„Fall er fararheill“ Jón Þór Stefánsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 26. mars 2025 13:49 Guðmundur Ingi hélt ræðuna umtöluð á sínum fyrsta heila degi í embætti. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson, sem er nýtekin við embætti mennta- og barnamálaráðherra, viðurkennir að ræða hans á opnunarsamkomu leiðtogafundar um menntamál hafi ekki verið nægjanlega góð. Hann segir viðbrögð fólks við ávarpinu eðlileg en ætlar að halda ótrauður áfram. Það var síðastliðinn sunnudag sem Guðmundur tók við embættinu eftir afsögn Ásthildar Lóu Þórsdóttur. Það var síðan daginn eftir, í gær mánudag, sem hann byrjaði daginn á að ávarpa leiðtogafundinn sem fer fram í Hörpu um þessar mundir. Guðmundur segir að tilhugsunin um að stökkva beint í djúpu laugina, að fara í svona stórt verkefni á fyrsta degi, hafi verið nokkuð hrollvekjandi. „Ég skal alveg viðurkenna að ég fékk hálfgerðan hroll þegar ég hugsaði um það að ég færi beint hingað, með fullt af kollegum og kennurum. En eftir á að hyggja þá var þetta það besta sem gat gerst. Því hér fékk ég gífurlegt magn af góðum upplýsingum um mitt starf og hvað er fram undan. Þannig ég er bara guðsfeginn að fá að byrja hér.“ Áðurnefnd ræða Guðmundar var á ensku. Mikil umræða hefur skapast á netinu um enskunnáttu hans í kjölfarið. Sumir segja óviðunandi að ráðherra tali ekki betri ensku, en aðrir hafa sakað þá sem segja það um menntahroka, og finnst eðlilegt að tungumálakunnátta valdafólks sé misgóð. Hvað finnst þér um þessi viðbrögð? „Ósköp eðlileg, vegna þess að ég lenti þarna í vandræðum. Ég skal alveg viðurkenna það. Ég lenti í vandræðum með stafi og ljósið. Þetta var ekki nógu og gott, en fall er fararheill. Ég bara held áfram.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Guðmundur Ingi Kristinsson, sem tók um helgina við embætti mennta- og barnamálráðherra, hefur marga fjöruna sopið. Hann hefur mætt ýmsu mótlæti í gegnum tíðina, slysum sem leiddu til örorku og hefur verið lýst sem „sjálflærðum sérfræðingi“ en hann lauk ekki stúdentsprófi. 25. mars 2025 08:02 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Það var síðastliðinn sunnudag sem Guðmundur tók við embættinu eftir afsögn Ásthildar Lóu Þórsdóttur. Það var síðan daginn eftir, í gær mánudag, sem hann byrjaði daginn á að ávarpa leiðtogafundinn sem fer fram í Hörpu um þessar mundir. Guðmundur segir að tilhugsunin um að stökkva beint í djúpu laugina, að fara í svona stórt verkefni á fyrsta degi, hafi verið nokkuð hrollvekjandi. „Ég skal alveg viðurkenna að ég fékk hálfgerðan hroll þegar ég hugsaði um það að ég færi beint hingað, með fullt af kollegum og kennurum. En eftir á að hyggja þá var þetta það besta sem gat gerst. Því hér fékk ég gífurlegt magn af góðum upplýsingum um mitt starf og hvað er fram undan. Þannig ég er bara guðsfeginn að fá að byrja hér.“ Áðurnefnd ræða Guðmundar var á ensku. Mikil umræða hefur skapast á netinu um enskunnáttu hans í kjölfarið. Sumir segja óviðunandi að ráðherra tali ekki betri ensku, en aðrir hafa sakað þá sem segja það um menntahroka, og finnst eðlilegt að tungumálakunnátta valdafólks sé misgóð. Hvað finnst þér um þessi viðbrögð? „Ósköp eðlileg, vegna þess að ég lenti þarna í vandræðum. Ég skal alveg viðurkenna það. Ég lenti í vandræðum með stafi og ljósið. Þetta var ekki nógu og gott, en fall er fararheill. Ég bara held áfram.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Guðmundur Ingi Kristinsson, sem tók um helgina við embætti mennta- og barnamálráðherra, hefur marga fjöruna sopið. Hann hefur mætt ýmsu mótlæti í gegnum tíðina, slysum sem leiddu til örorku og hefur verið lýst sem „sjálflærðum sérfræðingi“ en hann lauk ekki stúdentsprófi. 25. mars 2025 08:02 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Guðmundur Ingi Kristinsson, sem tók um helgina við embætti mennta- og barnamálráðherra, hefur marga fjöruna sopið. Hann hefur mætt ýmsu mótlæti í gegnum tíðina, slysum sem leiddu til örorku og hefur verið lýst sem „sjálflærðum sérfræðingi“ en hann lauk ekki stúdentsprófi. 25. mars 2025 08:02