Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Lovísa Arnardóttir skrifar 26. mars 2025 21:01 Frá mótmælafundi foreldra síðasta fimmtudag í ráðhúsinu. Aðsend Foreldrar skóla- og leikskólabarna Hjallastefnunnar í Reykjavík munu á morgun koma saman í ráðhúsi Reykjavíkur til að mótmæla þeirri óvissu sem enn stendur um framtíð skólastarfsins í Reykjavík. Núverandi húsnæði skólans er sprungið og hefur skólinn beðið svara frá borginni um staðsetningu fyrir framtíðarhúsnæði um árabil. Ásgerður Heimisdóttir, formaður foreldrafélags Öskju, leikskóla skólans, segir mótmælin verða friðsamleg en haldin verður söngstund. Ásgerður er með tvær stelpur í skólanum. Eina í fimm ára kjarna og eina í leikskóla. „Það er haldinn söngfundur á föstudögum í skólanum og við ætlum þannig að taka skólann inn í ráðhúsið til að sýna samstöðuna sem er í skólanum,“ segir Ásgerður. Um er að ræða annan mótmælafund foreldra í borginni en þau hittust einnig í ráðhúsinu síðasta fimmtudag á meðan borgarráð fundaði en þá var mál skólans til umræðu og á dagskrá. Ásgerður segir vonbrigði að mál skólans sé ekki á dagskrá borgarráðs á morgun og að þau þurfi að bíða lengur. Hún segir viðmót borgarinnar jákvætt og þau öll af vilja gerð að leysa málið, en svo gerist ekkert og foreldrar séu orðnir þreyttir á því. „Það er svo mikil óvissa, og þetta snýst ekki bara um börnin, því það er fullt af flottu fólki að vinna þarna sem þarf núna að taka áhættu. Manni líður eins og maður sé í fjárhættuspili og verði að veðja á réttan hest.“ Ásgerður segir áríðandi að skólanum verði tryggt húsnæði fyrir næsta skólaár en að alveg jafn áríðandi sé að finna framtíðarlausn. „Þetta er ekki góður jarðvegur því við fengjum meiri rótfestu ef við værum með öruggan og fastan stað þar sem þetta skólastarf fengi að blómstra.“ Leynimýri henti vel Hún segir ekki endilega skipta máli hvar í borginni skólinn verður en það yrði að vera nálægt náttúru. Lóðin í Öskjuhlíðinni við Leynimýri sé til og hún henti afar vel. Foreldrar hafi ekki marga mánuði til að ræða möguleika, lausnin þurfi að liggja fyrir helst í dag. „Það liggur mjög mikið á. Ég vil hafa trú á þeim en þetta eru óboðlegar aðstæður. Að halda fólki í óvissu. Sérstaklega því þau geta ekki tekið við þessum 200 börnum sem eru á Öskju í leikskólakerfinu,“ segir Ásgerður og hún eigi einnig erfitt með að trúa að borgin eigi auðvelt með að finna, sem dæmi, frístundarpláss fyrir 200 börn til viðbótar sem kæmu úr grunnskóla Hjallastefnunnar verði honum ekki tryggt húsnæði. Unnið að því að finna farsæla lausn Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg er unnið að því að finna lausn. „Við erum bjartsýn að farsæl lausn finnist fljótlega,“ segir Eva Bergþóra, samskiptastjóri borgarinnar, í samtali við fréttastofu. Hún segir að fundað hafi verið um málið í borginni í dag. „Við erum í góðu samtali um framtíðarlausn.” Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hefur óskað þess að málið verði þó sett á dagskrá borgarráðs á morgun. Á síðasta fundi hafi ekkert komið fram um þær lausnir sem er verið að skoða og það sé ótækt að foreldrar og starfsfólk skólans sé enn í slíkri óvissu. Flokkur hennar lagði jafnframt fram bókun á síðasta fundi borgarráðs þar sem þau lýstu því að þeim hugnist vel sú lausn að Hjallastefnunni verði úthlutuð lóð að Leynimýri til uppbyggingar á framtíðarskólahúsnæði í samstarfi við einkaaðila, en þó með stuðningi borgarinnar. Verði að kynna einhverja tímalínu Hildur segir í samtali við fréttastofu að hún sé verulega ósátt við það að málið sé ekki á dagskrá borgarráðs á morgun. „Skólasamfélag Hjallastefnunnar er í mikilli óvissu núna. Sérstaklega hvað varðar næsta haust. Fjöldi foreldra er búinn að sækja um á öðrum leikskólum vegna óvissu varðandi framtíð leikskólastarfsins. Við vonuðum að það væri hægt að kynna einhverjar lausnir í borgarráði næsta fimmtudag,“ segir Hildur og fyrst lausnirnar liggi ekki fyrir þá fari flokkurinn fram á að kynnt verði hvaða lausnir sé verið að ræða og tilgreint hvenær megi búast við einhverri lausn í málinu. „Fyrsta málið er að finna bráðabirgðalausn svo skólastarf geti haldið áfram næsta haust, en það má ekki vera þannig að það sé alltaf verið að leita að plástralausnum fyrir Hjallastefnuna, vandamálinu sé frestað og aldrei horft til framtíðarlausnar fyrir Hjallastefnuna í Reykjavík.“ Spurð hvers vegna hún telji málið hafa dregist með þessum hætti segir Hildur að hún skynji það sem einhvern pólitískan ómöguleika hjá vinstri flokkunum að styðja við sjálfstæðan skólarekstur. Það sé veruleiki áratugi aftur í tímann. Börnum í slíkum skólum fylgi til dæmis skert fjárframlög en að hennar mati eigi að fylgja jafnt framlag með öllum börnum í skólakerfinu, óháð því hvort þau sæki borgarrekna eða sjálfstætt starfandi skóla. Haldin var söngstund í ráðhúsinu síðasta fimmtudag.Aðsend Bíður svars „Þá myndu sjálfstæðu skólarnir ekki þurfa að innheimta skólagjöld,“ segir Hildur og segir að þannig megi tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til að sækja ólíka skóla borgarinnar óháð efnahag foreldra eða forráðamanna þeirra. Hildur bíður þess að heyra frá meirihlutanum hvort málið fari til umræðu. „Á fundinum í síðustu viku fengum við engar fregnir af því hvar málið er statt. Mér finnst eðlilegt í þessari óvissu og ókyrrð, sem er uppi meðal foreldra, að fólk fái svör um hvar málið sé statt og fólk geti þannig fengið tilfinningu fyrir því að raunverulega sé verið að vinna að málinu.“ Skóla- og menntamál Reykjavík Sveitarstjórnarmál Grunnskólar Leikskólar Borgarstjórn Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Fleiri fréttir Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Sjá meira
Ásgerður Heimisdóttir, formaður foreldrafélags Öskju, leikskóla skólans, segir mótmælin verða friðsamleg en haldin verður söngstund. Ásgerður er með tvær stelpur í skólanum. Eina í fimm ára kjarna og eina í leikskóla. „Það er haldinn söngfundur á föstudögum í skólanum og við ætlum þannig að taka skólann inn í ráðhúsið til að sýna samstöðuna sem er í skólanum,“ segir Ásgerður. Um er að ræða annan mótmælafund foreldra í borginni en þau hittust einnig í ráðhúsinu síðasta fimmtudag á meðan borgarráð fundaði en þá var mál skólans til umræðu og á dagskrá. Ásgerður segir vonbrigði að mál skólans sé ekki á dagskrá borgarráðs á morgun og að þau þurfi að bíða lengur. Hún segir viðmót borgarinnar jákvætt og þau öll af vilja gerð að leysa málið, en svo gerist ekkert og foreldrar séu orðnir þreyttir á því. „Það er svo mikil óvissa, og þetta snýst ekki bara um börnin, því það er fullt af flottu fólki að vinna þarna sem þarf núna að taka áhættu. Manni líður eins og maður sé í fjárhættuspili og verði að veðja á réttan hest.“ Ásgerður segir áríðandi að skólanum verði tryggt húsnæði fyrir næsta skólaár en að alveg jafn áríðandi sé að finna framtíðarlausn. „Þetta er ekki góður jarðvegur því við fengjum meiri rótfestu ef við værum með öruggan og fastan stað þar sem þetta skólastarf fengi að blómstra.“ Leynimýri henti vel Hún segir ekki endilega skipta máli hvar í borginni skólinn verður en það yrði að vera nálægt náttúru. Lóðin í Öskjuhlíðinni við Leynimýri sé til og hún henti afar vel. Foreldrar hafi ekki marga mánuði til að ræða möguleika, lausnin þurfi að liggja fyrir helst í dag. „Það liggur mjög mikið á. Ég vil hafa trú á þeim en þetta eru óboðlegar aðstæður. Að halda fólki í óvissu. Sérstaklega því þau geta ekki tekið við þessum 200 börnum sem eru á Öskju í leikskólakerfinu,“ segir Ásgerður og hún eigi einnig erfitt með að trúa að borgin eigi auðvelt með að finna, sem dæmi, frístundarpláss fyrir 200 börn til viðbótar sem kæmu úr grunnskóla Hjallastefnunnar verði honum ekki tryggt húsnæði. Unnið að því að finna farsæla lausn Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg er unnið að því að finna lausn. „Við erum bjartsýn að farsæl lausn finnist fljótlega,“ segir Eva Bergþóra, samskiptastjóri borgarinnar, í samtali við fréttastofu. Hún segir að fundað hafi verið um málið í borginni í dag. „Við erum í góðu samtali um framtíðarlausn.” Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hefur óskað þess að málið verði þó sett á dagskrá borgarráðs á morgun. Á síðasta fundi hafi ekkert komið fram um þær lausnir sem er verið að skoða og það sé ótækt að foreldrar og starfsfólk skólans sé enn í slíkri óvissu. Flokkur hennar lagði jafnframt fram bókun á síðasta fundi borgarráðs þar sem þau lýstu því að þeim hugnist vel sú lausn að Hjallastefnunni verði úthlutuð lóð að Leynimýri til uppbyggingar á framtíðarskólahúsnæði í samstarfi við einkaaðila, en þó með stuðningi borgarinnar. Verði að kynna einhverja tímalínu Hildur segir í samtali við fréttastofu að hún sé verulega ósátt við það að málið sé ekki á dagskrá borgarráðs á morgun. „Skólasamfélag Hjallastefnunnar er í mikilli óvissu núna. Sérstaklega hvað varðar næsta haust. Fjöldi foreldra er búinn að sækja um á öðrum leikskólum vegna óvissu varðandi framtíð leikskólastarfsins. Við vonuðum að það væri hægt að kynna einhverjar lausnir í borgarráði næsta fimmtudag,“ segir Hildur og fyrst lausnirnar liggi ekki fyrir þá fari flokkurinn fram á að kynnt verði hvaða lausnir sé verið að ræða og tilgreint hvenær megi búast við einhverri lausn í málinu. „Fyrsta málið er að finna bráðabirgðalausn svo skólastarf geti haldið áfram næsta haust, en það má ekki vera þannig að það sé alltaf verið að leita að plástralausnum fyrir Hjallastefnuna, vandamálinu sé frestað og aldrei horft til framtíðarlausnar fyrir Hjallastefnuna í Reykjavík.“ Spurð hvers vegna hún telji málið hafa dregist með þessum hætti segir Hildur að hún skynji það sem einhvern pólitískan ómöguleika hjá vinstri flokkunum að styðja við sjálfstæðan skólarekstur. Það sé veruleiki áratugi aftur í tímann. Börnum í slíkum skólum fylgi til dæmis skert fjárframlög en að hennar mati eigi að fylgja jafnt framlag með öllum börnum í skólakerfinu, óháð því hvort þau sæki borgarrekna eða sjálfstætt starfandi skóla. Haldin var söngstund í ráðhúsinu síðasta fimmtudag.Aðsend Bíður svars „Þá myndu sjálfstæðu skólarnir ekki þurfa að innheimta skólagjöld,“ segir Hildur og segir að þannig megi tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til að sækja ólíka skóla borgarinnar óháð efnahag foreldra eða forráðamanna þeirra. Hildur bíður þess að heyra frá meirihlutanum hvort málið fari til umræðu. „Á fundinum í síðustu viku fengum við engar fregnir af því hvar málið er statt. Mér finnst eðlilegt í þessari óvissu og ókyrrð, sem er uppi meðal foreldra, að fólk fái svör um hvar málið sé statt og fólk geti þannig fengið tilfinningu fyrir því að raunverulega sé verið að vinna að málinu.“
Skóla- og menntamál Reykjavík Sveitarstjórnarmál Grunnskólar Leikskólar Borgarstjórn Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Fleiri fréttir Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda