„Þetta er bara brandarakvöld“ Jakob Bjarnar skrifar 2. apríl 2025 11:33 Gísli, Andrés og Stefán, Þjóðmálahlaðvarpararnir eiga nú yfir höfði sér ofsareiði stuðningsmanna Flokks Fólksins fyrir að hafa hæðst hömlulaust að helstu fulltrúum þess flokks. vísir/vilhelm Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður segir ekki hægt að svara þeirri ofsareiði sem brotist hefur út í athugasemdakerfum víðs vegar eftir fjörugt bjórkvöld Þjóðmála á Kringlukránni. DV greindi frá efni kvöldsins á vef sínum í gær en margir supu hveljur þegar Stefán Einar og Andrés Magnússon, fulltrúi ritstjóra á Morgunblaðinu, fóru hinum háðulegustu orðum um fulltrúa Flokks Fólksins, einkum þau Ásthildi Lóu Þórsdóttur fyrrverandi barna- og menntamálaráðherra og svo Guðmund Inga Kristinsson sem tók við embættinu: „Starfsmenn Morgunblaðsins létu vaða á súðum á bjórkvöldi – Sögðu Guðmund Inga varla læsan og líktu Ásthildi Lóu við frægan eltihrelli“ er fyrirsögnin sem DV keyrir frásögn sína undir og segir hún sína söguna. Í frétt rekur blaðamaður ítarlega það sem sagt var á kvöldinu. En þeir Andrés og Stefán Einar fóru, ásamt Gísla Frey Valdórssyni, „fyrrum aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins“ tekur penni DV fram, mikinn. Stefán Einar og Andrés í miklu stuði Að sögn DV, sem leggur nokkuð uppúr því að leiðrétta ónákvæmni í tali þeirra Andrésar og Stefáns Einars, líktu þeir Ásthildi Lóu við frægan eltihrelli sem sjá má í sjónvarpsþáttunum Baby Reindeer. Og áfram rekur blaðamaður DV það sem á gekk: „Fór það mikið í taugarnar á Andrési og Stefáni Einari að svo margir hefðu komið Guðmundi Inga og Ásthildi Lóu til varnar. Sagði Stefán Einar um það: „Hvað sagði Björg Eva Erlendsdóttir?: Ég gæti ekki hugsað mér að hafa barnamálaráðherra sem hefði ekki gert neitt svona af sér. Það er bara ég gæti ekki hugsað mér að hafa landlækni sem hefði ekki drepið mann. Hvaða rugl er þetta?“ Raunar var það kona Bjargar, Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, sem viðhafði umrædd ummæli en þó ekki með þeim hætti sem Stefán Einar hélt fram,“ segir meðal annars í umfjöllun DV. Ljóst er að ekki fóru þeir Andrés og Stefán alltaf nákvæmt með; vildu augljóslega ekki láta staðreyndir skemma frásögnina. Ofsareiði brýst út En í athugasemdkerfi DV sjá menn hins vegar ekkert sniðugt við þetta og hefur þar brotist út ofsareiði. Menn keppast um að úthúða þeim Þjóðmálamönnum: „Svo er þessi fáráður hissa á að fólk úr stjórnarflokkunum vilji ekki koma í þáttinn hjá honum !! sjálfTökuflokkurinn er viðbjóðslegur flokkur og virðist að mestu vera samansafn af rasshausum sem enginn vill vinna með,” segir einn og annar bætir við: „Illa innrættir þessir moggaaular.“ Annar segir „Þetta er botninn“. Og þannig gengur dælan: „Það verður vart verra skítlega eðlið en í þessum ofangreindum sjálfstæðisskíthælum!“ … Stefán Einar lætur hins vegar sem ekkert sé þegar hann er spurður hvort hann vilji bregðast við þessu á einhvern hátt. Hann segir það ekki hægt en bendir þó á að þarna verði að gera greinarmun: „Menn verða að gera greinarmun á uppistandi og alvarlegri umræðu. Þetta er bara brandarakvöld og skemmtidagskrá. Sumargleðin,“ segir Stefán Einar og hlær. Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Barnamálaráðherra segir af sér Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum Ásthildur Lóa Þórsdóttir, barnamálaráðherra og þingmaður Flokks fólksins hefur sagt af sér ráðherraembætti. Fyrr í kvöld var greint frá því að hún hefði átt í sambandi þegar hún var 22 ára með sextán ára pilti sem hún leiðbeindi í trúarsöfnuði. Þau eignuðust svo barn saman ári síðar. 20. mars 2025 18:43 Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Formaður Flokks fólksins segir Ásthildi Lóu Þórsdóttur einfaldlega hafa sagt af sér til að koma í veg fyrir að ráðist yrði á sig og ríkisstjórnina í fjölmiðlum. Barnabarn hennar sem glataði skóm tímabundið í Borgarholtsskóla hafi ekki sótt skólann síðan fjallað var um símtal hennar við skólastjórann. Inga spyr um ábyrgð hans. 31. mars 2025 11:56 Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Guðmundur Ingi Kristinsson nýr mennta- og barnamálaráðherra segir áskoranir í skólakerfinu aukst og samfélagið standi á tímamótum. Hann vonar að að leiðtogafundur í menntamálum hjálpi til við sameiginlegt markmið þátttakenda að gefa kennurum tólin til að hjálpa börnum að mæta áskorunum sínum. 25. mars 2025 10:47 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Sjá meira
