Innlent

Skipað í nýja Grindavíkurnefnd

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Frá Grindavík.
Frá Grindavík. Vísir/Vilhelm

Skipað hefur verið að nýju í framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ. Árni Þór Sigurðsson sendiherra gegnir áfram formennsku.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins.

Jóhanna Lilja Birgisdóttir, forstöðumaður fyrir þjónustuteymi Grindvíkinga, og Skarphéðinn Berg Steinarsson, ráðgjafi í atvinnuteymi Grindavíkurbæjar, koma ný inn í nefndina.

Hlutverk Grindavíkurnefndar er að fara með stjórn, skipulagningu og samhæfingu aðgerða, tryggja skilvirka samvinnu við sveitarstjórn og opinbera aðila, og hafa heildaryfirsýn yfir málefni Grindavíkur.

Grindavíkurnefnd fluttist undir málefnasvið forsætisráðuneytisins frá innviðaráðuneytinu 15. mars, en nefndin tók til starfa í júní 2024.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×