Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar 1. apríl 2025 15:30 Það þarf ekki að vefjast fyrir neinum að Ísrael er sekt um stríðsglæpi og þjóðarmorð á Gaza. Það er ekki tæknileg spurning hvort svo sé, því sennilega er ekkert þjóðarmorð í sögunni stutt jafn miklum og margvíslegum gögnum: miskunnarlausar árásir á óbreytta borgara á Gaza, varpað á þá sprengjum og þeir sveltir og myrtir af leyniskyttum. Árásir á sjúkrahús og sjúkraflutningabíla, morð á blaðamönnum, læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki, aftökur án dóms og laga. Alger eyðilegging samfélagsins með árásum á háskóla, bókasöfn, moskur og kirkjur, söfn, vatnsveitur og íþróttamannvirki. Innviðir sem snúa að dreifingu vatns og rafmagns hafa verið eyðilagðir, og fráveitukerfin sprengd í tætlur. Þá stundar Ísraelsher ólögmætar handtökur óbreyttra borgara, pyntingar og morð. Fréttirnar sem daglega berast frá Gaza eru skelfilegar, og nú er svo komið að staðfest er að yfir 50 þúsund manns hafi verið drepin, og þar af yfir 17 þúsund börn. Þá eru ótalin þau fórnarlömb sem enn eru grafin í rústum húsa, svo fjöldi drepinna getur verið helmingi hærri. Þá eru tugir þúsunda særð og limlest. Ísrael kemur í veg fyrir að mannúðaraðstoð berist, svo fjöldi manns deyr á hverjum degi af sárum sínum, og börn og gamalmenni deyja úr hungri, og skorti á næringu og lyfjum. Heilu stórfjölskyldurnar hafa verið drepnar, og fjöldi barna og unglinga glímir við alvarlega áfallastreyturöskun sem mun marka þau fyrir lífstíð. Stór hluti Gaza minnir í dag helst á Hiroshima eftir kjarnorkusprengjuna í ágúst 1945, og yfir tvær milljónir íbúa eru á vergangi og flótta. Hörmungarnar sem grimmd og miskunnarleysi Ísraelsmanna hafa orsakað eru ólýsanlegar. Alþjóðadómstóllinn skipaði fyrir ári síðan, 28. mars 2024, að Ísrael eigi að láta af árásum á óbreytta borgara og tryggja aðflutning vista og nauðsynja til að koma í veg fyrir hungursneyð og frekari þjáningar. Ísrael hefur látið þetta sem vind um eyru þjóta og hert árásir sínar, ítrekað komið í veg fyrir vopnahlé og brotið alla vopnahlésskilmála. Alþjóðastofnanir eins og Sameinuðu þjóðirnar, Amnesty International, Rauði krossinn og Mannréttindavaktin hafa fordæmt framferði Ísraels og krafist þess að Ísrael láti af hernaði sínum gegn óbreyttum borgurum. Alþjóða glæpadómstóllinn (International Criminal Court) gaf 2024 út handtökutilskipun á forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, fyrir stríðsglæpi. Netanyahu hefur nýlega lýst yfir að hann stefni að brottrekstri Palestínumanna frá Gaza og yfirráðum Ísraels yfir svæðinu. Þetta er skýlaust brot á alþjóðalögum. Ísland er smáríki, og á allt undir því að alþjóðalög og sáttmálar séu virt – lög og sáttmálar sem Ísrael þverbrýtur og virðir einskis. Hvað getum við gert til að þrýsta á Ísrael um að stöðva þjóðarmorðið? Við getum gert ýmislegt. Við getum gerst aðili að kæru Suður Afríku gegn Ísrael sem Alþjóðadómstóllinn hefur til meðferðar – og fylgt þar fordæmi Íra. Við getum slitið stjórnmálasambandi við Ísrael, á þeim forsendum að við viljum ekki vera í sambandi við ríki sem stundar þjóðarmorð. Við getum krafist þess að Ísrael verði útilokað frá þátttöku í alþjóðlegum íþrótta- og menningarviðburðum eins og Heimsmeistarakeppni í knattspyrnu, Ólympíuleikum og Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Við getum stöðvað alla verslun og viðskipti við Ísrael, og meinað ferðamönnum frá Ísrael komu til landsins ef þeir hafa gegnt herþjónustu eða tekið á annan hátt þátt í þjóðarmorðinu. Jafnframt þessu þurfum við líka að stórauka mannúðaraðstoð til íbúa Gaza. Ísrael á öfluga bakhjarla sem sjálfsagt munu taka því illa ef Ísland tekur afgerandi skref eins og lýst er hér að framan. Það kostar hugrekki að standa fyrir mannúð í heimi sem virðist vera að ganga af göflunum. Í sögu Astrid Lindgren, Bróðir minn Ljónshjarta, segir stóri bróðir (Jónatan) við litla bróðir sinn (Kalla) að stundum þurfi maður að gera hluti sem maður varla þorir, því annars sé maður ekki manneskja heldur bara lítið skítseyði. Verum hugrökk og sýnum mannúð í verki - að við ætlum ekki að horfa þegjandi á þjóðarmorðið á Gaza heldur gera allt sem hægt er til að stöðva það! Það dugar ekki lengur að bara fordæma athafnir Ísraels og stjórnar Netanyahu í orði - það þarf að grípa til aðgerða sem bíta, og sýna að við viljum ekki vera samsek um þjóðarmorð með þögn og meðvirkni. Það er núna sem stjórnmálamenn á Íslandi geta stigið fram og sýnt að þeir séu manneskjur með mannúð að leiðarljósi! Höfundur er prófessor emiritus í jarðfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Sjá meira
Það þarf ekki að vefjast fyrir neinum að Ísrael er sekt um stríðsglæpi og þjóðarmorð á Gaza. Það er ekki tæknileg spurning hvort svo sé, því sennilega er ekkert þjóðarmorð í sögunni stutt jafn miklum og margvíslegum gögnum: miskunnarlausar árásir á óbreytta borgara á Gaza, varpað á þá sprengjum og þeir sveltir og myrtir af leyniskyttum. Árásir á sjúkrahús og sjúkraflutningabíla, morð á blaðamönnum, læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki, aftökur án dóms og laga. Alger eyðilegging samfélagsins með árásum á háskóla, bókasöfn, moskur og kirkjur, söfn, vatnsveitur og íþróttamannvirki. Innviðir sem snúa að dreifingu vatns og rafmagns hafa verið eyðilagðir, og fráveitukerfin sprengd í tætlur. Þá stundar Ísraelsher ólögmætar handtökur óbreyttra borgara, pyntingar og morð. Fréttirnar sem daglega berast frá Gaza eru skelfilegar, og nú er svo komið að staðfest er að yfir 50 þúsund manns hafi verið drepin, og þar af yfir 17 þúsund börn. Þá eru ótalin þau fórnarlömb sem enn eru grafin í rústum húsa, svo fjöldi drepinna getur verið helmingi hærri. Þá eru tugir þúsunda særð og limlest. Ísrael kemur í veg fyrir að mannúðaraðstoð berist, svo fjöldi manns deyr á hverjum degi af sárum sínum, og börn og gamalmenni deyja úr hungri, og skorti á næringu og lyfjum. Heilu stórfjölskyldurnar hafa verið drepnar, og fjöldi barna og unglinga glímir við alvarlega áfallastreyturöskun sem mun marka þau fyrir lífstíð. Stór hluti Gaza minnir í dag helst á Hiroshima eftir kjarnorkusprengjuna í ágúst 1945, og yfir tvær milljónir íbúa eru á vergangi og flótta. Hörmungarnar sem grimmd og miskunnarleysi Ísraelsmanna hafa orsakað eru ólýsanlegar. Alþjóðadómstóllinn skipaði fyrir ári síðan, 28. mars 2024, að Ísrael eigi að láta af árásum á óbreytta borgara og tryggja aðflutning vista og nauðsynja til að koma í veg fyrir hungursneyð og frekari þjáningar. Ísrael hefur látið þetta sem vind um eyru þjóta og hert árásir sínar, ítrekað komið í veg fyrir vopnahlé og brotið alla vopnahlésskilmála. Alþjóðastofnanir eins og Sameinuðu þjóðirnar, Amnesty International, Rauði krossinn og Mannréttindavaktin hafa fordæmt framferði Ísraels og krafist þess að Ísrael láti af hernaði sínum gegn óbreyttum borgurum. Alþjóða glæpadómstóllinn (International Criminal Court) gaf 2024 út handtökutilskipun á forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, fyrir stríðsglæpi. Netanyahu hefur nýlega lýst yfir að hann stefni að brottrekstri Palestínumanna frá Gaza og yfirráðum Ísraels yfir svæðinu. Þetta er skýlaust brot á alþjóðalögum. Ísland er smáríki, og á allt undir því að alþjóðalög og sáttmálar séu virt – lög og sáttmálar sem Ísrael þverbrýtur og virðir einskis. Hvað getum við gert til að þrýsta á Ísrael um að stöðva þjóðarmorðið? Við getum gert ýmislegt. Við getum gerst aðili að kæru Suður Afríku gegn Ísrael sem Alþjóðadómstóllinn hefur til meðferðar – og fylgt þar fordæmi Íra. Við getum slitið stjórnmálasambandi við Ísrael, á þeim forsendum að við viljum ekki vera í sambandi við ríki sem stundar þjóðarmorð. Við getum krafist þess að Ísrael verði útilokað frá þátttöku í alþjóðlegum íþrótta- og menningarviðburðum eins og Heimsmeistarakeppni í knattspyrnu, Ólympíuleikum og Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Við getum stöðvað alla verslun og viðskipti við Ísrael, og meinað ferðamönnum frá Ísrael komu til landsins ef þeir hafa gegnt herþjónustu eða tekið á annan hátt þátt í þjóðarmorðinu. Jafnframt þessu þurfum við líka að stórauka mannúðaraðstoð til íbúa Gaza. Ísrael á öfluga bakhjarla sem sjálfsagt munu taka því illa ef Ísland tekur afgerandi skref eins og lýst er hér að framan. Það kostar hugrekki að standa fyrir mannúð í heimi sem virðist vera að ganga af göflunum. Í sögu Astrid Lindgren, Bróðir minn Ljónshjarta, segir stóri bróðir (Jónatan) við litla bróðir sinn (Kalla) að stundum þurfi maður að gera hluti sem maður varla þorir, því annars sé maður ekki manneskja heldur bara lítið skítseyði. Verum hugrökk og sýnum mannúð í verki - að við ætlum ekki að horfa þegjandi á þjóðarmorðið á Gaza heldur gera allt sem hægt er til að stöðva það! Það dugar ekki lengur að bara fordæma athafnir Ísraels og stjórnar Netanyahu í orði - það þarf að grípa til aðgerða sem bíta, og sýna að við viljum ekki vera samsek um þjóðarmorð með þögn og meðvirkni. Það er núna sem stjórnmálamenn á Íslandi geta stigið fram og sýnt að þeir séu manneskjur með mannúð að leiðarljósi! Höfundur er prófessor emiritus í jarðfræði.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun