Á vef Veðurstofunnar segir að í dag hvessi af vestri, einkum fyrir norðan og austan. Stöku él seinnipartinn en síðan lægir í kvöld. Hiti verður á bilinu núll til átta stig yfir daginn.
„Á morgun teygir hæðarsvæði sig yfir landið með björtu veðri í flestum landshlutum, en skýjuðu og sums staðar smávætu vestanlands framan af degi. Hiti 5 til 10 stig yfir daginn, en allvíða næturfrost.
Um helgina verður hæðin væntanlega fyrir austan land og beinir til okkar mildri sunnan- og suðaustanátt. Léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi, en skýjað og lítilsháttar úrkoma öðru hverju suðvestan- og vestanlands,“ segir í tilkynningunni.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag: Suðlæg eða breytileg átt 3-10 m/s. Skýjað með köflum vestantil og sums staðar dálítil væta, en bjartviðri um landið austanvert. Hiti 0 til 7 stig, en allvíða næturfrost.
Á föstudag: Suðaustan 8-13 og skýjað við suðvestur- og vesturströndina, en hægari og bjart að mestu annars staðar. Hiti 2 til 8 stig yfir daginn.
Á laugardag, sunnudag og mánudag: Suðlæg átt, skýjað og lítilsháttar væta öðru hverju, en léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 3 til 10 stig.
Á þriðjudag: Suðaustanátt og súld eða rigning, en þurrt austantil á landinu.