Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sindri Sverrisson skrifar 4. apríl 2025 09:59 Veðmál á leik í íslensku 2. deildinni voru stöðvuð í seinni hálfleik þar sem óeðlilega mikið þótti veðjað á ákveðin úrslit. Getty Fjórir leikmenn voru kærðir vegna gruns um hagræðingu úrslita í leik í 2. deild karla á Íslandi í fyrra. Þeir voru allir úrskurðaðir saklausir, af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ. Leikurinn fór fram í ágúst á síðasta ári en ekki kemur fram í úrskurðinum hvaða lið mættust eða hvaða leikmenn voru kærðir. Ljóst er að sönnunarbyrði í svona málum, þar sem leikmenn eru sakaðir um að hafa viljandi haft óeðlileg áhrif á úrslit leikja til að hagnast, er afar erfið. Var það niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar að ekki lægi fyrir fullnægjandi sönnun þess að leikmenn hefðu gerst brotlegir og meðal annars tekið fram að ekki væri hægt að draga neinar ályktanir út frá skoðun á myndbandsupptöku. Óeðlilega mikið veðjað á fjölda marka í seinni hálfleik Í úrskurðinum kemur fram að KSÍ hafi upphaflega fengið ábendingu um að mikið hefði verið veðjað á það, eftir 40. mínútu leiksins, að skoraður yrði meira en ákveðinn fjöldi marka. Öll mörk leiksins komu í seinni hálfleik. Samantektir frá Genius Sport og Sportradar, í gegnum UEFA, staðfestu þetta. Samkvæmt þeim var mikið veðjað á sigur annars liðsins með tveimur mörkum eða fleirum, og að fimm mörk eða fleiri yrðu skoruð í leiknum. Veðbankinn Pinnacle lokaði fyrir veðmál í beinni áður en leik lauk, sem bendir til þess að áhyggjur hafi verið af því að eitthvað gruggugt væri á svæði. Samkvæmt Sportradar jukust veðmál mikið á að minnsta kosti tveggja marka sigur og að minnst fimm mörk yrðu skoruð, þrátt fyrir að staðan væri markalaus í hálfleik. Lokaði veðbankinn Bet365 fyrir veðmál í beinni á 69. mínútu leiksins. Atvik sem þóttu sérstök Bæði GS og Sportradar greindu atvik leiksins og samkvæmt greiningu GS voru atvik í leiknum þar sem hinir kærðu komu við sögu sem þóttu sérstök, meðal annars með hliðsjón af varnartilburðum, staðsetningu og ákvörðunum leikmanna. Ekki þótti þó sannað að leikmenn væru viðriðnir eitthvað misjafnt. Leikmennirnir fjórir kváðust allir saklausir og bentu til að mynda á að fótbolti væri hraður leikur þar sem mistök ættu sér óhjákvæmilega stað. Ekki liggja fyrir í málinu nein gögn sem tengja þá með beinum eða óbeinum hætti við veðmál í tengslum við leikinn. Í úrskurðinum segir að sú meinta háttsemi sem kæra framkvæmdastjóra KSÍ beinist að, að hagræða úrslitum leikja, verði að teljast með alvarlegri brotum sem finnist innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Slík brot kalli á þungar refsingar og því sé mikilvægt að sönnunarmati sé fullnægt. Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar í heild sinni. Íslenski boltinn Fjárhættuspil KSÍ Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Valur - Stjarnan | Jöfn að stigum og spila upp á stoltið „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sjá meira
Leikurinn fór fram í ágúst á síðasta ári en ekki kemur fram í úrskurðinum hvaða lið mættust eða hvaða leikmenn voru kærðir. Ljóst er að sönnunarbyrði í svona málum, þar sem leikmenn eru sakaðir um að hafa viljandi haft óeðlileg áhrif á úrslit leikja til að hagnast, er afar erfið. Var það niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar að ekki lægi fyrir fullnægjandi sönnun þess að leikmenn hefðu gerst brotlegir og meðal annars tekið fram að ekki væri hægt að draga neinar ályktanir út frá skoðun á myndbandsupptöku. Óeðlilega mikið veðjað á fjölda marka í seinni hálfleik Í úrskurðinum kemur fram að KSÍ hafi upphaflega fengið ábendingu um að mikið hefði verið veðjað á það, eftir 40. mínútu leiksins, að skoraður yrði meira en ákveðinn fjöldi marka. Öll mörk leiksins komu í seinni hálfleik. Samantektir frá Genius Sport og Sportradar, í gegnum UEFA, staðfestu þetta. Samkvæmt þeim var mikið veðjað á sigur annars liðsins með tveimur mörkum eða fleirum, og að fimm mörk eða fleiri yrðu skoruð í leiknum. Veðbankinn Pinnacle lokaði fyrir veðmál í beinni áður en leik lauk, sem bendir til þess að áhyggjur hafi verið af því að eitthvað gruggugt væri á svæði. Samkvæmt Sportradar jukust veðmál mikið á að minnsta kosti tveggja marka sigur og að minnst fimm mörk yrðu skoruð, þrátt fyrir að staðan væri markalaus í hálfleik. Lokaði veðbankinn Bet365 fyrir veðmál í beinni á 69. mínútu leiksins. Atvik sem þóttu sérstök Bæði GS og Sportradar greindu atvik leiksins og samkvæmt greiningu GS voru atvik í leiknum þar sem hinir kærðu komu við sögu sem þóttu sérstök, meðal annars með hliðsjón af varnartilburðum, staðsetningu og ákvörðunum leikmanna. Ekki þótti þó sannað að leikmenn væru viðriðnir eitthvað misjafnt. Leikmennirnir fjórir kváðust allir saklausir og bentu til að mynda á að fótbolti væri hraður leikur þar sem mistök ættu sér óhjákvæmilega stað. Ekki liggja fyrir í málinu nein gögn sem tengja þá með beinum eða óbeinum hætti við veðmál í tengslum við leikinn. Í úrskurðinum segir að sú meinta háttsemi sem kæra framkvæmdastjóra KSÍ beinist að, að hagræða úrslitum leikja, verði að teljast með alvarlegri brotum sem finnist innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Slík brot kalli á þungar refsingar og því sé mikilvægt að sönnunarmati sé fullnægt. Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar í heild sinni.
Íslenski boltinn Fjárhættuspil KSÍ Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Valur - Stjarnan | Jöfn að stigum og spila upp á stoltið „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sjá meira