DV greindi frá efni kvöldsins á vef sínum í gær en margir supu hveljur þegar Stefán Einar og Andrés Magnússon, fulltrúi ritstjóra á Morgunblaðinu, fóru hinum háðulegustu orðum um fulltrúa Flokks Fólksins, einkum þau Ásthildi Lóu Þórsdóttur fyrrverandi barna- og menntamálaráðherra og svo Guðmund Inga Kristinsson sem tók við embættinu: „Starfsmenn Morgunblaðsins létu vaða á súðum á bjórkvöldi – Sögðu Guðmund Inga varla læsan og líktu Ásthildi Lóu við frægan eltihrelli“ er fyrirsögnin sem DV keyrir frásögn sína undir og segir hún sína söguna. Í frétt rekur blaðamaður ítarlega það sem sagt var á kvöldinu. En þeir Andrés og Stefán Einar fóru, ásamt Gísla Frey Valdórssyni, „fyrrum aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins“ tekur penni DV fram, mikinn. Stefán Einar og Andrés í miklu stuði Að sögn DV, sem leggur nokkuð uppúr því að leiðrétta ónákvæmni í tali þeirra Andrésar og Stefáns Einars, líktu þeir Ásthildi Lóu við frægan eltihrelli sem sjá má í sjónvarpsþáttunum Baby Reindeer. Og áfram rekur blaðamaður DV það sem á gekk: „Fór það mikið í taugarnar á Andrési og Stefáni Einari að svo margir hefðu komið Guðmundi Inga og Ásthildi Lóu til varnar. Sagði Stefán Einar um það: „Hvað sagði Björg Eva Erlendsdóttir?: Ég gæti ekki hugsað mér að hafa barnamálaráðherra sem hefði ekki gert neitt svona af sér. Það er bara ég gæti ekki hugsað mér að hafa landlækni sem hefði ekki drepið mann. Hvaða rugl er þetta?“ Raunar var það kona Bjargar, Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, sem viðhafði umrædd ummæli en þó ekki með þeim hætti sem Stefán Einar hélt fram,“ segir meðal annars í umfjöllun DV. Ljóst er að ekki fóru þeir Andrés og Stefán alltaf nákvæmt með; vildu augljóslega ekki láta staðreyndir skemma frásögnina. Ofsareiði brýst út En í athugasemdkerfi DV sjá menn hins vegar ekkert sniðugt við þetta og hefur þar brotist út ofsareiði. Menn keppast um að úthúða þeim Þjóðmálamönnum: „Svo er þessi fáráður hissa á að fólk úr stjórnarflokkunum vilji ekki koma í þáttinn hjá honum !! sjálfTökuflokkurinn er viðbjóðslegur flokkur og virðist að mestu vera samansafn af rasshausum sem enginn vill vinna með,” segir einn og annar bætir við: „Illa innrættir þessir moggaaular.“ Annar segir „Þetta er botninn“. Og þannig gengur dælan: „Það verður vart verra skítlega eðlið en í þessum ofangreindum sjálfstæðisskíthælum!“ … Stefán Einar lætur hins vegar sem ekkert sé þegar hann er spurður hvort hann vilji bregðast við þessu á einhvern hátt. Hann segir það ekki hægt en bendir þó á að þarna verði að gera greinarmun: „Menn verða að gera greinarmun á uppistandi og alvarlegri umræðu. Þetta er bara brandarakvöld og skemmtidagskrá. Sumargleðin,“ segir Stefán Einar og hlær.
Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Barnamálaráðherra segir af sér Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum Ásthildur Lóa Þórsdóttir, barnamálaráðherra og þingmaður Flokks fólksins hefur sagt af sér ráðherraembætti. Fyrr í kvöld var greint frá því að hún hefði átt í sambandi þegar hún var 22 ára með sextán ára pilti sem hún leiðbeindi í trúarsöfnuði. Þau eignuðust svo barn saman ári síðar. 20. mars 2025 18:43 Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Formaður Flokks fólksins segir Ásthildi Lóu Þórsdóttur einfaldlega hafa sagt af sér til að koma í veg fyrir að ráðist yrði á sig og ríkisstjórnina í fjölmiðlum. Barnabarn hennar sem glataði skóm tímabundið í Borgarholtsskóla hafi ekki sótt skólann síðan fjallað var um símtal hennar við skólastjórann. Inga spyr um ábyrgð hans. 31. mars 2025 11:56 Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Guðmundur Ingi Kristinsson nýr mennta- og barnamálaráðherra segir áskoranir í skólakerfinu aukst og samfélagið standi á tímamótum. Hann vonar að að leiðtogafundur í menntamálum hjálpi til við sameiginlegt markmið þátttakenda að gefa kennurum tólin til að hjálpa börnum að mæta áskorunum sínum. 25. mars 2025 10:47 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Sjá meira
Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum Ásthildur Lóa Þórsdóttir, barnamálaráðherra og þingmaður Flokks fólksins hefur sagt af sér ráðherraembætti. Fyrr í kvöld var greint frá því að hún hefði átt í sambandi þegar hún var 22 ára með sextán ára pilti sem hún leiðbeindi í trúarsöfnuði. Þau eignuðust svo barn saman ári síðar. 20. mars 2025 18:43
Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Formaður Flokks fólksins segir Ásthildi Lóu Þórsdóttur einfaldlega hafa sagt af sér til að koma í veg fyrir að ráðist yrði á sig og ríkisstjórnina í fjölmiðlum. Barnabarn hennar sem glataði skóm tímabundið í Borgarholtsskóla hafi ekki sótt skólann síðan fjallað var um símtal hennar við skólastjórann. Inga spyr um ábyrgð hans. 31. mars 2025 11:56
Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Guðmundur Ingi Kristinsson nýr mennta- og barnamálaráðherra segir áskoranir í skólakerfinu aukst og samfélagið standi á tímamótum. Hann vonar að að leiðtogafundur í menntamálum hjálpi til við sameiginlegt markmið þátttakenda að gefa kennurum tólin til að hjálpa börnum að mæta áskorunum sínum. 25. mars 2025 10:47