Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Árni Sæberg skrifar 1. apríl 2025 14:54 Kristólína og Guðmundur segjast vilja vera látin í friði. Vísir/Sigurjón Hjón sem búa í Grindavík tóku fréttum af yfirvofandi eldgosi af mesta jafnaðargeði í morgun. Þau klæddu sig, borðuðu morgunmat og gáfu dýrunum að borða. Þau telja enga hættu á ferð heima hjá sér og neituðu að rýma bæinn í morgun þegar viðbragðsaðilar gáfu skipanir um slíkt. Tómas Arnar Þorláksson, fréttamaður okkar sem er staðsettur í Grindavík, náði tali af þeim Guðmundi Sigurðssyni og Kristólínu Þorláksdóttur, sem neituðu að yfirgefa bæinn þegar björgunarsveitir rýmdu þar í morgun. Þau búa í suðvesturhluta Grindavíkur og segja enga hættu á að eldgos hafi áhrif á heimili þeirra og vilja vera látin í friði þegar gýs. Nú eru þau þó heima hjá dóttur sinni utan Grindavíkur. Hafa meiri áhyggjur af sjónum en eldfjallinu Guðmundur og Kristólína segjast hafa talsvert meiri áhyggjur af sjávarflóðum en eldgosum þar sem þau búa. Til að mynda hafa sjávarstaðan verið skelfileg í gær og í fyrradag. Þá segist Kristólína öllu vön hvað sprungur varðar. „Ég er fædd og uppalin þarna og þekki þetta allt saman. Þarna hafa alla tíð verið sprungur og þarna hefur alltaf pompað niður á túnin hjá okkur. Við vissum alltaf af þessu, við pössuðum okkur og ég held að Grindvíkingar viti nákvæmlega hvað þeir eru að gera.“ „Við viljum bara vera heima“ Hjónin segja mikil læti hafa verið síðast þegar bærinn var rýmdur, þá hafi lögregla rekið þau að heiman en í dag hafi slökkviliðsmaður mætt. „Við sögðum náttúrulega eins og var, við færum bara strax og við værum búin að okkar verkum og fórum hingað til dóttur okkar en við viljum bara vera heima. Það er best að vera þar.“ Ætlar að verja ævikvöldinu í Grindavík Hjónin segja engan „í þeirra liði“ vera hræddan við að dveljast heima hjá þeim, ekki einu sinni barnabörnin. Þannig að þið eru ekkert á leiðinni neitt í bráð? „Ekki nema það komi flóð,“ segir Guðmundur. „Ég ætla að eyða mínum síðustu ævidögum í Grindavík,“ segir Kristólína. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruváreftirlits Veðurstofu Íslands, segir eldgosið sem hófst í morgun hafa komið upp á ákaflega óheppilegum stað. Aftur á móti sé heppilegt að kvikan hafi dreift sér um langa sprungu og því sé gosið rólegt. 1. apríl 2025 12:41 Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Neyðarstig vegna eldgoss sem hófst á Sundhnúkagígaröðinni um klukkan tuttugu mínútur í tíu í morgun. Gossprungan virðist nú hægt og rólega vera að stækka bæði til norðurs og suðurs og sprungan teygir sig jafnt og þétt nær Grindavíkurbæ. „Það er staðan. Hún virðist vera að stækka smátt og smátt í báðar áttir og það er bara núverandi staða,“ segir Runólfur Þórhallsson sviðsstjóri hjá almannavörnum. 1. apríl 2025 11:11 Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Eldgos hófst rétt norðan við Grindavík um klukkan 9:44 eftir að kvikuhlaup hófst á sjöunda tímanum í morgun. Sprungan hefur teygt sig suður fyrir varnargarð norðan við Grindavík. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan og reglulega í beinni útsendingu frá vettvangi. 1. apríl 2025 07:03 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Tómas Arnar Þorláksson, fréttamaður okkar sem er staðsettur í Grindavík, náði tali af þeim Guðmundi Sigurðssyni og Kristólínu Þorláksdóttur, sem neituðu að yfirgefa bæinn þegar björgunarsveitir rýmdu þar í morgun. Þau búa í suðvesturhluta Grindavíkur og segja enga hættu á að eldgos hafi áhrif á heimili þeirra og vilja vera látin í friði þegar gýs. Nú eru þau þó heima hjá dóttur sinni utan Grindavíkur. Hafa meiri áhyggjur af sjónum en eldfjallinu Guðmundur og Kristólína segjast hafa talsvert meiri áhyggjur af sjávarflóðum en eldgosum þar sem þau búa. Til að mynda hafa sjávarstaðan verið skelfileg í gær og í fyrradag. Þá segist Kristólína öllu vön hvað sprungur varðar. „Ég er fædd og uppalin þarna og þekki þetta allt saman. Þarna hafa alla tíð verið sprungur og þarna hefur alltaf pompað niður á túnin hjá okkur. Við vissum alltaf af þessu, við pössuðum okkur og ég held að Grindvíkingar viti nákvæmlega hvað þeir eru að gera.“ „Við viljum bara vera heima“ Hjónin segja mikil læti hafa verið síðast þegar bærinn var rýmdur, þá hafi lögregla rekið þau að heiman en í dag hafi slökkviliðsmaður mætt. „Við sögðum náttúrulega eins og var, við færum bara strax og við værum búin að okkar verkum og fórum hingað til dóttur okkar en við viljum bara vera heima. Það er best að vera þar.“ Ætlar að verja ævikvöldinu í Grindavík Hjónin segja engan „í þeirra liði“ vera hræddan við að dveljast heima hjá þeim, ekki einu sinni barnabörnin. Þannig að þið eru ekkert á leiðinni neitt í bráð? „Ekki nema það komi flóð,“ segir Guðmundur. „Ég ætla að eyða mínum síðustu ævidögum í Grindavík,“ segir Kristólína.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruváreftirlits Veðurstofu Íslands, segir eldgosið sem hófst í morgun hafa komið upp á ákaflega óheppilegum stað. Aftur á móti sé heppilegt að kvikan hafi dreift sér um langa sprungu og því sé gosið rólegt. 1. apríl 2025 12:41 Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Neyðarstig vegna eldgoss sem hófst á Sundhnúkagígaröðinni um klukkan tuttugu mínútur í tíu í morgun. Gossprungan virðist nú hægt og rólega vera að stækka bæði til norðurs og suðurs og sprungan teygir sig jafnt og þétt nær Grindavíkurbæ. „Það er staðan. Hún virðist vera að stækka smátt og smátt í báðar áttir og það er bara núverandi staða,“ segir Runólfur Þórhallsson sviðsstjóri hjá almannavörnum. 1. apríl 2025 11:11 Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Eldgos hófst rétt norðan við Grindavík um klukkan 9:44 eftir að kvikuhlaup hófst á sjöunda tímanum í morgun. Sprungan hefur teygt sig suður fyrir varnargarð norðan við Grindavík. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan og reglulega í beinni útsendingu frá vettvangi. 1. apríl 2025 07:03 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
„Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruváreftirlits Veðurstofu Íslands, segir eldgosið sem hófst í morgun hafa komið upp á ákaflega óheppilegum stað. Aftur á móti sé heppilegt að kvikan hafi dreift sér um langa sprungu og því sé gosið rólegt. 1. apríl 2025 12:41
Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Neyðarstig vegna eldgoss sem hófst á Sundhnúkagígaröðinni um klukkan tuttugu mínútur í tíu í morgun. Gossprungan virðist nú hægt og rólega vera að stækka bæði til norðurs og suðurs og sprungan teygir sig jafnt og þétt nær Grindavíkurbæ. „Það er staðan. Hún virðist vera að stækka smátt og smátt í báðar áttir og það er bara núverandi staða,“ segir Runólfur Þórhallsson sviðsstjóri hjá almannavörnum. 1. apríl 2025 11:11
Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Eldgos hófst rétt norðan við Grindavík um klukkan 9:44 eftir að kvikuhlaup hófst á sjöunda tímanum í morgun. Sprungan hefur teygt sig suður fyrir varnargarð norðan við Grindavík. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan og reglulega í beinni útsendingu frá vettvangi. 1. apríl 2025 07:03