Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 10. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild kvenna með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni hefst með tveimur leikjum þann 15. apríl. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 10. sæti Bestu deildar kvenna í sumar og að stoppið í deild þeirra bestu verði því stutt. Fram kom heldur betur á óvart þegar liðið endaði í 2. sæti Lengjudeildar kvenna á síðasta ári og tryggði sér þar með sæti í Bestu deildinni. Það mátti þó ekki mikið út af bregða þar sem Fram og Grótta voru jöfn að stigum þegar talið var upp úr pokanum síðasta haust. Fram var hins vegar með betri markatölu og því er liðið komið upp í efstu deild í fyrsta sinn síðan árið 1988. Síðan þá hefur ekki mikið bent til þess að Fram væri á leið í efstu deild á nýjan leik. Raunar var staðan svo slæm að liðið var um tíma lagt niður. Það var svo sett aftur á laggirnar fyrir tímabilið 2020. Það sumarið sem og næstu tvö lék liðið í 2. deild. Fram fór upp úr 2. deildinni sem sigurvegari deildarinnar haustið 2022. Ári síðar endaði liðið í 7. sæti Lengjudeildar og því kom það eflaust mörgum á óvart þegar liðið tryggi sér sæti í Bestu deildinni á síðasta ári. Segja má að Óskar Smári Haraldsson, þjálfari, hafi lagt grunninn að því að komast upp á markatölu þegar hann fékk markadrottninguna Murielle Tiernan til liðs við félagið en þau höfðu áður starfað saman hjá Tindastóli. Ofan á það sótti liðið Öldu Ólafsdóttur fyrir síðasta tímabil eftir að hún skoraði 33 mörk í tuttugu leikjum fyrir Fjölni í 2. deildinni. Alda hefur aðeins skorað eitt mark í 23 leikjum í efstu deild. Breytist það í sumar?Fram Þessar tvær náðu virkilega vel saman í fremstu víglínu á síðustu leiktíð og skoruðu samals 25 deildarmörk. Nú þarf að endurtaka leikinn í Bestu deildinni. Líklegt byrjunarlið Elaina LaMacchia Sylvía Birgisdóttir - Dominique Bond-Flasza - Olga Ingibjörg - Freyja Dís Una Rós - Lily Farkas - Mackenzie Smith - Ólína Sif Alda Ólafsdóttir og Murielle Tiernan Miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Fram á milli ára og reikna má með nokkrum breytingum á byrjunarliðinu frá síðasta ári. Elaina LaMacchia snýr aftur en hún varði mark Fram tímabilið 2023. Á síðustu leiktíð lék hún með Aftureldingu en mætir nú og á að múra fyrir í Bestu deildinni. Freyja Dís Hreinsdóttir kemur inn í vörnina og þá verða tvær breytingar á miðsvæðinu. Hin bandaríska Lily Farkas kemur beint inn i byrjunarliðið til að tengja miðju og sókn saman. Hún lék síðast með Fortuna Hjørring í efstu deild Danmerkur. Jafnframt er reiknað með að vængmaðurinn Unnur Rós Unnarsdóttir komi inn í byrjunarliðið strax í upphafi móts á meðan aðrar þurfa að reyna vinna sér inn sæti þegar líður á tímabilið. Komnar Lily Farkas frá Danmörku Elaina LaMacchia frá Aftureldingu Kam Pickett frá Bandaríkjunum Freyja Dís Hreinsdóttir frá Fjölni Hildur María Jónasdóttir frá FH Halla Helgadóttir frá FH Katrín Erla Clausen frá Stjörnunni Júlía Margrét Ingadóttir frá Stjörnunni Ólína Ágústa Valdimarsdóttir frá Stjörnunni Olga Ingibjörg Einarsdóttir frá Breiðabliki (á láni) Thelma Lind Steinarsdóttir frá Stjörnunni Una Rós Unnarsdóttir frá Grindavík Farnar Alia Skinner Birna Kristín Eiríksdóttir í Fylki Emma Björt Arnarsdóttir til FH (var