Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir og Guðrún Johnsen skrifa 4. apríl 2025 13:32 Um tilgang fyrirtækja Fyrirtæki gegna lykilhlutverki í nútímasamfélagi, bæði hvað varðar efnahagsleg og félagsleg áhrif. Tilgangur þeirra getur verið margvíslegur og er gjarnan skilgreindur í stofnskjölum á grundvelli þess félagaforms sem hefur orðið fyrir valinu. Talsvert hefur verið fjallað um hver tilgangur fyrirtækja sé eða ætti að vera af fræðimönnum á sviði hagfræði, lögfræði og stjórnunarfræða á síðustu áratugum. Meðal áhrifamikilla kenninga um þetta efni eru skrif stjórnunarsérfræðingsins Peter Drucker um að tilgangurinn sé að búa til vörur eða þjónustu sem fullnægja þörfum neytenda. Peningamálahagfræðingurinn Milton Friedman lagði út frá því að tilgangur fyrirtækja væri fyrst og fremst sá að leitast við að hámarka hagnað fyrir hluthafa sína. Fjármálafræðingar horfa á félagaformið út frá möguleikum til að skapa virði, dreifa áhættu og ráðstafa fjármagni með sem skilvirkustum hætti. Lögfræðingar fjalla hins vegar um spurninguna út frá sjónarmiði um mismunandi félagaform og yfirlýstan tilgang þeirra skv. lögum. Hins vegar segir lítið í lögum um hlutafélög um hver tilgangur félags eða fyrirtækis skuli vera, annað en að um hann skuli fjalla í samþykktum. Af 3. mgr. 9. gr. laga um hlutafélög má þó ráða að tilgangur þeirra sé almennt sá að afla hluthöfum fjárhagslegs ávinnings, nema annað sé tiltekið í samþykktum. Enda þótt svigrúm stofnenda sé rúmt til að skilgreina tilgang og markmið hlutafélags hefur þessi áhersla á fjárhagslegan ávinning óneitanlega haft töluverð áhrif á hvernig ákvarðanir eru teknar af stjórnum hlutafélaga. Samvinnufélög er annað félagaform sem notað er til atvinnurekstrar þar sem félagsmenn bera takmarkaða ábyrgð. Þar er tilgangur og markmið samkvæmt lagarammanum sá að efla hag félagsmanna í samræmi við viðskiptalega þátttöku þeirra í félagsstarfinu. Starfssvið samvinnufélaga getur m.a. verið að útvega félagsmönnum vörur og þjónustu til eigin þarfa; að selja afurðir félagsmanna í víðum skilningi eða að annast starfsemi sem á annan hátt miðar að því að efla hag félagsmanna. Hagnaðardrifin, ekki hagnaðardrifin eða óhagnaðardrifin félög (profit seeking, not for profit og non-profit) Þrátt fyrir að samvinnufélög séu ekki óhagnaðardrifin góðgerðarfélög eru þau ekki hagnaðardrifin að sama marki og hlutafélög. Þau eru því þriðji valkosturinn við fyrrnefnd félagaform og samvinnufélög standa því á milli hagnaðardrifinna hlutafélaga og óhagnaðardrifinna góðgerðarfélaga. Þetta má orða þannig að samvinnufélög eru ekki hagnaðardrifin, þ.e. hagnaður til félagsmanna er ekki æðsti tilgangur með rekstrinum. Verði hins vegar hagnaður af rekstrinum eftir að þörfum félagsmanna hefur verið mætt með þeim hætti sem að er stefnt, skal hagnaðinum dreift í samræmi við umfang viðskipta félagsmanna við félagið. Þessi sýn á tilgang í atvinnurekstri samræmist vel hugmyndum um að horfa þurfi til haghafa félags við ákvarðanatöku í rekstri, en ekki fjárhagslegra hagsmuna hluthafa einvörðungu. Samkvæmt þessum hugmyndum ættu fyrirtæki að taka tillit til hagsmuna allra sem tengjast þeim, þar á meðal starfsmanna, viðskiptavina, samfélagsins og umhverfisins. Þessi nálgun fellur vel að aukinni vitund um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja og þau miklu áhrif sem þau geta haft á náttúruna. Slík nálgun á tilgang með rekstri fyrirtækja er að verða æ mikilvægari í náttúru- og efnahagslegu samhengi þegar horft er til aukinnar skautunar í samfélagsumræðu og fyrirsjáanlegs hruns vistkerfa. Hlutafélög sem allsráðandi rekstrarform Á síðustu árum og áratugum hefur hlutafélagaformið (ehf og hf) orðið nær allsráðandi við nýstofnun félaga til atvinnurekstrar með takmarkaða ábyrgð félagsmanna. Á árinu 2023 voru þannig nýskráð 3.074 einkahlutafélög og tvö hlutafélög en engin samvinnufélög. Það sama ár voru stofnuð 37 ný sameignarfélög, 8 samlagshlutafélög og 368 samlagsfélög, en þessi félagaform bjóða ekki upp á takmarkaða ábyrgð til handa öllum félagsmönnum. Hvað veldur þessari miklu einsleitni í vali á félagaformum til atvinnurekstrar? Skýringarnar eru eflaust margar, en líklegt er að þegar eitt félagaform nær yfirhöndinni verði sífellt ólíklegra að önnur verði fyrir valinu vegna þekkingarskorts á umgjörðinni. Lögmenn og endurskoðendur ráðleggja það félagaform sem þeir þekkja best. Úrskurðir dómstóla snúast flestir um algengasta félagaformið, fræðimenn skrifa um það og lagadeildir háskóla hætta að kenna félagarétt og kenna þess í stað einvörðungu hlutafélagarétt. Ljóst er að hagnaðarvon er ástæða stofnunar atvinnurekstrar í mörgum tilvikum en oftar en ekki eru það þó flóknari þættir sem drífa fólk áfram í það erfiða hlutverk að stunda eigin atvinnurekstur. Dæmi um það er viljinn til að skapa sér starfsvettvang á áhugasviði sínu og leysa um leið einhvern vanda eða svara ákveðinni þörf hvort sem það er í formi vöru eða þjónustu. Þegar allt kemur til alls má halda því fram með góðum rökum að hlutverk fyrirtækja felist ekki aðeins í hagnaðarframleiðslu, heldur einnig í að stuðla að jákvæðum samfélagslegum áhrifum og skapa virði til handa breiðari hópum haghafa en einvörðungu hluthafa. Bæta mætti þekkingu almennings og stofnenda nýrra félaga um að fjölbreyttir kostir eru til staðar þegar velja skal rekstrarform í fyrirtækjarekstri. Elín H. Jónsdóttir, MBA, LL.M, lektor við lagadeild Háskólans á BifröstGuðrún Johnsen, PhD. deildarforseti viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atvinnurekendur Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Um tilgang fyrirtækja Fyrirtæki gegna lykilhlutverki í nútímasamfélagi, bæði hvað varðar efnahagsleg og félagsleg áhrif. Tilgangur þeirra getur verið margvíslegur og er gjarnan skilgreindur í stofnskjölum á grundvelli þess félagaforms sem hefur orðið fyrir valinu. Talsvert hefur verið fjallað um hver tilgangur fyrirtækja sé eða ætti að vera af fræðimönnum á sviði hagfræði, lögfræði og stjórnunarfræða á síðustu áratugum. Meðal áhrifamikilla kenninga um þetta efni eru skrif stjórnunarsérfræðingsins Peter Drucker um að tilgangurinn sé að búa til vörur eða þjónustu sem fullnægja þörfum neytenda. Peningamálahagfræðingurinn Milton Friedman lagði út frá því að tilgangur fyrirtækja væri fyrst og fremst sá að leitast við að hámarka hagnað fyrir hluthafa sína. Fjármálafræðingar horfa á félagaformið út frá möguleikum til að skapa virði, dreifa áhættu og ráðstafa fjármagni með sem skilvirkustum hætti. Lögfræðingar fjalla hins vegar um spurninguna út frá sjónarmiði um mismunandi félagaform og yfirlýstan tilgang þeirra skv. lögum. Hins vegar segir lítið í lögum um hlutafélög um hver tilgangur félags eða fyrirtækis skuli vera, annað en að um hann skuli fjalla í samþykktum. Af 3. mgr. 9. gr. laga um hlutafélög má þó ráða að tilgangur þeirra sé almennt sá að afla hluthöfum fjárhagslegs ávinnings, nema annað sé tiltekið í samþykktum. Enda þótt svigrúm stofnenda sé rúmt til að skilgreina tilgang og markmið hlutafélags hefur þessi áhersla á fjárhagslegan ávinning óneitanlega haft töluverð áhrif á hvernig ákvarðanir eru teknar af stjórnum hlutafélaga. Samvinnufélög er annað félagaform sem notað er til atvinnurekstrar þar sem félagsmenn bera takmarkaða ábyrgð. Þar er tilgangur og markmið samkvæmt lagarammanum sá að efla hag félagsmanna í samræmi við viðskiptalega þátttöku þeirra í félagsstarfinu. Starfssvið samvinnufélaga getur m.a. verið að útvega félagsmönnum vörur og þjónustu til eigin þarfa; að selja afurðir félagsmanna í víðum skilningi eða að annast starfsemi sem á annan hátt miðar að því að efla hag félagsmanna. Hagnaðardrifin, ekki hagnaðardrifin eða óhagnaðardrifin félög (profit seeking, not for profit og non-profit) Þrátt fyrir að samvinnufélög séu ekki óhagnaðardrifin góðgerðarfélög eru þau ekki hagnaðardrifin að sama marki og hlutafélög. Þau eru því þriðji valkosturinn við fyrrnefnd félagaform og samvinnufélög standa því á milli hagnaðardrifinna hlutafélaga og óhagnaðardrifinna góðgerðarfélaga. Þetta má orða þannig að samvinnufélög eru ekki hagnaðardrifin, þ.e. hagnaður til félagsmanna er ekki æðsti tilgangur með rekstrinum. Verði hins vegar hagnaður af rekstrinum eftir að þörfum félagsmanna hefur verið mætt með þeim hætti sem að er stefnt, skal hagnaðinum dreift í samræmi við umfang viðskipta félagsmanna við félagið. Þessi sýn á tilgang í atvinnurekstri samræmist vel hugmyndum um að horfa þurfi til haghafa félags við ákvarðanatöku í rekstri, en ekki fjárhagslegra hagsmuna hluthafa einvörðungu. Samkvæmt þessum hugmyndum ættu fyrirtæki að taka tillit til hagsmuna allra sem tengjast þeim, þar á meðal starfsmanna, viðskiptavina, samfélagsins og umhverfisins. Þessi nálgun fellur vel að aukinni vitund um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja og þau miklu áhrif sem þau geta haft á náttúruna. Slík nálgun á tilgang með rekstri fyrirtækja er að verða æ mikilvægari í náttúru- og efnahagslegu samhengi þegar horft er til aukinnar skautunar í samfélagsumræðu og fyrirsjáanlegs hruns vistkerfa. Hlutafélög sem allsráðandi rekstrarform Á síðustu árum og áratugum hefur hlutafélagaformið (ehf og hf) orðið nær allsráðandi við nýstofnun félaga til atvinnurekstrar með takmarkaða ábyrgð félagsmanna. Á árinu 2023 voru þannig nýskráð 3.074 einkahlutafélög og tvö hlutafélög en engin samvinnufélög. Það sama ár voru stofnuð 37 ný sameignarfélög, 8 samlagshlutafélög og 368 samlagsfélög, en þessi félagaform bjóða ekki upp á takmarkaða ábyrgð til handa öllum félagsmönnum. Hvað veldur þessari miklu einsleitni í vali á félagaformum til atvinnurekstrar? Skýringarnar eru eflaust margar, en líklegt er að þegar eitt félagaform nær yfirhöndinni verði sífellt ólíklegra að önnur verði fyrir valinu vegna þekkingarskorts á umgjörðinni. Lögmenn og endurskoðendur ráðleggja það félagaform sem þeir þekkja best. Úrskurðir dómstóla snúast flestir um algengasta félagaformið, fræðimenn skrifa um það og lagadeildir háskóla hætta að kenna félagarétt og kenna þess í stað einvörðungu hlutafélagarétt. Ljóst er að hagnaðarvon er ástæða stofnunar atvinnurekstrar í mörgum tilvikum en oftar en ekki eru það þó flóknari þættir sem drífa fólk áfram í það erfiða hlutverk að stunda eigin atvinnurekstur. Dæmi um það er viljinn til að skapa sér starfsvettvang á áhugasviði sínu og leysa um leið einhvern vanda eða svara ákveðinni þörf hvort sem það er í formi vöru eða þjónustu. Þegar allt kemur til alls má halda því fram með góðum rökum að hlutverk fyrirtækja felist ekki aðeins í hagnaðarframleiðslu, heldur einnig í að stuðla að jákvæðum samfélagslegum áhrifum og skapa virði til handa breiðari hópum haghafa en einvörðungu hluthafa. Bæta mætti þekkingu almennings og stofnenda nýrra félaga um að fjölbreyttir kostir eru til staðar þegar velja skal rekstrarform í fyrirtækjarekstri. Elín H. Jónsdóttir, MBA, LL.M, lektor við lagadeild Háskólans á BifröstGuðrún Johnsen, PhD. deildarforseti viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun