Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. apríl 2025 10:22 Börn og eldri borgarar hlusta á tónleika á Iceland Airwaves á Grund árið 2022. Vísir/Vilhelm Meðalævilengd karla á Íslandi var 80,9 ár í fyrra og meðalævilengd kvenna 84,3 ár og jókst ævilengd beggja kynja milli ára. Ævilengd háskólamenntaðra hefur aukist mest undanfari ár. Dánartíðni stendur í stað en ungbarnadauði minnkar töluvert milli ára. Þetta kemur fram í tilkynningu Hagstofunnar um uppfærslu á mannfjöldagögnum. Meðalævilengd sýnir hve mörg ár einstaklingur á að meðaltali ólifuð við fæðingu ef miðað er við aldursbundna dánartíðni mannfjöldans. Í tilkynningunni kemur fram að frá 1990 hafi karlar bætt við sig rúmlega fimm árum í meðalævilengd og konur tæplega fjórum. Frá 2023 til 2024 jókst ævilengd karla um 0,2 ár en ævilengd kvenna um hálft ár. Þriðji minnsti ungbarnadauði á Íslandi Í fyrra létust 2.610 einstaklingar búsettir á Íslandi, þar af 1.365 karlar og 1.245 konur. Dánartíðni var 6,8 látnir á hverja 1.000 íbúa og stóð hún í stað á milli ára, samkvæmt Hagstofunni. Ungbarnadauði á Íslandi mældist 1,4 börn af hverjum þúsund lifandi fæddum sem er lækkun um 0,9 frá árinu 2023. Samanborið við meðaltal tíu undangenginna ára (2014-2023) er það lækkun um 0,6 börn. Yfir þetta sama tíu ára tímabil var ungbarnadauði á Íslandi því að meðaltali tvö börn af hverjum þúsund lifandi fæddum. Er það einn minnsti ungbarnadauði í Evrópu, ungbarnadauði hérlendis er einungis fátíðari í Andorra (1,8), Finnlandi (1,9) og Slóveníu (2,0). Ungbarnadauði var á sama tímabili ögn hærri í Eistlandi og Noregi (2,1), í Svíþjóð (2,2) og Tékklandi og Svartfjallalandi (2,5). Yfir þetta tímabil var ungbarnadauði tíðastur í Aserbaídsjan, samkvæmt Hagstodu Evrópusambandsins, þar sem 10,9 létust af hverjum þúsund lifandi fæddum. Ævilengd háskólamenntaðra eykst en grunnskólamenntaðra minnkar Ólifuð meðalævi þrjátíu ára kvenna með grunnskólamenntun var í fyrra 52,4 ár á meðan þrítugir grunnskólamenntaðir karlar máttu búast við því að lifa 48,8 ár til viðbótar, að því er fram kemur í tilkynningu Hagstofunnar. „Konur með framhaldsskólamenntun gátu vænst þess að lifa tæplega þremur árum lengur en stallsystur þeirra með grunnskólamenntun eða í 55,2 ár frá 30 ára aldri. Munurinn var aðeins meiri á meðal karla þar sem ólifuð ævi 30 ára karla með framhaldsskólamenntun var að meðaltali 52,0 ár eða rúmlega þremur árum lengri en karla með grunnskólamenntun,“ segir í tilkynningunni. Þrítugir háskólamenntaðir einstaklingar gátu hins vegar átt von á því að lifa mun lengur en fólk með minni menntun. Ólifuð meðalævi þrjátíu ára kvenna með háskólamenntun er 56,7 ár og ólifuð ævilengd þrjátíu ára karla með háskólamenntun 53,9 ár. Þau gátu því átt von á að lifa fjórum og fimm árum lengur en minna menntaðir jafnaldrar sínir. „Á tímabilinu 2011 til 2024 jókst ævilengd háskólamenntaðra mest, eða um 1,8 ár, á meðan hún jókst um 1,2 ár á meðal framhaldsskólamenntaðra en minnkaði hins vegar á meðal grunnskólamenntaðra um 0,4 ár,“ segir í tilkynningunni. Ævilengd eftir menntunarstigi einstakra ára byggist á meðaltali á viðmiðunarári að viðbættum fjórum árum þar á undan. Þannig eru útreikningar fyrir 2024 byggðir á meðaltali áranna 2020-2024. Ólifuð meðalævi sýnir hve mörg æviár einstaklingur, karl eða kona, á að meðaltali ólifuð miðað við að hann/hún sé á lífi við upphaf tiltekins aldursskeiðs. Algengt er að reikna ólifaða meðalævi við fæðingu, 1 árs aldur, 15 ára, 50 ára, 65 ára og 80 ára aldur. Ólifuð meðalævi við fæðingu er jafnframt kölluð meðalævilengd. Mannfjöldi Eldri borgarar Tengdar fréttir Meðalævilengd Íslendinga styttist Meðalævilengd karla á Íslandi var 80,7 ár árið 2023 og meðalævilengd kvenna 83,8 ár og styttist í báðum tilfellum á milli ára. Meðalævilengd sýnir hve mörg ár einstaklingur á að meðaltali ólifuð við fæðingu ef miðað er við aldursbundna dánartíðni mannfjöldans. Mikil fylgni er milli aukins menntunarstigs og lengra lífs. 25. júlí 2024 10:35 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu Hagstofunnar um uppfærslu á mannfjöldagögnum. Meðalævilengd sýnir hve mörg ár einstaklingur á að meðaltali ólifuð við fæðingu ef miðað er við aldursbundna dánartíðni mannfjöldans. Í tilkynningunni kemur fram að frá 1990 hafi karlar bætt við sig rúmlega fimm árum í meðalævilengd og konur tæplega fjórum. Frá 2023 til 2024 jókst ævilengd karla um 0,2 ár en ævilengd kvenna um hálft ár. Þriðji minnsti ungbarnadauði á Íslandi Í fyrra létust 2.610 einstaklingar búsettir á Íslandi, þar af 1.365 karlar og 1.245 konur. Dánartíðni var 6,8 látnir á hverja 1.000 íbúa og stóð hún í stað á milli ára, samkvæmt Hagstofunni. Ungbarnadauði á Íslandi mældist 1,4 börn af hverjum þúsund lifandi fæddum sem er lækkun um 0,9 frá árinu 2023. Samanborið við meðaltal tíu undangenginna ára (2014-2023) er það lækkun um 0,6 börn. Yfir þetta sama tíu ára tímabil var ungbarnadauði á Íslandi því að meðaltali tvö börn af hverjum þúsund lifandi fæddum. Er það einn minnsti ungbarnadauði í Evrópu, ungbarnadauði hérlendis er einungis fátíðari í Andorra (1,8), Finnlandi (1,9) og Slóveníu (2,0). Ungbarnadauði var á sama tímabili ögn hærri í Eistlandi og Noregi (2,1), í Svíþjóð (2,2) og Tékklandi og Svartfjallalandi (2,5). Yfir þetta tímabil var ungbarnadauði tíðastur í Aserbaídsjan, samkvæmt Hagstodu Evrópusambandsins, þar sem 10,9 létust af hverjum þúsund lifandi fæddum. Ævilengd háskólamenntaðra eykst en grunnskólamenntaðra minnkar Ólifuð meðalævi þrjátíu ára kvenna með grunnskólamenntun var í fyrra 52,4 ár á meðan þrítugir grunnskólamenntaðir karlar máttu búast við því að lifa 48,8 ár til viðbótar, að því er fram kemur í tilkynningu Hagstofunnar. „Konur með framhaldsskólamenntun gátu vænst þess að lifa tæplega þremur árum lengur en stallsystur þeirra með grunnskólamenntun eða í 55,2 ár frá 30 ára aldri. Munurinn var aðeins meiri á meðal karla þar sem ólifuð ævi 30 ára karla með framhaldsskólamenntun var að meðaltali 52,0 ár eða rúmlega þremur árum lengri en karla með grunnskólamenntun,“ segir í tilkynningunni. Þrítugir háskólamenntaðir einstaklingar gátu hins vegar átt von á því að lifa mun lengur en fólk með minni menntun. Ólifuð meðalævi þrjátíu ára kvenna með háskólamenntun er 56,7 ár og ólifuð ævilengd þrjátíu ára karla með háskólamenntun 53,9 ár. Þau gátu því átt von á að lifa fjórum og fimm árum lengur en minna menntaðir jafnaldrar sínir. „Á tímabilinu 2011 til 2024 jókst ævilengd háskólamenntaðra mest, eða um 1,8 ár, á meðan hún jókst um 1,2 ár á meðal framhaldsskólamenntaðra en minnkaði hins vegar á meðal grunnskólamenntaðra um 0,4 ár,“ segir í tilkynningunni. Ævilengd eftir menntunarstigi einstakra ára byggist á meðaltali á viðmiðunarári að viðbættum fjórum árum þar á undan. Þannig eru útreikningar fyrir 2024 byggðir á meðaltali áranna 2020-2024. Ólifuð meðalævi sýnir hve mörg æviár einstaklingur, karl eða kona, á að meðaltali ólifuð miðað við að hann/hún sé á lífi við upphaf tiltekins aldursskeiðs. Algengt er að reikna ólifaða meðalævi við fæðingu, 1 árs aldur, 15 ára, 50 ára, 65 ára og 80 ára aldur. Ólifuð meðalævi við fæðingu er jafnframt kölluð meðalævilengd.
Mannfjöldi Eldri borgarar Tengdar fréttir Meðalævilengd Íslendinga styttist Meðalævilengd karla á Íslandi var 80,7 ár árið 2023 og meðalævilengd kvenna 83,8 ár og styttist í báðum tilfellum á milli ára. Meðalævilengd sýnir hve mörg ár einstaklingur á að meðaltali ólifuð við fæðingu ef miðað er við aldursbundna dánartíðni mannfjöldans. Mikil fylgni er milli aukins menntunarstigs og lengra lífs. 25. júlí 2024 10:35 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira
Meðalævilengd Íslendinga styttist Meðalævilengd karla á Íslandi var 80,7 ár árið 2023 og meðalævilengd kvenna 83,8 ár og styttist í báðum tilfellum á milli ára. Meðalævilengd sýnir hve mörg ár einstaklingur á að meðaltali ólifuð við fæðingu ef miðað er við aldursbundna dánartíðni mannfjöldans. Mikil fylgni er milli aukins menntunarstigs og lengra lífs. 25. júlí 2024 10:35