Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Kjartan Kjartansson skrifar 28. mars 2025 15:09 Rásir sem voru herfaðar í mólendi fyrir utan Húsavík síðasta sumar. Herfingin hjálpar trjáplöntum að vaxa og dafna. Áskell Jónsson Fuglaverndarsamtök hafa kært framkvæmdir við skógrækt utan við Húsavík sem áttu sér stað í fyrra til lögreglu. Þau halda því fram að lög um náttúru- og dýravernd hafi verið brotin þar sem framkvæmdirnar hafi raskað varplendi fugla. Framkvæmdastjóri skógræktarfyrirtækisins segir að gætt hafi verið að því að engin hreiður væru á svæðinu. Þrætt var um ágæti skógræktarverkefnis í landi Saltvíkur utan við Húsavík síðsumars í fyrra. Fyrirtækið Yggdrasill Carbon herfði þar rásir í mólendi til þess að undirbúa kolefnisbindingarverkefni fyrir sveitarfélagið Norðurþing. Ýmsir íbúar gagnrýndu að grónu mólendi hefði verið spillt fyrir skógræktina. Nú hafa samtökin Fuglavernd kært framkvæmdirnar í fyrra til lögreglustjóran á Norðurlandi eystra. Í tilkynningu frá samtökunum segja þau að framkvæmdirnar hafi falið í sér umtalsvert rask á náttúrulegu mólendi og varplendum fugla við Húsavík. Þær hafi átt sér stað á varptíma fugla. Segja samtökin að náttúruverndarlög, lög um villidýr og velferð dýra kunni að hafa verið brotin. Þannig séu varpsvæði heiðlóu og spóa vernduð samkvæmt lögum. Þau byggja einnig á að mögulega hafi framkvæmdirnar farið fram án nauðsynlegs mats eða leyfis. Skipulagsstofnun hafi framkvæmdir á tveimur jörðum í Norðurþingi nú til skoðunar, þar á meðal verkefni á vegum Yggdrasils. Yggdrasill Carbon vinnur að loftslagsverkefnum í íslenskri náttúru sem gefa vottaðar kolefniseiningar og hefur lagt aðaláherslu á kolefnisbindingu í skógi samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins. Hilmar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, hafði ekki heyrt af kærunni þegar fréttastofa náði tali af honum í dag. Hann segir að jarðvinnsla af þessu tagi fari helst ekki fram á viðkvæmum tíma fyrir fugla. Þegar það sé gert sé gengið úr skugga um að engin hreiður séu til staðar. Það hafi verið gert við skógræktina í Saltvík í fyrra. Fá hreiður hafi hins vegar verið á svæðinu. Hilmar telur skýringuna á því líklega mikinn fugladauða sem átti sér stað í snemmsumarhreti sem gekk yfir Norðurland í byrjun júní. Hilmar Gunnlaugsson, einn stofnenda YGG Carbon.Aðsend Óreiðukennd umræða um kolefnisbindingu skóga Deilurnar um skógræktina fyrir norðan urðu kveikja að óreiðukenndri umræðu um kolefnisbindingu skóga þar sem sérfræðingum frá ólíkum stofnunum greindi á um hvort að lággróður eða skógur væri betur til þess fallinn að binda kolefni. Land og skógur, opinber stofnun sem fer með skógræktar- og landgræðslumál, gerði athugasemdir við fréttaflutning Ríkisútvarpsins um kolefnisbindingu skóga í febrúar. Frétt RÚV byggði á fullyrðingum Önnu Guðrúnar Þórhallsdóttur, prófessors við ferðamáladeild Háskólans á Hólum, um að meiri kolefnisbinding væri í beitilandi en skógi. Stofnunin benti á að móti að fullyrðingar hennar byggðust aðeins á bindingu jarðvegarins sjálfs en ekki vistkerfisins í heild. Heildarbinding í skógum væri þannig alltaf meiri en í graslendi samkvæmt þeim rannsóknum sem hefðu verið gerðar. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum framkvæmdastjóra Yggdrasils Carbon. Norðurþing Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Loftslagsmál Umhverfismál Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Þrætt var um ágæti skógræktarverkefnis í landi Saltvíkur utan við Húsavík síðsumars í fyrra. Fyrirtækið Yggdrasill Carbon herfði þar rásir í mólendi til þess að undirbúa kolefnisbindingarverkefni fyrir sveitarfélagið Norðurþing. Ýmsir íbúar gagnrýndu að grónu mólendi hefði verið spillt fyrir skógræktina. Nú hafa samtökin Fuglavernd kært framkvæmdirnar í fyrra til lögreglustjóran á Norðurlandi eystra. Í tilkynningu frá samtökunum segja þau að framkvæmdirnar hafi falið í sér umtalsvert rask á náttúrulegu mólendi og varplendum fugla við Húsavík. Þær hafi átt sér stað á varptíma fugla. Segja samtökin að náttúruverndarlög, lög um villidýr og velferð dýra kunni að hafa verið brotin. Þannig séu varpsvæði heiðlóu og spóa vernduð samkvæmt lögum. Þau byggja einnig á að mögulega hafi framkvæmdirnar farið fram án nauðsynlegs mats eða leyfis. Skipulagsstofnun hafi framkvæmdir á tveimur jörðum í Norðurþingi nú til skoðunar, þar á meðal verkefni á vegum Yggdrasils. Yggdrasill Carbon vinnur að loftslagsverkefnum í íslenskri náttúru sem gefa vottaðar kolefniseiningar og hefur lagt aðaláherslu á kolefnisbindingu í skógi samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins. Hilmar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, hafði ekki heyrt af kærunni þegar fréttastofa náði tali af honum í dag. Hann segir að jarðvinnsla af þessu tagi fari helst ekki fram á viðkvæmum tíma fyrir fugla. Þegar það sé gert sé gengið úr skugga um að engin hreiður séu til staðar. Það hafi verið gert við skógræktina í Saltvík í fyrra. Fá hreiður hafi hins vegar verið á svæðinu. Hilmar telur skýringuna á því líklega mikinn fugladauða sem átti sér stað í snemmsumarhreti sem gekk yfir Norðurland í byrjun júní. Hilmar Gunnlaugsson, einn stofnenda YGG Carbon.Aðsend Óreiðukennd umræða um kolefnisbindingu skóga Deilurnar um skógræktina fyrir norðan urðu kveikja að óreiðukenndri umræðu um kolefnisbindingu skóga þar sem sérfræðingum frá ólíkum stofnunum greindi á um hvort að lággróður eða skógur væri betur til þess fallinn að binda kolefni. Land og skógur, opinber stofnun sem fer með skógræktar- og landgræðslumál, gerði athugasemdir við fréttaflutning Ríkisútvarpsins um kolefnisbindingu skóga í febrúar. Frétt RÚV byggði á fullyrðingum Önnu Guðrúnar Þórhallsdóttur, prófessors við ferðamáladeild Háskólans á Hólum, um að meiri kolefnisbinding væri í beitilandi en skógi. Stofnunin benti á að móti að fullyrðingar hennar byggðust aðeins á bindingu jarðvegarins sjálfs en ekki vistkerfisins í heild. Heildarbinding í skógum væri þannig alltaf meiri en í graslendi samkvæmt þeim rannsóknum sem hefðu verið gerðar. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum framkvæmdastjóra Yggdrasils Carbon.
Norðurþing Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Loftslagsmál Umhverfismál Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira