Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 1. apríl 2025 20:14 Magnús Tumi Guðmundsson er prófessor í jarðeðlisfræði. Vísir/Vilhelm Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir að atburðurinn í dag sé sambærilegur kvikuinnskotinu í nóvember 2023 þegar stóri kvikugangurinn myndaðist. Hann segir að gangurinn sé að troða sér í norðaustur og að gosið í dag hafi bara verið „smá leki“ frá ganginum neðanjarðar. Magnús segir líklegt að komið sé að seinnihlutanum í eldgosaröðinni við Sundhnúka. „Það er þannig að innrennslið hefur verið að minnka með hverjum mánuði. Ef sú þróun heldur áfram er mjög líklegt að það dragi að lokum í þessu öllu. Það gæti komið eitt í viðbót ef það þróast þannig, svo gæti innflæðið breyst aftur. Það er líklegra hitt, að við séum komin mjög í seinnihlutann,“ segir Magnús Tumi. Atburðir dagsins sambærilegir kvikuinnskotinu í nóvember 2023 Magnús Tumi segir að eldgos og kvikuhreyfingar dagsins séu samskonar atburður og varð í nóvember 2023, en á miklu minni mælikvarða. Í nóvember 2023 myndaðist stór kvikugangur en úr varð ekkert eldgos fyrr en mánuði seinna. Magnús segir að meira efni hafi farið inn í þennan gang í nóvember 2023 en fór upp á yfirborðið í tveimur stærstu gosunum samanlagt. „Munurinn á þessu og gosunum sem hafa komið er að megnið af kvikunni er að troða sér leið neðanjarðar en ekki koma upp á yfirborðið, og gosið sem við fengum í dag var bara smá leki,“ segir Magnús Tumi. Eldgosinu að öllum líkindum lokið „Við vitum ekki hvort þetta sé búið, því það er ennþá skjálftavirkni þarna nyrst og það gæti brotist þar til yfirborðs.“ Hann segir að kvikugangurinn sé að troða sér í norðaustur, og það valdi jarðskjálftum. Það sé þó ólíklegt að það verði stórt eldgos á nýjum stað. „Það er ekki líklegt að það verði gos þar að ráði, það hefur ekki verið þannig síðustu fimmtán þúsund árin, en það gæti alveg komið upp smávegis,“ segir hann. Magnús segir að atburður dagsins sé öðruvísi en síðustu eldgos hafa verið. „Það sem verður í framhaldinu, það er eins og kom fram, þetta gæti verið endirinn eða byrjunin á endinum nema það fari eitthvað nýtt af stað.“ „Gosinu sem við sáum er að öllum líkindum lokið. Það er ekki útilokað að það geti gosið þarna nyrst, þó það sé ekki endilega líklegt, og það verður þá lítið gos,“ segir Magnús Tumi. „Þannig að sennilega erum við að sjá seinnipartinn af þessum tiltekna atburði.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Magnús segir líklegt að komið sé að seinnihlutanum í eldgosaröðinni við Sundhnúka. „Það er þannig að innrennslið hefur verið að minnka með hverjum mánuði. Ef sú þróun heldur áfram er mjög líklegt að það dragi að lokum í þessu öllu. Það gæti komið eitt í viðbót ef það þróast þannig, svo gæti innflæðið breyst aftur. Það er líklegra hitt, að við séum komin mjög í seinnihlutann,“ segir Magnús Tumi. Atburðir dagsins sambærilegir kvikuinnskotinu í nóvember 2023 Magnús Tumi segir að eldgos og kvikuhreyfingar dagsins séu samskonar atburður og varð í nóvember 2023, en á miklu minni mælikvarða. Í nóvember 2023 myndaðist stór kvikugangur en úr varð ekkert eldgos fyrr en mánuði seinna. Magnús segir að meira efni hafi farið inn í þennan gang í nóvember 2023 en fór upp á yfirborðið í tveimur stærstu gosunum samanlagt. „Munurinn á þessu og gosunum sem hafa komið er að megnið af kvikunni er að troða sér leið neðanjarðar en ekki koma upp á yfirborðið, og gosið sem við fengum í dag var bara smá leki,“ segir Magnús Tumi. Eldgosinu að öllum líkindum lokið „Við vitum ekki hvort þetta sé búið, því það er ennþá skjálftavirkni þarna nyrst og það gæti brotist þar til yfirborðs.“ Hann segir að kvikugangurinn sé að troða sér í norðaustur, og það valdi jarðskjálftum. Það sé þó ólíklegt að það verði stórt eldgos á nýjum stað. „Það er ekki líklegt að það verði gos þar að ráði, það hefur ekki verið þannig síðustu fimmtán þúsund árin, en það gæti alveg komið upp smávegis,“ segir hann. Magnús segir að atburður dagsins sé öðruvísi en síðustu eldgos hafa verið. „Það sem verður í framhaldinu, það er eins og kom fram, þetta gæti verið endirinn eða byrjunin á endinum nema það fari eitthvað nýtt af stað.“ „Gosinu sem við sáum er að öllum líkindum lokið. Það er ekki útilokað að það geti gosið þarna nyrst, þó það sé ekki endilega líklegt, og það verður þá lítið gos,“ segir Magnús Tumi. „Þannig að sennilega erum við að sjá seinnipartinn af þessum tiltekna atburði.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira