Við fjöllum einnig um nýja landsstjórn Grænlands sem tók við völdum í dag, á sama tíma og varaforseti Bandaríkjanna er staddur í landinu. Líkt og ítarlega hefur verið fjallað um hafa Trump forseti og fleiri úr Bandaríkjastjórn lýst yfir áhuga á að koma Grænlandi undir bandarísk yfirráð. Við ræðum við formann utanríkismálanefndar Alþingis um stöðu Grænlands og afstöðu íslenska ríkisins.
Þá kynnum við okkur öldu vasaþjófnaðar sem riðið hefur yfir miðborg Reykjavíkur, skoðum mikil uppbyggingaráform við Kringluna, kynnum okkur nýjasta internet-æðið, sem snýr að undarlegri morgunrútínu og verðum í beinni úr Borgarleikhúsinu, þar sem nýtt verk verður frumsýnt í kvöld.