Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar 3. apríl 2025 09:00 Starfsemi Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss var með miklum blóma á nýliðnu starfsári. Blóma hvað varðar ótrúlega grósku menningarviðburða, aðsókn og heimsóknir, ráðstefnuhald og fundi og síðast en ekki síst var rekstrarniðurstaðan góð. Skilningur, framsýni og áræðni stjórnvalda til að fjárfesta í Hörpu og standa með starfseminni hefur verið mikið heillaskref fyrir þróun samfélagsins. Það er ekki aðeins vegna þeirra umfangsmiklu samfélags- og menningarlegu verðmæta sem skapast með starfsemi Hörpu heldur eru hagræn áhrif og verðmætasköpun langt umfram það sem lagt er til verkefnisins. Allt þetta staðfestist meðal annars í frábærum árangri í rekstri hússins á síðasta ári, sem kynntur var á aðalfundi Hörpu í vikunni og er sá besti frá upphafi. Eins leiðir nýleg greining sem Rannsóknarsetur skapandi greina vann fyrir Hörpu á hagrænum áhrifum starfseminnar, í ljós vel rökstutt mat á þeim efnahagslegu verðmætum sem Harpa skapar í samfélaginu. Þetta eru áhrif og umfang sem ekki eru sýnileg í ársreikningum félagsins. Sjálfbærni er orðin órjúfanlegur hluti af rekstrarlíkani Hörpu. Árangur í félagslegri sjálfbærni birtist hvað best í auknum fjölda og aukinni þátttöku í opnum viðburðum og viðhorfi almennings til Hörpu. Birtingamynd þessa er sömuleiðis í fjölda samstarfsverkefna og leiða sem ólíkir hópar hafa til þátttöku í viðburðarhaldi í Hörpu. Allir hópar samfélagsins eiga þangað erindi og geta notið góðra stunda í Hörpu óháð efnahag og rík áhersla er sömuleiðis lögð á umhverfismál í allri starfsemi félagsins. Hvað varðar efnahagslega sjálfbærni þá staðfesta niðurstöður greiningar á hagrænum áhrifum að rekstur Hörpu er sannarlega efnahagslega sjálfbær þar sem áætlað er að árleg bein, óbein og afleidd verðmætasköpun, eða virðisauki, sé í kringum 10 milljarðar króna á ári hverju og heildarskatttekjur séu 9 milljarðar, sem er rúmlega 15 sinnum hærra en hið sérstaka rekstrarframlag sem eigendur leggja til Hörpu. Einnig kemur fram að um 650 störf megi rekja með samsvarandihætti til starfseminnar í Hörpu. Verðmætasköpun er hornsteinn hvers samfélags og stendur undir hagvexti og lífsgæðum. Menningarstarfsemin sjálf og viðburðarhald ýmiskonar stuðlar sannarlega að atvinnusköpun. Listamenn, hönnuðir, sýningarstjórar, kvikmyndagerðarfólk og fjölmargir aðrir skapa störf og tækifæri í kringum menningartengda starfsemi. Menningartengd ferðaþjónusta byggir meðal annars á tónlistarviðburðum, sýningum og hátíðum sem laða að fólk og virkja samfélagið á skapandi hátt. Þar með skapar menning verðmæti bæði á félagslegum og efnahagslegum forsendum. Svo eru það ráðstefnur, fundir og hvataferðir þar sem oftar en ekki skapast vettvangur þekkingarmiðlunar, skoðanaskipta og viðskiptatengsla með tilheyrandi verðmætasköpun. Við vitum að þegar samfélag fjárfestir í menningu er það í raun að auka lífsgæði, styrkja samkennd og efla getu okkar til að takast á við áskoranir framtíðarinnar. Harpa er því góður „bissness“ í öllu tilliti. Hún er samfélagslega verðmæt og það er sannarlega ástæða til að fagna því að eigendur og samfélagið allt hafi frá upphafi verið tilbúið til að fjárfesta í Hörpu og starfseminni þar. Harpa mun halda áfram að vaxa og þroskast, anda með samfélaginu, skapa verðmæti og auka lífsgæði samfélaginu öllu til heilla. Höfundur er stjórnarformaður Hörpu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Harpa Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Sjá meira
