Val Kilmer er látinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. apríl 2025 06:27 Val Kilmer er látinn eftir glímu við lungnabólgu en hann hafði þjáðst af alvarlegu krabbameini í hálsi í mörg ár. Getty Bandaríski leikarinn Val Kilmer, ein skærasta stjarna níunda og tíunda áratugar Hollywod, er látinn, 65 ára að aldri. Hann lést úr lungnabólgu eftir áralanga baráttu við krabbamein í hálsi. Mercedes Kilmer, dóttir leikarans, greindi New York Times frá andláti föður síns og í bréfi til AP sagði hún hann hafa látist í faðmi fjölskyldu sinnar í Los Angeles. Kilmer greindist með krabbamein í hálsi árið 2014 og gekkst undir krabbameinsmeðferð og barkaskurð sem gerði það að verkum að hann átti erfitt með að tala. Kilmer og Whalley við tökur á myndinni Kill Me Again árið 1989.Getty Kilmer fæddist á gamlársdag 1959 í Los Angeles í Kaliforníu, annar þriggja bræðra. Hann gekk í Juilliard árið 1981 og var sá yngsti frá upphafi til að fá inngöngu í leiklistardeild skólans þar sem hann lagði stund á Method-leik. Kilmer var giftur leikkonunni Joanne Whalley, sem hann kynntist við tökur á Willow, frá 1988 til 1996 og eignuðust þau tvö börn saman, Mercedes og Jack. Kilmer lék í meira en hundrað kvikmyndum og sjónvarpsþáttum á ferli sínum sem spannaði fjóra áratugi og var hann ein skærasta stjarna Hollywood á níunda og tíunda áratugnum. Vanmetin súperstjarna Fyrsta hlutverk Val Kilmer eftir lok leiklistarnámsins var í grínmyndinni Top Secret! árið 1984 og tveimur árum síðar lék hann Iceman á móti Tom Cruise í hasarmyndinni Top Gun. Þar með var stjarna fædd. Val Kilmer var vanmetinn leðurblökumaður. Næstu árin eftir það lék Kilmer í fjölda stórmynda. Hann lék töframanninn Madmartigan í fantasíuepíkinni Willow (1988), rokkstjörnuna Jim Morrison í ævisögumyndinni The Doors (1991) og drykkfellda berklaveika tannlækninn Doc Holliday í Tombstone (1993). Ferill leikarans náði án efa hápunkti árið 1995 þegar hann lék leðurblökumanninn í Batman Forever í leikstjórn Joel Schumacher og bófann Chris í bankaránsmyndinni Heat eftir Michael Mann. Eftir það tók að halla dálítið undan fæti, stórum hlutverkum leikarans fækkaði og spilaði þar inn í að hann fékk orð á sig fyrir að vera erfiður og krefjandi í samstarfi. Val Kilmer og Cher deituðu um tíma á níunda áratugnum.Getty Þrátt fyrir að hafa barist við krabbamein í nokkur ár hélt Val áfram að leika þó hlutverkin hafi verið ívið færri síðustu árin og engin síðustu tvö ár. Heimildamyndin Val sem fjallaði um ævi leikarans bak við tjöldin kom út árið 2021. Myndin var unnin upp úr 800 klukkustunda myndefni af leikaranum og fjallaði sérstaklega um uppvöxt hans, bróðurmissinn, krabbameinsbaráttuna og átta ára hjónaband Kilmer við Joanne Whalley. Síðasta verk Kilmer var síðan að loka hringnum í litlu hlutverki sem Iceman í Top Gun: Maverick árið 2023. Andlát Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Skömminni skilað Gagnrýni Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið Fleiri fréttir Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Sjá meira
Mercedes Kilmer, dóttir leikarans, greindi New York Times frá andláti föður síns og í bréfi til AP sagði hún hann hafa látist í faðmi fjölskyldu sinnar í Los Angeles. Kilmer greindist með krabbamein í hálsi árið 2014 og gekkst undir krabbameinsmeðferð og barkaskurð sem gerði það að verkum að hann átti erfitt með að tala. Kilmer og Whalley við tökur á myndinni Kill Me Again árið 1989.Getty Kilmer fæddist á gamlársdag 1959 í Los Angeles í Kaliforníu, annar þriggja bræðra. Hann gekk í Juilliard árið 1981 og var sá yngsti frá upphafi til að fá inngöngu í leiklistardeild skólans þar sem hann lagði stund á Method-leik. Kilmer var giftur leikkonunni Joanne Whalley, sem hann kynntist við tökur á Willow, frá 1988 til 1996 og eignuðust þau tvö börn saman, Mercedes og Jack. Kilmer lék í meira en hundrað kvikmyndum og sjónvarpsþáttum á ferli sínum sem spannaði fjóra áratugi og var hann ein skærasta stjarna Hollywood á níunda og tíunda áratugnum. Vanmetin súperstjarna Fyrsta hlutverk Val Kilmer eftir lok leiklistarnámsins var í grínmyndinni Top Secret! árið 1984 og tveimur árum síðar lék hann Iceman á móti Tom Cruise í hasarmyndinni Top Gun. Þar með var stjarna fædd. Val Kilmer var vanmetinn leðurblökumaður. Næstu árin eftir það lék Kilmer í fjölda stórmynda. Hann lék töframanninn Madmartigan í fantasíuepíkinni Willow (1988), rokkstjörnuna Jim Morrison í ævisögumyndinni The Doors (1991) og drykkfellda berklaveika tannlækninn Doc Holliday í Tombstone (1993). Ferill leikarans náði án efa hápunkti árið 1995 þegar hann lék leðurblökumanninn í Batman Forever í leikstjórn Joel Schumacher og bófann Chris í bankaránsmyndinni Heat eftir Michael Mann. Eftir það tók að halla dálítið undan fæti, stórum hlutverkum leikarans fækkaði og spilaði þar inn í að hann fékk orð á sig fyrir að vera erfiður og krefjandi í samstarfi. Val Kilmer og Cher deituðu um tíma á níunda áratugnum.Getty Þrátt fyrir að hafa barist við krabbamein í nokkur ár hélt Val áfram að leika þó hlutverkin hafi verið ívið færri síðustu árin og engin síðustu tvö ár. Heimildamyndin Val sem fjallaði um ævi leikarans bak við tjöldin kom út árið 2021. Myndin var unnin upp úr 800 klukkustunda myndefni af leikaranum og fjallaði sérstaklega um uppvöxt hans, bróðurmissinn, krabbameinsbaráttuna og átta ára hjónaband Kilmer við Joanne Whalley. Síðasta verk Kilmer var síðan að loka hringnum í litlu hlutverki sem Iceman í Top Gun: Maverick árið 2023.
Andlát Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Skömminni skilað Gagnrýni Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið Fleiri fréttir Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp