðu fólki í bransanum. Þetta hvetji engan til að sækja sér menntun í geiranum. „Við höfum nú verið að berjast við það líka og höfum komið með tillögur að breytingu á reglugerðum veitingastaða þar sem farið er fram á það að það sé fagfólk að störfum á veitingastöðum eða fínni veitingastöðum allavega.“ Félagið hafi ekki átt erindi sem erfiði. Stjórnvöld hafi rætt um að efla iðn-og tækninám undanfarin ár en ekki sé hægt að efla námið ef ekki er fagfólk að störfum á veitingastöðum. „Ég er ekki alveg að skilja af hverju atvinnurekendur sjá ekki hag sinn í því að vera með fagfólk í vinnu af því ég get ekki séð að það sé mikill sparnaður í því að segja upp fagfólki af því að fagfólk það yfirleitt eykur söluna og fagmennskun á stöðunum og annað slíkt, þannig maður hefði talið að það væri alltaf til bóta fyrir þá staði sem eru með fagmenn.“ Veitingastaðir Vinnumarkaður Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Rætt var við Ragnar Þór Antonsson framreiðslumann á Vísi í dag en hann missti nýverið vinnuna þar sem hann starfaði á hóteli í Reykjavík. Hann var eini faglærði þjónninn á staðnum og sá eini sem þar missti vinnuna. Ragnar hefur í kjölfarið að eigin sögn sótt um óteljandi störf á veitingastöðum án árangurs og segist telja sveinspróf sitt í framreiðslu vera honum til trafala. Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formaður stéttarfélagsins MATVÍS furðar sig á málinu. „Mér finnst það virkilega slæmt þegar maður les það að það sé verið að segja upp fagfólki og í rauninni eina fagfólkinu sem er í vinnu á staðnum.“ Ekki komi mikill fjöldi af slíkum málum á borði MATVÍS. Oftar en ekki sé þessu öfugt farið, það sé skortur á fagmenntuðu fólki í bransanum. Þetta hvetji engan til að sækja sér menntun í geiranum. „Við höfum nú verið að berjast við það líka og höfum komið með tillögur að breytingu á reglugerðum veitingastaða þar sem farið er fram á það að það sé fagfólk að störfum á veitingastöðum eða fínni veitingastöðum allavega.“ Félagið hafi ekki átt erindi sem erfiði. Stjórnvöld hafi rætt um að efla iðn-og tækninám undanfarin ár en ekki sé hægt að efla námið ef ekki er fagfólk að störfum á veitingastöðum. „Ég er ekki alveg að skilja af hverju atvinnurekendur sjá ekki hag sinn í því að vera með fagfólk í vinnu af því ég get ekki séð að það sé mikill sparnaður í því að segja upp fagfólki af því að fagfólk það yfirleitt eykur söluna og fagmennskun á stöðunum og annað slíkt, þannig maður hefði talið að það væri alltaf til bóta fyrir þá staði sem eru með fagmenn.“
Veitingastaðir Vinnumarkaður Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira