Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar 28. mars 2025 08:01 Við spurningunum sem eru yfirskrift þessarar greinar er ekkert eitt rétt svar, en þau sem fást við rannsóknir á gervigreind eru á meðal þeirra sem reyna að finna einhver svör. Gervigreind er orðin órjúfanlegur hluti af samfélaginu og atvinnulífinu. Tækni sem áður sást bara í kvikmyndum og vísindaskáldsögum er nú farin að umbreyta því hvernig við vinnum, lifum og leysum verkefni í daglegu lífi. Mörgum þykir þessi tækni framandi og nýstárleg en færri vita að rætur gervigreindar má rekja áratugi aftur í tímann, eða allt aftur til miðrar 20. aldar þegar fræðimenn byrjuðu að þróa reiknirit sem gátu hermt eftir mannlegri hugsun. Alan Turing lagði grunninn að fræðunum með Turing-prófinu árið 1950. Gervigreind var síðan formelga skilgreind sem fræðigrein á Dartmouth-ráðstefnunni (The Dartmouth Summer Research Project on Artificial Intelligence) árið 1956. Á næstu áratugum þróaðist tæknin í gegnum reglubundin reiknirit, en það má segja að á 21. öldinni hafi tækninni síðan fleygt fram í takti við það að tölvur verða sífellt öflugri og gagnaöflun auðveldari. Háskólinn í Reykjavík hefur um árabil verið framarlega þegar kemur að kennslu og rannsóknum í gervigreind. Við tölvunarfræðideild skólans er starfrækt Gervigreindarsetur HR – Center for Analysis and Design of Intelligent Agents (CADIA) en CADIA fagnar 20 ára afmæli sínu í ár. Þá er tölvunarfræðideildin einnig í nánu samstarfi við Vitvélastofnun Íslands sem vísindamenn við HR stofnuðu árið 2009. Sérstaða HR hvað varðar kennslu og rannsóknir í gervigreind felst meðal annars í því að við þekkjum vel og notum þær aðferðir sem nú eru mest í notkun við stór mállíkön, sem smíðuð eru úr gríðarlega stórum gagnasöfnum. Samhliða eru vísindamenn okkar framarlega í rannsóknum á gervigreind sem lærir af smágögnum, sem gæti fært okkur nær alvöru greind, og hugbúnaði sem býr yfir raunverulegum skilningi og rökhugsun. Sem svar við þeirri þróun sem orðið hefur undanfarin ár á sviði gervigreindar og þeirri staðreynd að hún mun aðeins verða fyrirferðarmeiri í daglegu lífi okkar en hún er nú þegar, hefur HR sett af stað nýtt meistaranám í gervigreind. Meistaranámið er hannað til að veita nemendum djúpan skilning og færni í að þróa, þjálfa og nýta gervigreind í margvíslegum tilgangi. Auk þess munu nemendur kynnast þeim siðferðislegu áskorunum sem fylgja þróun og notkun tækninnar, og læra hvernig hægt er að nálgast þessar áskoranir á ábyrgan hátt. Það er afar mikilvægt að á Íslandi sé boðið upp á metnaðarfullt og framsækið framhaldsnám. Með því að efla sérfræðiþekkingu í gervigreind styrkjum við samkeppnishæfni landsins á alþjóðavísu og aukum tækifæri til nýsköpunar innanlands. Með nýju meistaranámi í gervigreind leggur HR sín lóð á vogarskálarnar með það að markmiði að undirbúa samfélagið fyrir framtíðina. Ég hvet alla til að kíkja til okkar í Háskólann í Reykjavík miðvikudaginn 2. apríl á milli kl. 16:30 og 18 þar sem við munum nánar kynna allt meistaranám við skólann, meðal annars námið í gervigreind. Höfundur er deildarforseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík. Hann notaði sína takmörkuðu greind sem og gervigreind til þess að skrifa þessa grein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Henning Arnór Úlfarsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Við spurningunum sem eru yfirskrift þessarar greinar er ekkert eitt rétt svar, en þau sem fást við rannsóknir á gervigreind eru á meðal þeirra sem reyna að finna einhver svör. Gervigreind er orðin órjúfanlegur hluti af samfélaginu og atvinnulífinu. Tækni sem áður sást bara í kvikmyndum og vísindaskáldsögum er nú farin að umbreyta því hvernig við vinnum, lifum og leysum verkefni í daglegu lífi. Mörgum þykir þessi tækni framandi og nýstárleg en færri vita að rætur gervigreindar má rekja áratugi aftur í tímann, eða allt aftur til miðrar 20. aldar þegar fræðimenn byrjuðu að þróa reiknirit sem gátu hermt eftir mannlegri hugsun. Alan Turing lagði grunninn að fræðunum með Turing-prófinu árið 1950. Gervigreind var síðan formelga skilgreind sem fræðigrein á Dartmouth-ráðstefnunni (The Dartmouth Summer Research Project on Artificial Intelligence) árið 1956. Á næstu áratugum þróaðist tæknin í gegnum reglubundin reiknirit, en það má segja að á 21. öldinni hafi tækninni síðan fleygt fram í takti við það að tölvur verða sífellt öflugri og gagnaöflun auðveldari. Háskólinn í Reykjavík hefur um árabil verið framarlega þegar kemur að kennslu og rannsóknum í gervigreind. Við tölvunarfræðideild skólans er starfrækt Gervigreindarsetur HR – Center for Analysis and Design of Intelligent Agents (CADIA) en CADIA fagnar 20 ára afmæli sínu í ár. Þá er tölvunarfræðideildin einnig í nánu samstarfi við Vitvélastofnun Íslands sem vísindamenn við HR stofnuðu árið 2009. Sérstaða HR hvað varðar kennslu og rannsóknir í gervigreind felst meðal annars í því að við þekkjum vel og notum þær aðferðir sem nú eru mest í notkun við stór mállíkön, sem smíðuð eru úr gríðarlega stórum gagnasöfnum. Samhliða eru vísindamenn okkar framarlega í rannsóknum á gervigreind sem lærir af smágögnum, sem gæti fært okkur nær alvöru greind, og hugbúnaði sem býr yfir raunverulegum skilningi og rökhugsun. Sem svar við þeirri þróun sem orðið hefur undanfarin ár á sviði gervigreindar og þeirri staðreynd að hún mun aðeins verða fyrirferðarmeiri í daglegu lífi okkar en hún er nú þegar, hefur HR sett af stað nýtt meistaranám í gervigreind. Meistaranámið er hannað til að veita nemendum djúpan skilning og færni í að þróa, þjálfa og nýta gervigreind í margvíslegum tilgangi. Auk þess munu nemendur kynnast þeim siðferðislegu áskorunum sem fylgja þróun og notkun tækninnar, og læra hvernig hægt er að nálgast þessar áskoranir á ábyrgan hátt. Það er afar mikilvægt að á Íslandi sé boðið upp á metnaðarfullt og framsækið framhaldsnám. Með því að efla sérfræðiþekkingu í gervigreind styrkjum við samkeppnishæfni landsins á alþjóðavísu og aukum tækifæri til nýsköpunar innanlands. Með nýju meistaranámi í gervigreind leggur HR sín lóð á vogarskálarnar með það að markmiði að undirbúa samfélagið fyrir framtíðina. Ég hvet alla til að kíkja til okkar í Háskólann í Reykjavík miðvikudaginn 2. apríl á milli kl. 16:30 og 18 þar sem við munum nánar kynna allt meistaranám við skólann, meðal annars námið í gervigreind. Höfundur er deildarforseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík. Hann notaði sína takmörkuðu greind sem og gervigreind til þess að skrifa þessa grein.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar