Val Kilmer er látinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. apríl 2025 06:27 Val Kilmer er látinn eftir glímu við lungnabólgu en hann hafði þjáðst af alvarlegu krabbameini í hálsi í mörg ár. Getty Bandaríski leikarinn Val Kilmer, ein skærasta stjarna níunda og tíunda áratugar Hollywod, er látinn, 65 ára að aldri. Hann lést úr lungnabólgu eftir áralanga baráttu við krabbamein í hálsi. Mercedes Kilmer, dóttir leikarans, greindi New York Times frá andláti föður síns og í bréfi til AP sagði hún hann hafa látist í faðmi fjölskyldu sinnar í Los Angeles. Kilmer greindist með krabbamein í hálsi árið 2014 og gekkst undir krabbameinsmeðferð og barkaskurð sem gerði það að verkum að hann átti erfitt með að tala. Kilmer og Whalley við tökur á myndinni Kill Me Again árið 1989.Getty Kilmer fæddist á gamlársdag 1959 í Los Angeles í Kaliforníu, annar þriggja bræðra. Hann gekk í Juilliard árið 1981 og var sá yngsti frá upphafi til að fá inngöngu í leiklistardeild skólans þar sem hann lagði stund á Method-leik. Kilmer var giftur leikkonunni Joanne Whalley, sem hann kynntist við tökur á Willow, frá 1988 til 1996 og eignuðust þau tvö börn saman, Mercedes og Jack. Kilmer lék í meira en hundrað kvikmyndum og sjónvarpsþáttum á ferli sínum sem spannaði fjóra áratugi og var hann ein skærasta stjarna Hollywood á níunda og tíunda áratugnum. Vanmetin súperstjarna Fyrsta hlutverk Val Kilmer eftir lok leiklistarnámsins var í grínmyndinni Top Secret! árið 1984 og tveimur árum síðar lék hann Iceman á móti Tom Cruise í hasarmyndinni Top Gun. Þar með var stjarna fædd. Val Kilmer var vanmetinn leðurblökumaður. Næstu árin eftir það lék Kilmer í fjölda stórmynda. Hann lék töframanninn Madmartigan í fantasíuepíkinni Willow (1988), rokkstjörnuna Jim Morrison í ævisögumyndinni The Doors (1991) og drykkfellda berklaveika tannlækninn Doc Holliday í Tombstone (1993). Ferill leikarans náði án efa hápunkti árið 1995 þegar hann lék leðurblökumanninn í Batman Forever í leikstjórn Joel Schumacher og bófann Chris í bankaránsmyndinni Heat eftir Michael Mann. Eftir það tók að halla dálítið undan fæti, stórum hlutverkum leikarans fækkaði og spilaði þar inn í að hann fékk orð á sig fyrir að vera erfiður og krefjandi í samstarfi. Val Kilmer og Cher deituðu um tíma á níunda áratugnum.Getty Þrátt fyrir að hafa barist við krabbamein í nokkur ár hélt Val áfram að leika þó hlutverkin hafi verið ívið færri síðustu árin og engin síðustu tvö ár. Heimildamyndin Val sem fjallaði um ævi leikarans bak við tjöldin kom út árið 2021. Myndin var unnin upp úr 800 klukkustunda myndefni af leikaranum og fjallaði sérstaklega um uppvöxt hans, bróðurmissinn, krabbameinsbaráttuna og átta ára hjónaband Kilmer við Joanne Whalley. Síðasta verk Kilmer var síðan að loka hringnum í litlu hlutverki sem Iceman í Top Gun: Maverick árið 2023. Andlát Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Mest lesið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Már Gunnars genginn út Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira
Mercedes Kilmer, dóttir leikarans, greindi New York Times frá andláti föður síns og í bréfi til AP sagði hún hann hafa látist í faðmi fjölskyldu sinnar í Los Angeles. Kilmer greindist með krabbamein í hálsi árið 2014 og gekkst undir krabbameinsmeðferð og barkaskurð sem gerði það að verkum að hann átti erfitt með að tala. Kilmer og Whalley við tökur á myndinni Kill Me Again árið 1989.Getty Kilmer fæddist á gamlársdag 1959 í Los Angeles í Kaliforníu, annar þriggja bræðra. Hann gekk í Juilliard árið 1981 og var sá yngsti frá upphafi til að fá inngöngu í leiklistardeild skólans þar sem hann lagði stund á Method-leik. Kilmer var giftur leikkonunni Joanne Whalley, sem hann kynntist við tökur á Willow, frá 1988 til 1996 og eignuðust þau tvö börn saman, Mercedes og Jack. Kilmer lék í meira en hundrað kvikmyndum og sjónvarpsþáttum á ferli sínum sem spannaði fjóra áratugi og var hann ein skærasta stjarna Hollywood á níunda og tíunda áratugnum. Vanmetin súperstjarna Fyrsta hlutverk Val Kilmer eftir lok leiklistarnámsins var í grínmyndinni Top Secret! árið 1984 og tveimur árum síðar lék hann Iceman á móti Tom Cruise í hasarmyndinni Top Gun. Þar með var stjarna fædd. Val Kilmer var vanmetinn leðurblökumaður. Næstu árin eftir það lék Kilmer í fjölda stórmynda. Hann lék töframanninn Madmartigan í fantasíuepíkinni Willow (1988), rokkstjörnuna Jim Morrison í ævisögumyndinni The Doors (1991) og drykkfellda berklaveika tannlækninn Doc Holliday í Tombstone (1993). Ferill leikarans náði án efa hápunkti árið 1995 þegar hann lék leðurblökumanninn í Batman Forever í leikstjórn Joel Schumacher og bófann Chris í bankaránsmyndinni Heat eftir Michael Mann. Eftir það tók að halla dálítið undan fæti, stórum hlutverkum leikarans fækkaði og spilaði þar inn í að hann fékk orð á sig fyrir að vera erfiður og krefjandi í samstarfi. Val Kilmer og Cher deituðu um tíma á níunda áratugnum.Getty Þrátt fyrir að hafa barist við krabbamein í nokkur ár hélt Val áfram að leika þó hlutverkin hafi verið ívið færri síðustu árin og engin síðustu tvö ár. Heimildamyndin Val sem fjallaði um ævi leikarans bak við tjöldin kom út árið 2021. Myndin var unnin upp úr 800 klukkustunda myndefni af leikaranum og fjallaði sérstaklega um uppvöxt hans, bróðurmissinn, krabbameinsbaráttuna og átta ára hjónaband Kilmer við Joanne Whalley. Síðasta verk Kilmer var síðan að loka hringnum í litlu hlutverki sem Iceman í Top Gun: Maverick árið 2023.
Andlát Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Mest lesið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Már Gunnars genginn út Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira