Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. apríl 2025 12:16 Anthony Elanga fagnar eftir að flautað var til leiksloka í viðureign Nottingham Forest og Manchester United. getty/Mike Egerton Eftir sigur Nottingham Forest á Manchester United í gær, 1-0, vildi Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Rauðu djöflanna, ekki viðurkenna að það hefðu verið mistök að selja Anthony Elanga. Hann skoraði eina mark leiksins á City Ground. Sænski kantmaðurinn hefur leikið einkar vel fyrir Forest í vetur og á stóran þátt í því að liðið er í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og komið í undanúrslit bikarkeppninnar. Forest keypti Elanga frá United fyrir tveimur árum. Hann gerði gamla félaginu sínu grikk í gær þegar hann skoraði eftir mikinn sprett fram völlinn strax á 5. mínútu. Eftir leikinn var Amorim spurður að því hvort forveri hans í starfi, Erik ten Hag, hefði gert mistök með því að losa sig við Elanga. „Við tölum mikið um það sem menn sem voru hjá United eru að gera en þeir fengu tækifæri hérna,“ sagði Amorim. „Hjá Manchester United hefurðu ekki tímann. Ég fæ ekki tíma. Við verðum að laga hlutina strax. Við erum ekki að tala um leikmenn sem spiluðu ekki fyrir United. Þeir spiluðu hérna. Stundum er pressan hérna of mikil, stundum færðu ekki tímann og þú ættir að fá tíma til að þessir ungu leikmenn geti þroskast. En þú þarft traustan grunn og ef þú hefur hann ekki getum við ekki hjálpað þessum krökkum. Þeir fengu sín tækifæri og stundum er fótboltinn þannig og pressan að spila fyrir Manchester United er mikil.“ Elanga hefur skorað sex mörk og lagt upp átta í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Hann hefur alls komið að 28 mörkum á tveimur tímabilum með Forest. Elanga, sem verður 23 ára í lok mánaðarins, lék alls 55 leiki fyrir United, flesta undir stjórn Ralfs Rangnick, og skoraði fjögur mörk. Hann fékk fá tækifæri hjá Ten Hag og var svo seldur til Forest sumarið 2023. Enski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Sjá meira
Sænski kantmaðurinn hefur leikið einkar vel fyrir Forest í vetur og á stóran þátt í því að liðið er í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og komið í undanúrslit bikarkeppninnar. Forest keypti Elanga frá United fyrir tveimur árum. Hann gerði gamla félaginu sínu grikk í gær þegar hann skoraði eftir mikinn sprett fram völlinn strax á 5. mínútu. Eftir leikinn var Amorim spurður að því hvort forveri hans í starfi, Erik ten Hag, hefði gert mistök með því að losa sig við Elanga. „Við tölum mikið um það sem menn sem voru hjá United eru að gera en þeir fengu tækifæri hérna,“ sagði Amorim. „Hjá Manchester United hefurðu ekki tímann. Ég fæ ekki tíma. Við verðum að laga hlutina strax. Við erum ekki að tala um leikmenn sem spiluðu ekki fyrir United. Þeir spiluðu hérna. Stundum er pressan hérna of mikil, stundum færðu ekki tímann og þú ættir að fá tíma til að þessir ungu leikmenn geti þroskast. En þú þarft traustan grunn og ef þú hefur hann ekki getum við ekki hjálpað þessum krökkum. Þeir fengu sín tækifæri og stundum er fótboltinn þannig og pressan að spila fyrir Manchester United er mikil.“ Elanga hefur skorað sex mörk og lagt upp átta í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Hann hefur alls komið að 28 mörkum á tveimur tímabilum með Forest. Elanga, sem verður 23 ára í lok mánaðarins, lék alls 55 leiki fyrir United, flesta undir stjórn Ralfs Rangnick, og skoraði fjögur mörk. Hann fékk fá tækifæri hjá Ten Hag og var svo seldur til Forest sumarið 2023.
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Sjá meira