„Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 1. apríl 2025 11:40 Gossprungan hefur jafnt og þétt haldið áfram að lengjast og hefur síðan þessi mynd var tekin í morgun teygt sig inn fyrir varnargarðana og nær Grindavík. Vísir/RAX Gregory Paul De Pascale dósent við jarðvísindadeild Háskóla Íslands, segir koma á óvart hve lítill kraftur er í eldgosinu sem hófst í morgun skammt frá Grindavík, samanborið við þrjú síðustu eldgos á Sundhnúksgígaröðinni. Það komi nokkuð á óvart og gæti verið til markst um að eldgosið standi yfir í lengri tíma, en erfitt sé þó að spá fyrir um það á þessum tímapunkti. Gregory Paul De Pascale ræddi við Tómas Arnar Þorláksson fréttamann nærri gosstöðvunum í morgun, en viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér að neðan. „Ég vaknaði og sá að eitthvað var að gerast og lagði af stað hingað um leið,“ segir Gregory. Eftir um klukkustundar bið byrjaði hraunið hægt og rólega að malla upp úr jörðinni. Hann lýsir því meðal annars í viðtalinu hvernig gosstrókarnir hafi teygt sig um sextíu til sjötíu metra upp í loftið, sem séu ekki eins háir gosstrókar og oft áður þegar þeir hafi náð allt upp í um þrjú hundruð metra. „Þetta virðist vera nokkuð minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos,“ segir Gregory. „Þetta er í þróun núna. Þetta virðist líkara Fagradalsfjalli sem var mjög hægt, hægfara gos sem stóð í langan tíma. Við erum að horfa á hegðun flókinna kerfa, svo með því að rannsaka þetta reynum við að fá vísbendingu um hvað gæti gerst í framtíðinni. En þetta er mjög ólíkt síðustu þremur gosum, svo það kemur aðeins á óvart,“ útskýrir Gregory. Miðað við þann hraða sem sé á gosinu núna gæti það verið vísbending um að gosið muni standa yfir í lengri tíma, í ljósi þess hve mikil kvika mælingar benda til að sé í kvikuhólfinu. „Það gæti verið. Sem vísindamenn er erfitt að spá fyrir um það á þessum tímapunkti,“ segir Gregory. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Gregory Paul De Pascale ræddi við Tómas Arnar Þorláksson fréttamann nærri gosstöðvunum í morgun, en viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér að neðan. „Ég vaknaði og sá að eitthvað var að gerast og lagði af stað hingað um leið,“ segir Gregory. Eftir um klukkustundar bið byrjaði hraunið hægt og rólega að malla upp úr jörðinni. Hann lýsir því meðal annars í viðtalinu hvernig gosstrókarnir hafi teygt sig um sextíu til sjötíu metra upp í loftið, sem séu ekki eins háir gosstrókar og oft áður þegar þeir hafi náð allt upp í um þrjú hundruð metra. „Þetta virðist vera nokkuð minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos,“ segir Gregory. „Þetta er í þróun núna. Þetta virðist líkara Fagradalsfjalli sem var mjög hægt, hægfara gos sem stóð í langan tíma. Við erum að horfa á hegðun flókinna kerfa, svo með því að rannsaka þetta reynum við að fá vísbendingu um hvað gæti gerst í framtíðinni. En þetta er mjög ólíkt síðustu þremur gosum, svo það kemur aðeins á óvart,“ útskýrir Gregory. Miðað við þann hraða sem sé á gosinu núna gæti það verið vísbending um að gosið muni standa yfir í lengri tíma, í ljósi þess hve mikil kvika mælingar benda til að sé í kvikuhólfinu. „Það gæti verið. Sem vísindamenn er erfitt að spá fyrir um það á þessum tímapunkti,“ segir Gregory.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira