Nýliðar Bryne mættu meisturum Bodø/Glimt í 1. umferð norsku úrvalsdeildarinnar í gær. Hollendingurinn De Boer stóð í marki Bryne og eins og við mátti búast hafði hann í nógu að snúast.
De Boer varði vel í leiknum en þurfti að sækja boltann einu sinni í netið, eftir að Kasper Høgh, fyrrverandi leikmaður Vals, skoraði á 35. mínútu.
De Boer var valinn maður leiksins fyrir frammistöðu sína. Í verðlaun fékk hann fjóra bakka af eggjum frá framleiðandanum Steinsland & Co.
Jan de Boer ble kåret til Brynes beste mot Bodø/Glimt og fikk reise hjem med bestemannspremien som denne kampen var fire brett med egg fra Steinsland & Co🚜🥚🍳 pic.twitter.com/ozzbZSFKaK
— Bryne FK (@Bryne_FK) March 30, 2025
Hinn 24 ára De Boer gekk í raðir Bryne frá VVV-Venlo í heimalandinu í síðasta mánuði. Hann lék tíu leiki með VVV-Venlo í hollensku B-deildinni í vetur.
Leikurinn í gær var fyrsti leikur Bryne í norsku úrvalsdeildinni síðan 2003. Liðið hefur leikið í B-deildinni undanfarin ár en var um tíma í C-deildinni.