Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Atli Ísleifsson skrifar 28. mars 2025 10:18 Margrét María hefur starfað sem lögreglustjóri á Austurlandi frá árinu 2020. Stjr Margrét María Sigurðardóttir, lögreglustjóri á Austurlandi, hefur verið skipuð í embætti framkvæmdastjóra nýrrar Mannréttindastofnunar Íslands. Hún er skipuð til næstu fimm ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sigurði Kára Kristjánssyni, stjórnarformanni Mannréttindastofnunar, sem hann sendir fyrir hönd stjórnar. Mannréttindastofnun Íslands tók til starfa 1. janúar 2025 og var embættið auglýst laust til umsóknar á vef Stafræns Íslands um svipað leyti. Alls sóttu átján manns um stöðu framkvæmdastjóra hinnar nýju stofnunar. „Margrét María lauk kandidatsprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1990, kennsluréttindanámi frá Háskólanum á Akureyri árið 2010 og MBA gráðu frá University of the Highland and Islands í Skotlandi með áherslu á mannréttindi árið 2024. Hún öðlaðist héraðsdómslögmannsréttindi árið 1996. Margrét María á að baki langan starfsferil sem stjórnandi hjá hinu opinbera. Hún hefur starfað sem lögreglustjóri á Austurlandi frá árinu 2020. Á árunum 2017-2020 gegndi hún stöðu forstjóra Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Jafnframt gegndi hún formennsku í fagráði Dómstólasýslunnar gegn einelti og áreitni á árunum 2018-2020. Á árunum 2007-2017 gegndi Margrét María embætti umboðsmanns barna. Á árunum 2002-2007 starfaði Margrét María á Jafnréttisstofu, fyrst sem lögfræðingur og um fjögurra ára skeið sem framkvæmdastjóri. Áður starfaði Margrét María m.a. sem sjálfstætt starfandi héraðsdómslögmaður og sem fulltrúi sýslumanns. Margrét María hefur jafnframt verið prófdómari og leiðbeint háskólanemendum í meistararitgerðum í mannréttindum við lagadeild Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Akureyri. Hún sat í stjórn Píeta samtakanna frá 2017-2020,“ segir í tilkynningunni. Sjálfstæð í störfum Frumvarp um Mannréttindastofnun Íslands var samþykkt á Alþingi í júní íá síðasta ári. Mannréttindastofnun starfar á vegum Alþingis en er sjálfstæð í störfum sínum og óháð fyrirmælum frá öðrum, „Meginhlutverk hennar er að efla og vernda mannréttindi á Íslandi, eins og þau eru skilgreind í stjórnarskrá, lögum, alþjóðasamningum og öðrum alþjóðlegum skuldbindingum,“ segir í frumvarpi um stofnunina. Helstu verkefni og ábyrgð framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar eru meðal annars að vinna að því að opinberir aðilar og einkaaðilar virði mannréttindi á öllum sviðum samfélagsins, annast daglega starfsemi og rekstur stofnunarinnar og hafa eftirlit með framkvæmd laga og alþjóðlegra skuldbindinga Íslands á sviði mannréttinda og eftir atvikum koma með ábendingar varðandi fullgildingu eða aðild að alþjóðlegum skuldbindingum sem eru til þess fallnar að tryggja mannréttindi. Mannréttindi Stjórnsýsla Vistaskipti Lögreglan Tengdar fréttir Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Fyrrverandi þingmennirnir Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir eru meðal þeirra átjan sem sóttu um embætti framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar Íslands.Yfirmaður réttindagæslumanna fatlaðs fólks sótti einnig um. 11. febrúar 2025 16:11 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sigurði Kára Kristjánssyni, stjórnarformanni Mannréttindastofnunar, sem hann sendir fyrir hönd stjórnar. Mannréttindastofnun Íslands tók til starfa 1. janúar 2025 og var embættið auglýst laust til umsóknar á vef Stafræns Íslands um svipað leyti. Alls sóttu átján manns um stöðu framkvæmdastjóra hinnar nýju stofnunar. „Margrét María lauk kandidatsprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1990, kennsluréttindanámi frá Háskólanum á Akureyri árið 2010 og MBA gráðu frá University of the Highland and Islands í Skotlandi með áherslu á mannréttindi árið 2024. Hún öðlaðist héraðsdómslögmannsréttindi árið 1996. Margrét María á að baki langan starfsferil sem stjórnandi hjá hinu opinbera. Hún hefur starfað sem lögreglustjóri á Austurlandi frá árinu 2020. Á árunum 2017-2020 gegndi hún stöðu forstjóra Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Jafnframt gegndi hún formennsku í fagráði Dómstólasýslunnar gegn einelti og áreitni á árunum 2018-2020. Á árunum 2007-2017 gegndi Margrét María embætti umboðsmanns barna. Á árunum 2002-2007 starfaði Margrét María á Jafnréttisstofu, fyrst sem lögfræðingur og um fjögurra ára skeið sem framkvæmdastjóri. Áður starfaði Margrét María m.a. sem sjálfstætt starfandi héraðsdómslögmaður og sem fulltrúi sýslumanns. Margrét María hefur jafnframt verið prófdómari og leiðbeint háskólanemendum í meistararitgerðum í mannréttindum við lagadeild Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Akureyri. Hún sat í stjórn Píeta samtakanna frá 2017-2020,“ segir í tilkynningunni. Sjálfstæð í störfum Frumvarp um Mannréttindastofnun Íslands var samþykkt á Alþingi í júní íá síðasta ári. Mannréttindastofnun starfar á vegum Alþingis en er sjálfstæð í störfum sínum og óháð fyrirmælum frá öðrum, „Meginhlutverk hennar er að efla og vernda mannréttindi á Íslandi, eins og þau eru skilgreind í stjórnarskrá, lögum, alþjóðasamningum og öðrum alþjóðlegum skuldbindingum,“ segir í frumvarpi um stofnunina. Helstu verkefni og ábyrgð framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar eru meðal annars að vinna að því að opinberir aðilar og einkaaðilar virði mannréttindi á öllum sviðum samfélagsins, annast daglega starfsemi og rekstur stofnunarinnar og hafa eftirlit með framkvæmd laga og alþjóðlegra skuldbindinga Íslands á sviði mannréttinda og eftir atvikum koma með ábendingar varðandi fullgildingu eða aðild að alþjóðlegum skuldbindingum sem eru til þess fallnar að tryggja mannréttindi.
Mannréttindi Stjórnsýsla Vistaskipti Lögreglan Tengdar fréttir Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Fyrrverandi þingmennirnir Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir eru meðal þeirra átjan sem sóttu um embætti framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar Íslands.Yfirmaður réttindagæslumanna fatlaðs fólks sótti einnig um. 11. febrúar 2025 16:11 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira
Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Fyrrverandi þingmennirnir Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir eru meðal þeirra átjan sem sóttu um embætti framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar Íslands.Yfirmaður réttindagæslumanna fatlaðs fólks sótti einnig um. 11. febrúar 2025 16:11