Innlent

Spenna á Græn­landi og íslenskumiði í glugga leigu­bíla

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan hálfsjö.
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan hálfsjö. Vísir

Danir mótmæltu ásælni Bandaríkjanna í Grænland fyrir utan bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn í dag, og fyrrverandi formaður Siumut-flokksins segir um skrítna tíma að ræða fyrir grænlensku þjóðina, og að þögn annarra ríkja um framgöngu Bandaríkjanna komi á óvart.

Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Þar segjum við einnig frá hörmulegum afleiðingum jarðskjálftans sem reið yfir Mjanmar í gær. Fjöldi ríkja hefur heitið aðstoð og sent vistir og björgunarfólk til landsins, en aðstæður eru víða erfiðar til björgunar.

Í kvöldfréttatímanum segjum við einnig frá nýju fyrirkomulagi varðandi leigubíla, sem ætlað er að auka traust farþega til bílstjóra, sýnum frá tíu tíma maraþontónleikum, kynnum okkur Íslandsleikana og verðum í beinni útsendingu frá Bjórgarðinum, þar sem kemur í ljós hver hlýtur nafnbótina kokkur ársins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×