á láni) Embla Dögg Aðalsteinsdóttir í ÍR (á láni) Emilía Ingvadóttir í KR Eva Stefánsdóttir í Val (var á láni) Jóhanna Melkorka Þórsdóttir í Stjörnuna (var á láni) Lilianna Marie Berg Sara Svanhildur Jóhannsdóttir í Breiðablik (var á láni) Þórey Björk Eyþórsdóttir í KR Hvað segir sérfræðingurinn? Mist Rúnarsdóttir, einn af sérfræðingum Bestu markanna í sumar, hafði þetta að segja um nýliða Fram: „Það hefur verið öflug og skipulögð uppbygging í gangi hjá Fram síðustu ár. Umgjörðin hefur farið mjög vaxandi og aðstaðan í Úlfarsárdal eins og best verður á kosið. Liðið átti svakalegan lokasprett á síðasta tímabili eftir að hafa átt erfitt uppdráttar í upphafi og kom eflaust mörgum á óvart með því að tryggja sér sæti í efstu deild.“ „Það er ekki mikil úrvaldsdeildarreynsla í liðinu og leikmannahópurinn ekki breiður. Nokkrir leikmenn liðsins koma seint inn – erlendir leikmenn, meiddir leikmenn og leikmenn sem eru úti í háskólaboltanum. Þá hefur þekktasti leikmaður liðsins, Murielle Tiernan, verið frá vegna meiðsla á undirbúningstímabilinu og ekki alveg ljóst með endurkomu hennar. Liðið er því seint að mótast. Það er ekki mikill hraði í liðinu og það er visst áhyggjuefni. Í liðinu eru nokkrir leikmenn sem hafa gert virkilega vel í neðri deildunum og nú reynir á þær að sýna og sanna að þær geti tekið skrefið fram á við. „Þjálfarinn Óskar Smári hefur reynslu úr efstu deild. Var í þjálfaradúói Tindastóls og svo aðstoðarþjálfari Kristjáns Guðmundssonar hjá Stjörnunni. Framliðið hefur tekið skref fram á við undir hans stjórn en erfitt að meta hvort styrkingarnar sem hafa verið gerðar dugi til. Að því sögðu þá hafa Framkonur afsannað flestar hrakspár síðustu tímabil og alltaf gert betur en búist var af þeim.“ View this post on Instagram A post shared by Fram knattspyrna (@fram_knattspyrna) Lykilmenn Eins og alltaf þegar um nýliða er að ræða þarf markvörður og vörn að ná vel saman. Það er því í raun gefið að markvörðurinn LaMacchia og varnarmaðurinn Dominique Bond-Flasza þurfa að ná virkilega vel saman. Það verður virkilega áhugavert að fylgjast með samvinnu framherjanna tveggja en ásamt því að bera uppi sóknarleik liðsins þurfa þær að hjálpa til í varnarleiknum þegar það á við. Fylgist með Freyja Dís Hreinsdóttir býr yfir talsverðri reynslu þrátt fyrir að vera ung að árum. Býr yfir miklum hraða og er það fjölhæf að hún getur spilað bæði hægri og vinstri bakvörð sem og á báðum vængjunum. Í besta/versta falli Í besta falli heldur liðið sér uppi og leikur áfram í deild þeirra bestu. Í versta falli gengur ekkert upp og liðið fellur eins og steinn niður í Lengjudeildina. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Fram Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Enski boltinn Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Adam Ægir á heimleið Íslenski boltinn Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Skaut kúlunni í rassinn á starfsmanni Golf Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild kvenna með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni hefst með tveimur leikjum þann 15. apríl. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 10. sæti Bestu deildar kvenna í sumar og að stoppið í deild þeirra bestu verði því stutt. Fram kom heldur betur á óvart þegar liðið endaði í 2. sæti Lengjudeildar kvenna á síðasta ári og tryggði sér þar með sæti í Bestu deildinni. Það mátti þó ekki mikið út af bregða þar sem Fram og Grótta voru jöfn að stigum þegar talið var upp úr pokanum síðasta haust. Fram var hins vegar með betri markatölu og því er liðið komið upp í efstu deild í fyrsta sinn síðan árið 1988. Síðan þá hefur ekki mikið bent til þess að Fram væri á leið í efstu deild á nýjan leik. Raunar var staðan svo slæm að liðið var um tíma lagt niður. Það var svo sett aftur á laggirnar fyrir tímabilið 2020. Það sumarið sem og næstu tvö lék liðið í 2. deild. Fram fór upp úr 2. deildinni sem sigurvegari deildarinnar haustið 2022. Ári síðar endaði liðið í 7. sæti Lengjudeildar og því kom það eflaust mörgum á óvart þegar liðið tryggi sér sæti í Bestu deildinni á síðasta ári. Segja má að Óskar Smári Haraldsson, þjálfari, hafi lagt grunninn að því að komast upp á markatölu þegar hann fékk markadrottninguna Murielle Tiernan til liðs við félagið en þau höfðu áður starfað saman hjá Tindastóli. Ofan á það sótti liðið Öldu Ólafsdóttur fyrir síðasta tímabil eftir að hún skoraði 33 mörk í tuttugu leikjum fyrir Fjölni í 2. deildinni. Alda hefur aðeins skorað eitt mark í 23 leikjum í efstu deild. Breytist það í sumar?Fram Þessar tvær náðu virkilega vel saman í fremstu víglínu á síðustu leiktíð og skoruðu samals 25 deildarmörk. Nú þarf að endurtaka leikinn í Bestu deildinni. Líklegt byrjunarlið Elaina LaMacchia Sylvía Birgisdóttir - Dominique Bond-Flasza - Olga Ingibjörg - Freyja Dís Una Rós - Lily Farkas - Mackenzie Smith - Ólína Sif Alda Ólafsdóttir og Murielle Tiernan Miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Fram á milli ára og reikna má með nokkrum breytingum á byrjunarliðinu frá síðasta ári. Elaina LaMacchia snýr aftur en hún varði mark Fram tímabilið 2023. Á síðustu leiktíð lék hún með Aftureldingu en mætir nú og á að múra fyrir í Bestu deildinni. Freyja Dís Hreinsdóttir kemur inn í vörnina og þá verða tvær breytingar á miðsvæðinu. Hin bandaríska Lily Farkas kemur beint inn i byrjunarliðið til að tengja miðju og sókn saman. Hún lék síðast með Fortuna Hjørring í efstu deild Danmerkur. Jafnframt er reiknað með að vængmaðurinn Unnur Rós Unnarsdóttir komi inn í byrjunarliðið strax í upphafi móts á meðan aðrar þurfa að reyna vinna sér inn sæti þegar líður á tímabilið. Komnar Lily Farkas frá Danmörku Elaina LaMacchia frá Aftureldingu Kam Pickett frá Bandaríkjunum Freyja Dís Hreinsdóttir frá Fjölni Hildur María Jónasdóttir frá FH Halla Helgadóttir frá FH Katrín Erla Clausen frá Stjörnunni Júlía Margrét Ingadóttir frá Stjörnunni Ólína Ágústa Valdimarsdóttir frá Stjörnunni Olga Ingibjörg Einarsdóttir frá Breiðabliki (á láni) Thelma Lind Steinarsdóttir frá Stjörnunni Una Rós Unnarsdóttir frá Grindavík Farnar Alia Skinner Birna Kristín Eiríksdóttir í Fylki Emma Björt Arnarsdóttir til FH (var á láni) Embla Dögg Aðalsteinsdóttir í ÍR (á láni) Emilía Ingvadóttir í KR Eva Stefánsdóttir í Val (var á láni) Jóhanna Melkorka Þórsdóttir í Stjörnuna (var á láni) Lilianna Marie Berg Sara Svanhildur Jóhannsdóttir í Breiðablik (var á láni) Þórey Björk Eyþórsdóttir í KR Hvað segir sérfræðingurinn? Mist Rúnarsdóttir, einn af sérfræðingum Bestu markanna í sumar, hafði þetta að segja um nýliða Fram: „Það hefur verið öflug og skipulögð uppbygging í gangi hjá Fram síðustu ár. Umgjörðin hefur farið mjög vaxandi og aðstaðan í Úlfarsárdal eins og best verður á kosið. Liðið átti svakalegan lokasprett á síðasta tímabili eftir að hafa átt erfitt uppdráttar í upphafi og kom eflaust mörgum á óvart með því að tryggja sér sæti í efstu deild.“ „Það er ekki mikil úrvaldsdeildarreynsla í liðinu og leikmannahópurinn ekki breiður. Nokkrir leikmenn liðsins koma seint inn – erlendir leikmenn, meiddir leikmenn og leikmenn sem eru úti í háskólaboltanum. Þá hefur þekktasti leikmaður liðsins, Murielle Tiernan, verið frá vegna meiðsla á undirbúningstímabilinu og ekki alveg ljóst með endurkomu hennar. Liðið er því seint að mótast. Það er ekki mikill hraði í liðinu og það er visst áhyggjuefni. Í liðinu eru nokkrir leikmenn sem hafa gert virkilega vel í neðri deildunum og nú reynir á þær að sýna og sanna að þær geti tekið skrefið fram á við. „Þjálfarinn Óskar Smári hefur reynslu úr efstu deild. Var í þjálfaradúói Tindastóls og svo aðstoðarþjálfari Kristjáns Guðmundssonar hjá Stjörnunni. Framliðið hefur tekið skref fram á við undir hans stjórn en erfitt að meta hvort styrkingarnar sem hafa verið gerðar dugi til. Að því sögðu þá hafa Framkonur afsannað flestar hrakspár síðustu tímabil og alltaf gert betur en búist var af þeim.“ View this post on Instagram A post shared by Fram knattspyrna (@fram_knattspyrna) Lykilmenn Eins og alltaf þegar um nýliða er að ræða þarf markvörður og vörn að ná vel saman. Það er því í raun gefið að markvörðurinn LaMacchia og varnarmaðurinn Dominique Bond-Flasza þurfa að ná virkilega vel saman. Það verður virkilega áhugavert að fylgjast með samvinnu framherjanna tveggja en ásamt því að bera uppi sóknarleik liðsins þurfa þær að hjálpa til í varnarleiknum þegar það á við. Fylgist með Freyja Dís Hreinsdóttir býr yfir talsverðri reynslu þrátt fyrir að vera ung að árum. Býr yfir miklum hraða og er það fjölhæf að hún getur spilað bæði hægri og vinstri bakvörð sem og á báðum vængjunum. Í besta/versta falli Í besta falli heldur liðið sér uppi og leikur áfram í deild þeirra bestu. Í versta falli gengur ekkert upp og liðið fellur eins og steinn niður í Lengjudeildina.
Elaina LaMacchia Sylvía Birgisdóttir - Dominique Bond-Flasza - Olga Ingibjörg - Freyja Dís Una Rós - Lily Farkas - Mackenzie Smith - Ólína Sif Alda Ólafsdóttir og Murielle Tiernan
Komnar Lily Farkas frá Danmörku Elaina LaMacchia frá Aftureldingu Kam Pickett frá Bandaríkjunum Freyja Dís Hreinsdóttir frá Fjölni Hildur María Jónasdóttir frá FH Halla Helgadóttir frá FH Katrín Erla Clausen frá Stjörnunni Júlía Margrét Ingadóttir frá Stjörnunni Ólína Ágústa Valdimarsdóttir frá Stjörnunni Olga Ingibjörg Einarsdóttir frá Breiðabliki (á láni) Thelma Lind Steinarsdóttir frá Stjörnunni Una Rós Unnarsdóttir frá Grindavík Farnar Alia Skinner Birna Kristín Eiríksdóttir í Fylki Emma Björt Arnarsdóttir til FH (var á láni) Embla Dögg Aðalsteinsdóttir í ÍR (á láni) Emilía Ingvadóttir í KR Eva Stefánsdóttir í Val (var á láni) Jóhanna Melkorka Þórsdóttir í Stjörnuna (var á láni) Lilianna Marie Berg Sara Svanhildur Jóhannsdóttir í Breiðablik (var á láni) Þórey Björk Eyþórsdóttir í KR
Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti
Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti