„Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. apríl 2025 14:47 Ingibjörg Sigurðardóttir fagnar eftir að hafa skorað í síðasta landsleik Íslands; 3-2 tapi fyrir Frakklandi á útivelli. getty/Alex Nicodim Ingibjörg Sigurðardóttir kveðst stolt af því að bera fyrirliðabandið hjá íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta í næstu tveimur leikjum þess. Hún segist eflast með aukinni ábyrgð. Ingibjörg verður fyrirliði Íslands í leikjunum gegn Noregi og Sviss í Þjóðadeildinni. Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir er fjarri góðu gamni vegna meiðsla. „Tilfinningin er mjög góð og líka smá ógnvekjandi. En ég er bara spennt,“ sagði Ingibjörg á blaðamannafundi í Þróttaraheimilinu í dag. Ingibjörg hefur myndað fyrirliðateymi íslenska liðsins undanfarin misseri ásamt Glódísi og Selmu Sól Magnúsdóttur. „Þetta er mikilvægt og fyrir mér er þetta eitt það stærsta sem maður getur gert; að vera fyrirliði í landsliðinu. Og þess vegna tek ég þessu mjög alvarlega og vil gera það vel. En síðan finn ég enga pressu heldur,“ sagði Ingibjörg. „Ég er búin að vinna mjög þétt með Selmu og Glódísi lengi og við erum búnar að vinna vel saman sem teymi. Ég veit að ég þarf að vera akkúrat eins og ég er búin að vera síðustu mánuði og ár með landsliðinu. Þetta er mikill heiður og ég er mjög stolt af því.“ Ingibjörg segir að það sé stórt fyrir sig að vera fyrirliði landsliðsins. „Ég þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð og stýra og leiða hópinn. Þess vegna er þetta mjög stórt fyrir mig og ég er mjög spennt að sjá hvernig ég næ að tækla þetta og ég ætla að undirbúa mig vel fyrir það. Síðan er þetta líka stórt fyrir alla í kringum mig líka. Fjölskyldan er búin að fylgja mér mjög lengi þannig að þetta er örugglega stærra fyrir þau en mig sjálfa þannig ég er bara spennt fyrir þessu,“ sagði Ingibjörg. Ingibjörg er næstleikjahæst í íslenska hópnum með sjötíu landsleiki.getty/Alex Nicodim Grindvíkingurinn brá fyrir sig norsku á blaðamannafundinum enda lék hún þar í landi með Vålerenga og á norskan kærasta. Ingibjörg leikur í dag með Brøndby í Danmörku en hún gekk í raðir liðsins í september síðastliðnum. Leikur Íslands og Noregs fer fram á AVIS-velli Þróttar í Laugardalnum klukkan 16:45 á morgun. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur áhyggjur af stöðunni á Glódísi Perlu Viggósdóttur fyrir Evrópumótið í sumar. Hann segir að í versta falli gæti hún misst af mótinu. 3. apríl 2025 13:10 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Sjá meira
Ingibjörg verður fyrirliði Íslands í leikjunum gegn Noregi og Sviss í Þjóðadeildinni. Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir er fjarri góðu gamni vegna meiðsla. „Tilfinningin er mjög góð og líka smá ógnvekjandi. En ég er bara spennt,“ sagði Ingibjörg á blaðamannafundi í Þróttaraheimilinu í dag. Ingibjörg hefur myndað fyrirliðateymi íslenska liðsins undanfarin misseri ásamt Glódísi og Selmu Sól Magnúsdóttur. „Þetta er mikilvægt og fyrir mér er þetta eitt það stærsta sem maður getur gert; að vera fyrirliði í landsliðinu. Og þess vegna tek ég þessu mjög alvarlega og vil gera það vel. En síðan finn ég enga pressu heldur,“ sagði Ingibjörg. „Ég er búin að vinna mjög þétt með Selmu og Glódísi lengi og við erum búnar að vinna vel saman sem teymi. Ég veit að ég þarf að vera akkúrat eins og ég er búin að vera síðustu mánuði og ár með landsliðinu. Þetta er mikill heiður og ég er mjög stolt af því.“ Ingibjörg segir að það sé stórt fyrir sig að vera fyrirliði landsliðsins. „Ég þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð og stýra og leiða hópinn. Þess vegna er þetta mjög stórt fyrir mig og ég er mjög spennt að sjá hvernig ég næ að tækla þetta og ég ætla að undirbúa mig vel fyrir það. Síðan er þetta líka stórt fyrir alla í kringum mig líka. Fjölskyldan er búin að fylgja mér mjög lengi þannig að þetta er örugglega stærra fyrir þau en mig sjálfa þannig ég er bara spennt fyrir þessu,“ sagði Ingibjörg. Ingibjörg er næstleikjahæst í íslenska hópnum með sjötíu landsleiki.getty/Alex Nicodim Grindvíkingurinn brá fyrir sig norsku á blaðamannafundinum enda lék hún þar í landi með Vålerenga og á norskan kærasta. Ingibjörg leikur í dag með Brøndby í Danmörku en hún gekk í raðir liðsins í september síðastliðnum. Leikur Íslands og Noregs fer fram á AVIS-velli Þróttar í Laugardalnum klukkan 16:45 á morgun.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur áhyggjur af stöðunni á Glódísi Perlu Viggósdóttur fyrir Evrópumótið í sumar. Hann segir að í versta falli gæti hún misst af mótinu. 3. apríl 2025 13:10 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Sjá meira
Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur áhyggjur af stöðunni á Glódísi Perlu Viggósdóttur fyrir Evrópumótið í sumar. Hann segir að í versta falli gæti hún misst af mótinu. 3. apríl 2025 13:10