„Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Árni Sæberg skrifar 1. apríl 2025 12:41 Kristín Jónsdóttir er hópstjóri náttúruvárhóps Veðurstofu Íslands. Vísir/Einar Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruváreftirlits Veðurstofu Íslands, segir eldgosið sem hófst í morgun hafa komið upp á ákaflega óheppilegum stað. Aftur á móti sé heppilegt að kvikan hafi dreift sér um langa sprungu og því sé gosið rólegt. Kristín ræddi stöðu mála í aukafréttatíma í hádeginu á Stöð 2. Hún segir að fyrirvari gossins hafi verið talsverður og beðið hafi verið eftir því lengi. „Við höfum séð rúmmálið í Svartsengi fara upp fyrir þennan þröskuld þannig að það hefur allt verið orðið frekar stíflað. Það var kominn mikill þrýstingur í kerfið og á sama tíma sáum við að það var mjög hæg þennsla. Það var eins og það væri verið að blása mjög hægt í blöðru og hún sprakk í morgun, getum við sagt.“ Kvikuhlaupið hafi hafist um klukkan 6:30 í morgun og rúmum þremur klukkutímum síðar hafi eldgosið hafist. Veðurstofan hafi séð í hvað stefndi með miklum fyrirvara, enda hafi það sést á öllum mælum. Jarðskjálftamælar, þrýstingsmælar í borholum, ljósleiðari í Grindavík og GPS-mælar hafi allir sýnt merki um yfirvofandi kvikuhlaup. Ekki óskastaða „Það var mikil kvika sem safnast fyrir og til marks um það að þá sáum við hvernig skjálftavirknin í rauninni færðist frá þessum stað, þar sem kvikuhlaupin hefjast yfirleitt, við Sundhnúk sjálfan, til suðurs og norðurs. Allur þessi kvikugangur sem myndaðist 10. nóvember, hann virkjaðist í morgun. Það er líklega til marks um það að kvika hefur streymt eftir alveg tólf kílómetra langri sprungu,“ segir Kristín. Vegna þessa sé gosið ekki sérlega kraftmikið og það séu góðu fréttirnar, að kvikan hafi dreifst um alla sprunguna. Sprungan teygir enn úr sér.Vísir/RAX „En vondu fréttirnar eru þær að þessi staður er ákaflega óheppilegur og þessi sprunga var í upphafi 300 metrar, svo 500 metrar, 700 metrar. Hún potar sér í gegnum varnargarðinn klukkan 10 í morgun og það eru auðvitað mjög slæmar fréttir. Svo opnast þarna líklega gjávella eða framhald sprungunnar, það getur verið smá erfitt að greina þetta. Það vellur sem sagt upp úr á öðrum stað innan varnargarðanna. Þetta er auðvitað ekki óskastaða.“ Ómögulegt að segja til um framhaldið Loks segir Kristín erfitt að segja til um það hvort eða hvenær hraunið nær inn í Grindavíkurbæ. Upphaflega hraunrennslismælingar hafi bent til þess að hraunið rynni fram um 250 metra á hálftíma en svo hafi dregið úr því. „Ég held að það sé ákaflega erfitt að segja akkúrat í þessum töluðu orðum hvernig nákvæmlega framvindan verður.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Íbúi í Grindavík ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni þegar bærinn var rýmdur vegna yfirvofandi eldgoss í morgun. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að maður hafi verið handtekinn fyrir að hafa „hagað sér óæskilega“. 1. apríl 2025 11:41 Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Slökkviliðsstjórinn í Grindavík segir að eldgosið sem hófst í morgun ógni bænum en að öllum brögðum verði beitt til þess að stýra hraunrennsli og lágmarka tjón ef það nær þangað. Gosið sé enn í upphafsfasa sínum og óljóst sé hvernig það þróast. 1. apríl 2025 12:25 Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Eldgos hófst rétt norðan við Grindavík um klukkan 9:44 eftir að kvikuhlaup hófst á sjöunda tímanum í morgun. Sprungan hefur teygt sig suður fyrir varnargarð norðan við Grindavík. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan og reglulega í beinni útsendingu frá vettvangi. 1. apríl 2025 07:03 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Kristín ræddi stöðu mála í aukafréttatíma í hádeginu á Stöð 2. Hún segir að fyrirvari gossins hafi verið talsverður og beðið hafi verið eftir því lengi. „Við höfum séð rúmmálið í Svartsengi fara upp fyrir þennan þröskuld þannig að það hefur allt verið orðið frekar stíflað. Það var kominn mikill þrýstingur í kerfið og á sama tíma sáum við að það var mjög hæg þennsla. Það var eins og það væri verið að blása mjög hægt í blöðru og hún sprakk í morgun, getum við sagt.“ Kvikuhlaupið hafi hafist um klukkan 6:30 í morgun og rúmum þremur klukkutímum síðar hafi eldgosið hafist. Veðurstofan hafi séð í hvað stefndi með miklum fyrirvara, enda hafi það sést á öllum mælum. Jarðskjálftamælar, þrýstingsmælar í borholum, ljósleiðari í Grindavík og GPS-mælar hafi allir sýnt merki um yfirvofandi kvikuhlaup. Ekki óskastaða „Það var mikil kvika sem safnast fyrir og til marks um það að þá sáum við hvernig skjálftavirknin í rauninni færðist frá þessum stað, þar sem kvikuhlaupin hefjast yfirleitt, við Sundhnúk sjálfan, til suðurs og norðurs. Allur þessi kvikugangur sem myndaðist 10. nóvember, hann virkjaðist í morgun. Það er líklega til marks um það að kvika hefur streymt eftir alveg tólf kílómetra langri sprungu,“ segir Kristín. Vegna þessa sé gosið ekki sérlega kraftmikið og það séu góðu fréttirnar, að kvikan hafi dreifst um alla sprunguna. Sprungan teygir enn úr sér.Vísir/RAX „En vondu fréttirnar eru þær að þessi staður er ákaflega óheppilegur og þessi sprunga var í upphafi 300 metrar, svo 500 metrar, 700 metrar. Hún potar sér í gegnum varnargarðinn klukkan 10 í morgun og það eru auðvitað mjög slæmar fréttir. Svo opnast þarna líklega gjávella eða framhald sprungunnar, það getur verið smá erfitt að greina þetta. Það vellur sem sagt upp úr á öðrum stað innan varnargarðanna. Þetta er auðvitað ekki óskastaða.“ Ómögulegt að segja til um framhaldið Loks segir Kristín erfitt að segja til um það hvort eða hvenær hraunið nær inn í Grindavíkurbæ. Upphaflega hraunrennslismælingar hafi bent til þess að hraunið rynni fram um 250 metra á hálftíma en svo hafi dregið úr því. „Ég held að það sé ákaflega erfitt að segja akkúrat í þessum töluðu orðum hvernig nákvæmlega framvindan verður.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Íbúi í Grindavík ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni þegar bærinn var rýmdur vegna yfirvofandi eldgoss í morgun. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að maður hafi verið handtekinn fyrir að hafa „hagað sér óæskilega“. 1. apríl 2025 11:41 Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Slökkviliðsstjórinn í Grindavík segir að eldgosið sem hófst í morgun ógni bænum en að öllum brögðum verði beitt til þess að stýra hraunrennsli og lágmarka tjón ef það nær þangað. Gosið sé enn í upphafsfasa sínum og óljóst sé hvernig það þróast. 1. apríl 2025 12:25 Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Eldgos hófst rétt norðan við Grindavík um klukkan 9:44 eftir að kvikuhlaup hófst á sjöunda tímanum í morgun. Sprungan hefur teygt sig suður fyrir varnargarð norðan við Grindavík. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan og reglulega í beinni útsendingu frá vettvangi. 1. apríl 2025 07:03 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Íbúi í Grindavík ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni þegar bærinn var rýmdur vegna yfirvofandi eldgoss í morgun. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að maður hafi verið handtekinn fyrir að hafa „hagað sér óæskilega“. 1. apríl 2025 11:41
Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Slökkviliðsstjórinn í Grindavík segir að eldgosið sem hófst í morgun ógni bænum en að öllum brögðum verði beitt til þess að stýra hraunrennsli og lágmarka tjón ef það nær þangað. Gosið sé enn í upphafsfasa sínum og óljóst sé hvernig það þróast. 1. apríl 2025 12:25
Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Eldgos hófst rétt norðan við Grindavík um klukkan 9:44 eftir að kvikuhlaup hófst á sjöunda tímanum í morgun. Sprungan hefur teygt sig suður fyrir varnargarð norðan við Grindavík. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan og reglulega í beinni útsendingu frá vettvangi. 1. apríl 2025 07:03