Starfsemi Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss var með miklum blóma á nýliðnu starfsári. Blóma hvað varðar ótrúlega grósku menningarviðburða, aðsókn og heimsóknir, ráðstefnuhald og fundi og síðast en ekki síst var rekstrarniðurstaðan góð. Skilningur, framsýni og áræðni stjórnvalda til að fjárfesta í Hörpu og standa með starfseminni hefur verið mikið heillaskref fyrir þróun samfélagsins. Það er ekki aðeins vegna þeirra umfangsmiklu samfélags- og menningarlegu verðmæta sem skapast með starfsemi Hörpu heldur eru hagræn áhrif og verðmætasköpun langt umfram það sem lagt er til verkefnisins. Allt þetta staðfestist meðal annars í frábærum árangri í rekstri hússins á síðasta ári, sem kynntur var á aðalfundi Hörpu í vikunni og er sá besti frá upphafi. Eins leiðir nýleg greining sem Rannsóknarsetur skapandi greina vann fyrir Hörpu á hagrænum áhrifum starfseminnar, í ljós vel rökstutt mat á þeim efnahagslegu verðmætum sem Harpa skapar í samfélaginu. Þetta eru áhrif og umfang sem ekki eru sýnileg í ársreikningum félagsins. Sjálfbærni er orðin órjúfanlegur hluti af rekstrarlíkani Hörpu. Árangur í félagslegri sjálfbærni birtist hvað best í auknum fjölda og aukinni þátttöku í opnum viðburðum og viðhorfi almennings til Hörpu. Birtingamynd þessa er sömuleiðis í fjölda samstarfsverkefna og leiða sem ólíkir hópar hafa til þátttöku í viðburðarhaldi í Hörpu. Allir hópar samfélagsins eiga þangað erindi og geta notið góðra stunda í Hörpu óháð efnahag og rík áhersla er sömuleiðis lögð á umhverfismál í allri starfsemi félagsins. Hvað varðar efnahagslega sjálfbærni þá staðfesta niðurstöður greiningar á hagrænum áhrifum að rekstur Hörpu er sannarlega efnahagslega sjálfbær þar sem áætlað er að árleg bein, óbein og afleidd verðmætasköpun, eða virðisauki, sé í kringum 10 milljarðar króna á ári hverju og heildarskatttekjur séu 9 milljarðar, sem er rúmlega 15 sinnum hærra en hið sérstaka rekstrarframlag sem eigendur leggja til Hörpu. Einnig kemur fram að um 650 störf megi rekja með samsvarandihætti til starfseminnar í Hörpu. Verðmætasköpun er hornsteinn hvers samfélags og stendur undir hagvexti og lífsgæðum. Menningarstarfsemin sjálf og viðburðarhald ýmiskonar stuðlar sannarlega að atvinnusköpun. Listamenn, hönnuðir, sýningarstjórar, kvikmyndagerðarfólk og fjölmargir aðrir skapa störf og tækifæri í kringum menningartengda starfsemi. Menningartengd ferðaþjónusta byggir meðal annars á tónlistarviðburðum, sýningum og hátíðum sem laða að fólk og virkja samfélagið á skapandi hátt. Þar með skapar menning verðmæti bæði á félagslegum og efnahagslegum forsendum. Svo eru það ráðstefnur, fundir og hvataferðir þar sem oftar en ekki skapast vettvangur þekkingarmiðlunar, skoðanaskipta og viðskiptatengsla með tilheyrandi verðmætasköpun. Við vitum að þegar samfélag fjárfestir í menningu er það í raun að auka lífsgæði, styrkja samkennd og efla getu okkar til að takast á við áskoranir framtíðarinnar. Harpa er því góður „bissness“ í öllu tilliti. Hún er samfélagslega verðmæt og það er sannarlega ástæða til að fagna því að eigendur og samfélagið allt hafi frá upphafi verið tilbúið til að fjárfesta í Hörpu og starfseminni þar. Harpa mun halda áfram að vaxa og þroskast, anda með samfélaginu, skapa verðmæti og auka lífsgæði samfélaginu öllu til heilla. Höfundur er stjórnarformaður Hörpu.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun