„Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 5. apríl 2025 00:29 Ræða Snorra Mássonar um framkvæmdaáætlun stjórnvalda í jafnréttismálum hefur vakið mikið umtal. Snorri hefur fengið jákvæð viðbrögð og fundið fyrir gífurlegum meðbyr úr ýmsum áttum, en einnig fengið á sig áburð um hatur og trumpísku. Vísir/Vilhelm Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, segir að kynjafræði sé pólitísk í eðli sínu, og furðar sig á því að látið sé eins og hún sé að einhverju leyti hlutlaus þegar menn eru að innleiða róttæka kynjafræði á svið skólanna, eins og hann orðar það. Hann segir gífurlegan fjölda fólks hafa komið að máli við sig og þakkað honum fyrir að ræða þessi mál. Snorri Másson tók til máls á Alþingi þegar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir jafnréttisráðherra mælti fyrir „Framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir árin 2025-2028“ fyrr í vikunni. Ræðan vakti mikla athygli og uppskar mikil viðbrögð, bæði jákvæð og neikvæð. Aðalritari félags kynjafræðinga mótmælti harðlega við mikinn fögnuð, en hún sakaði Snorra um að spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina. „Ég hata ekki nokkurn mann“ Snorri kveðst ekki vita hvað hann eigi að segja við slíkum ásökunum. „Ég held þær segi meira um sig sjálfar en tilefni er fyrir mig til að leggja mat á þær. Ég hata ekki nokkurn mann. Ég stend hins vegar fyrir gagnrýninni umræðu um þingmál.“ „Ég stend líka fyrir gagnrýninni umræðu þegar svona ákveðin hugmyndafræði er borin á borð innan skóla og látið eins og þetta sé að einhverju leyti hlutlaust algjörlega þegar menn eru að innleiða kynjafræði, róttæka kynjafræði á svið skólanna.“ „Það er ekkert hlutlaust, það er pólitískt að mörgu leyti, og kynjafræði er pólitísk í eðli sínu, það er ekkert leyndarmál.“ Snorri ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Konur í öllum æðstu stöðum samfélagsins Snorri segir að honum hafi þótt jafnréttisáætlun dómsmálaráðherra ansi skrautleg. „Þetta er svona hugmyndafræðilegt plagg sem slær ýmsar pólitískar keilur í ýmsum málum, þó ég hafi nú reyndar einmitt bent á í minni ræðu að mér finnst að stjórnmálamenn eigi að skilgreina og gera aðeins betur grein fyrir því nákvæmlega um hvað baráttan snýst á þessu stigi máls,“ segir Snorri. Kveðst hann hafa bent á að hér hafi mikill árangur náðst í jafnréttisbaráttu karla og kvenna, og kynin njóti fullkomins lagalegs jafnréttis. Þá séu konur víða í æðstu stöðum í samfélaginu, og konur hafi náð yfirhöndinni í menntakerfinu. „Þær eru búnar að ná yfirhöndinni í menntakerfinu gjörsamlega, sem er nú grunnur alls hins hefði maður haldið.“ Sjaldan fengið eins jákvæð viðbrögð Snorri segist sjaldan hafa fengið eins jákvæð viðbrögð í þinginu við nokkru sem hann hefur gert þar. „Þarna er gífurlegur hópur fólks sem hefur komið að máli við mig, brugðist við, og sent mér og skrifað til mín og skrifað hjá mér, hvað þau fagna því að einhver tali beint og hreint út um þessi mál, um það hvers konar hugmyndafræði er verið að bera á borð,“ segir Snorri. Snorri segir að stjórnvöld virðist hafa sérstakan áhuga á að beita stofnunum ríkisvaldsins eins og menntakerfinu, ráðuneytum og öðru til að framfylgja þessari hugmyndafræði, og það sé alltaf látið eins og hún sé fullkomlega hlutlaus. „En hún er það ekki. Það er bara margt innan kynjafræðinnar sem fólk getur ekkert neitað að er afar pólitískt í eðli sínu.“ Snorri segir að öll kennsla feli auðvitað í sér ákveðna innrætingu á ákveðnum sjónarmiðum. Hann vill að sjónarmiðin sem haldið er á lofti séu til þess fallin að efla börnin okkar og hvetja þau til dáða, en ekki hvetja þau til að vera fórnarlamb.Vísir/Vilhelm Þá segir hann að stundum sé sagt að kynjafræðin sé nauðsynleg á meðan ofbeldi, kynbundið ofbeldi eða heimilisofbeldi sé ennþá við lýði. „Auðvitað er slíkt ofbeldi, kynbundið ofbeldi og heimilisofbeldi, þetta er bara andstyggilegt samfélagsmein, sem allir eru sammála um að við verðum að uppræta með öllum tiltækum ráðum.“ „Það sem ég sagði hins vegar í ræðu minni er að þetta er ekkert sama umræða og margvíslegar áherslur kynjafræðinnar.“ „Þetta er pólitísk vinstri hugmyndafræði“ „Ég talaði þarna um að þessi hugmyndafræði sé hreinlega ekkert sérlega gagnleg, til dæmis þetta, að innræta konum að þær séu í nútímasamfélagi eilífðarfórnarlömb þessa kúgunarkerfis, sem er feðraveldið.“ „Síðan til karlanna að þeir séu náttúrulega þá ábyrgir og hafi í sér þessa erfðasynd feðranna, að vera karlar.“ Inn í þetta blandist svo alls konar kenningar um allsherjarsekt Vesturlandanna á slæmu ástandi í heiminum, nýlenduhyggja og karlmennska, en Snorri segir þetta vera pólitíska vinstri hugmyndafræði. „Ég var í háskólanum í íslensku, ég þekki þessa hugmyndafræði. Ég hef aldrei hitt íhaldssaman hægri mann sem er kynjafræðingur, fólk getur ekki látið eins og þetta sé hlutlaus fræðigrein, og þess vegna segi ég, þetta er að mínu mati að hafa skaðleg áhrif á hugarfar ungdómsins að vera endalaust að marinerast í þessu.“ Snorri segir að hugmyndirnar sem eigi frekar að bera á borð séu þær að efla fólk að hreysti, styrk og dáð, og segja eigi við fólk: „Heyrðu, ef þú mætir vandamálum í lífinu eða mótlæti, þá er það hluti af lífinu og þú verður að yfirstíga það, en þú getur ekki látið hugfallast og sagt heyrðu það er eitthvað kúgunarkerfi hérna sem verður að leysa áður en ég tek ábyrgð á mínu lífi.“ Miðflokkurinn Jafnréttismál Reykjavík síðdegis Bylgjan Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Snorri Másson tók til máls á Alþingi þegar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir jafnréttisráðherra mælti fyrir „Framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir árin 2025-2028“ fyrr í vikunni. Ræðan vakti mikla athygli og uppskar mikil viðbrögð, bæði jákvæð og neikvæð. Aðalritari félags kynjafræðinga mótmælti harðlega við mikinn fögnuð, en hún sakaði Snorra um að spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina. „Ég hata ekki nokkurn mann“ Snorri kveðst ekki vita hvað hann eigi að segja við slíkum ásökunum. „Ég held þær segi meira um sig sjálfar en tilefni er fyrir mig til að leggja mat á þær. Ég hata ekki nokkurn mann. Ég stend hins vegar fyrir gagnrýninni umræðu um þingmál.“ „Ég stend líka fyrir gagnrýninni umræðu þegar svona ákveðin hugmyndafræði er borin á borð innan skóla og látið eins og þetta sé að einhverju leyti hlutlaust algjörlega þegar menn eru að innleiða kynjafræði, róttæka kynjafræði á svið skólanna.“ „Það er ekkert hlutlaust, það er pólitískt að mörgu leyti, og kynjafræði er pólitísk í eðli sínu, það er ekkert leyndarmál.“ Snorri ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Konur í öllum æðstu stöðum samfélagsins Snorri segir að honum hafi þótt jafnréttisáætlun dómsmálaráðherra ansi skrautleg. „Þetta er svona hugmyndafræðilegt plagg sem slær ýmsar pólitískar keilur í ýmsum málum, þó ég hafi nú reyndar einmitt bent á í minni ræðu að mér finnst að stjórnmálamenn eigi að skilgreina og gera aðeins betur grein fyrir því nákvæmlega um hvað baráttan snýst á þessu stigi máls,“ segir Snorri. Kveðst hann hafa bent á að hér hafi mikill árangur náðst í jafnréttisbaráttu karla og kvenna, og kynin njóti fullkomins lagalegs jafnréttis. Þá séu konur víða í æðstu stöðum í samfélaginu, og konur hafi náð yfirhöndinni í menntakerfinu. „Þær eru búnar að ná yfirhöndinni í menntakerfinu gjörsamlega, sem er nú grunnur alls hins hefði maður haldið.“ Sjaldan fengið eins jákvæð viðbrögð Snorri segist sjaldan hafa fengið eins jákvæð viðbrögð í þinginu við nokkru sem hann hefur gert þar. „Þarna er gífurlegur hópur fólks sem hefur komið að máli við mig, brugðist við, og sent mér og skrifað til mín og skrifað hjá mér, hvað þau fagna því að einhver tali beint og hreint út um þessi mál, um það hvers konar hugmyndafræði er verið að bera á borð,“ segir Snorri. Snorri segir að stjórnvöld virðist hafa sérstakan áhuga á að beita stofnunum ríkisvaldsins eins og menntakerfinu, ráðuneytum og öðru til að framfylgja þessari hugmyndafræði, og það sé alltaf látið eins og hún sé fullkomlega hlutlaus. „En hún er það ekki. Það er bara margt innan kynjafræðinnar sem fólk getur ekkert neitað að er afar pólitískt í eðli sínu.“ Snorri segir að öll kennsla feli auðvitað í sér ákveðna innrætingu á ákveðnum sjónarmiðum. Hann vill að sjónarmiðin sem haldið er á lofti séu til þess fallin að efla börnin okkar og hvetja þau til dáða, en ekki hvetja þau til að vera fórnarlamb.Vísir/Vilhelm Þá segir hann að stundum sé sagt að kynjafræðin sé nauðsynleg á meðan ofbeldi, kynbundið ofbeldi eða heimilisofbeldi sé ennþá við lýði. „Auðvitað er slíkt ofbeldi, kynbundið ofbeldi og heimilisofbeldi, þetta er bara andstyggilegt samfélagsmein, sem allir eru sammála um að við verðum að uppræta með öllum tiltækum ráðum.“ „Það sem ég sagði hins vegar í ræðu minni er að þetta er ekkert sama umræða og margvíslegar áherslur kynjafræðinnar.“ „Þetta er pólitísk vinstri hugmyndafræði“ „Ég talaði þarna um að þessi hugmyndafræði sé hreinlega ekkert sérlega gagnleg, til dæmis þetta, að innræta konum að þær séu í nútímasamfélagi eilífðarfórnarlömb þessa kúgunarkerfis, sem er feðraveldið.“ „Síðan til karlanna að þeir séu náttúrulega þá ábyrgir og hafi í sér þessa erfðasynd feðranna, að vera karlar.“ Inn í þetta blandist svo alls konar kenningar um allsherjarsekt Vesturlandanna á slæmu ástandi í heiminum, nýlenduhyggja og karlmennska, en Snorri segir þetta vera pólitíska vinstri hugmyndafræði. „Ég var í háskólanum í íslensku, ég þekki þessa hugmyndafræði. Ég hef aldrei hitt íhaldssaman hægri mann sem er kynjafræðingur, fólk getur ekki látið eins og þetta sé hlutlaus fræðigrein, og þess vegna segi ég, þetta er að mínu mati að hafa skaðleg áhrif á hugarfar ungdómsins að vera endalaust að marinerast í þessu.“ Snorri segir að hugmyndirnar sem eigi frekar að bera á borð séu þær að efla fólk að hreysti, styrk og dáð, og segja eigi við fólk: „Heyrðu, ef þú mætir vandamálum í lífinu eða mótlæti, þá er það hluti af lífinu og þú verður að yfirstíga það, en þú getur ekki látið hugfallast og sagt heyrðu það er eitthvað kúgunarkerfi hérna sem verður að leysa áður en ég tek ábyrgð á mínu lífi.“
Miðflokkurinn Jafnréttismál Reykjavík síðdegis Bylgjan Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira