Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 1. apríl 2025 20:14 Magnús Tumi Guðmundsson er prófessor í jarðeðlisfræði. Vísir/Vilhelm Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir að atburðurinn í dag sé sambærilegur kvikuinnskotinu í nóvember 2023 þegar stóri kvikugangurinn myndaðist. Hann segir að gangurinn sé að troða sér í norðaustur og að gosið í dag hafi bara verið „smá leki“ frá ganginum neðanjarðar. Magnús segir líklegt að komið sé að seinnihlutanum í eldgosaröðinni við Sundhnúka. „Það er þannig að innrennslið hefur verið að minnka með hverjum mánuði. Ef sú þróun heldur áfram er mjög líklegt að það dragi að lokum í þessu öllu. Það gæti komið eitt í viðbót ef það þróast þannig, svo gæti innflæðið breyst aftur. Það er líklegra hitt, að við séum komin mjög í seinnihlutann,“ segir Magnús Tumi. Atburðir dagsins sambærilegir kvikuinnskotinu í nóvember 2023 Magnús Tumi segir að eldgos og kvikuhreyfingar dagsins séu samskonar atburður og varð í nóvember 2023, en á miklu minni mælikvarða. Í nóvember 2023 myndaðist stór kvikugangur en úr varð ekkert eldgos fyrr en mánuði seinna. Magnús segir að meira efni hafi farið inn í þennan gang í nóvember 2023 en fór upp á yfirborðið í tveimur stærstu gosunum samanlagt. „Munurinn á þessu og gosunum sem hafa komið er að megnið af kvikunni er að troða sér leið neðanjarðar en ekki koma upp á yfirborðið, og gosið sem við fengum í dag var bara smá leki,“ segir Magnús Tumi. Eldgosinu að öllum líkindum lokið „Við vitum ekki hvort þetta sé búið, því það er ennþá skjálftavirkni þarna nyrst og það gæti brotist þar til yfirborðs.“ Hann segir að kvikugangurinn sé að troða sér í norðaustur, og það valdi jarðskjálftum. Það sé þó ólíklegt að það verði stórt eldgos á nýjum stað. „Það er ekki líklegt að það verði gos þar að ráði, það hefur ekki verið þannig síðustu fimmtán þúsund árin, en það gæti alveg komið upp smávegis,“ segir hann. Magnús segir að atburður dagsins sé öðruvísi en síðustu eldgos hafa verið. „Það sem verður í framhaldinu, það er eins og kom fram, þetta gæti verið endirinn eða byrjunin á endinum nema það fari eitthvað nýtt af stað.“ „Gosinu sem við sáum er að öllum líkindum lokið. Það er ekki útilokað að það geti gosið þarna nyrst, þó það sé ekki endilega líklegt, og það verður þá lítið gos,“ segir Magnús Tumi. „Þannig að sennilega erum við að sjá seinnipartinn af þessum tiltekna atburði.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Magnús segir líklegt að komið sé að seinnihlutanum í eldgosaröðinni við Sundhnúka. „Það er þannig að innrennslið hefur verið að minnka með hverjum mánuði. Ef sú þróun heldur áfram er mjög líklegt að það dragi að lokum í þessu öllu. Það gæti komið eitt í viðbót ef það þróast þannig, svo gæti innflæðið breyst aftur. Það er líklegra hitt, að við séum komin mjög í seinnihlutann,“ segir Magnús Tumi. Atburðir dagsins sambærilegir kvikuinnskotinu í nóvember 2023 Magnús Tumi segir að eldgos og kvikuhreyfingar dagsins séu samskonar atburður og varð í nóvember 2023, en á miklu minni mælikvarða. Í nóvember 2023 myndaðist stór kvikugangur en úr varð ekkert eldgos fyrr en mánuði seinna. Magnús segir að meira efni hafi farið inn í þennan gang í nóvember 2023 en fór upp á yfirborðið í tveimur stærstu gosunum samanlagt. „Munurinn á þessu og gosunum sem hafa komið er að megnið af kvikunni er að troða sér leið neðanjarðar en ekki koma upp á yfirborðið, og gosið sem við fengum í dag var bara smá leki,“ segir Magnús Tumi. Eldgosinu að öllum líkindum lokið „Við vitum ekki hvort þetta sé búið, því það er ennþá skjálftavirkni þarna nyrst og það gæti brotist þar til yfirborðs.“ Hann segir að kvikugangurinn sé að troða sér í norðaustur, og það valdi jarðskjálftum. Það sé þó ólíklegt að það verði stórt eldgos á nýjum stað. „Það er ekki líklegt að það verði gos þar að ráði, það hefur ekki verið þannig síðustu fimmtán þúsund árin, en það gæti alveg komið upp smávegis,“ segir hann. Magnús segir að atburður dagsins sé öðruvísi en síðustu eldgos hafa verið. „Það sem verður í framhaldinu, það er eins og kom fram, þetta gæti verið endirinn eða byrjunin á endinum nema það fari eitthvað nýtt af stað.“ „Gosinu sem við sáum er að öllum líkindum lokið. Það er ekki útilokað að það geti gosið þarna nyrst, þó það sé ekki endilega líklegt, og það verður þá lítið gos,“ segir Magnús Tumi. „Þannig að sennilega erum við að sjá seinnipartinn af þessum tiltekna atburði.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira