Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. mars 2025 12:15 Réttir eru sums staðar orðnar að aðdráttarafli fyrir ferðamenn og vaxandi áhyggjur eru af velferð dýranna. Vísir/Arnar Dæmi eru um að sauðfé troðist undir og missi horn í réttum og fagráð um dýravelferð skoðar nú leiðir til að tryggja velferð dýranna. Yfirdýralæknir hjá MAST segir fjölda aðkomufólks í réttum stundum umfram fjölda fjár. Fagráð um dýravelferð sem starfar á grundvelli laga og er Matvælastofnun til ráðgjar um álitaefni um dýravelferð hefur á síðustu fundum sínum fjallað um meðferð sauðfjár í réttum. Þóra Jóhanna Jónasdóttir, yfirdýralæknir hjá Mast og formaður ráðsins, segir bændur og eftirlitsaðila með dýravelferð hafa vaxandi áhyggjur. „Að rekstur fjár og réttir sérstaklega séu orðnir viðburðir sem á sumum stöðum á landinu eru hreinlega notaðir sem aðdráttarafl eða afþreying og skemmtun fyrir ferðamenn. Á sumum stöðum hefur földi fólks sem tekur þátt í að draga fé stundum verið umfram fjölda fjár í almenning,“ segir Þóra. Fjöldi ferðaþjónustufyrirtækja býður upp á skipulagðar ferðir í réttir.vísir/Vilhelm Ekki þarf nema stutta leit til þess að sjá að réttir eru á fjölmörgum síðum sérstaklega auglýstar fyrir ferðamenn. Icelandair birtir til að mynda dagskrá fjárrétta og á vefsíðu Inspired by Iceland eru ferðamenn eindregið hvattir til þess að kíkja í réttir. Þá býður fjöldi ferðaþjónustufyrirtækja upp á skipulagðar ferðir. Brotin horn og marið fé Þóra segir aðkomufólk sem taki þátt oft hafa oft litla sem enga þekkingu og reynslu á meðferð fjár. „Svo við sjáum bæði brotin horn og marið fé, það er verið að toga í ull og í versta falli er fé og lömb að troðast undir.“ Ráðið hefur verið að kalla til ýmsa fagaðila til þess að kortleggja umfang vandans og skoða leiðir til úrbóta. Aðspurð hvort tilmæli ráðsins gætu falist í því að takmarka fjölda þeirra sem sé heimilt að taka þátt segir Þóra allt til umræðu. Málið verður tekið aftur fyrir á fundi á morgun en óvíst er hvenær niðurstaða liggur fyrir. „Allavega standa vonir til þess að niðurstaða náist tímanlega og fyrir næstu réttir þannig að hægt sé að kynna mögulegar leiðir til úrbóta,“ segir Þóra. Dýraheilbrigði Dýr Réttir Ferðaþjónusta Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
Fagráð um dýravelferð sem starfar á grundvelli laga og er Matvælastofnun til ráðgjar um álitaefni um dýravelferð hefur á síðustu fundum sínum fjallað um meðferð sauðfjár í réttum. Þóra Jóhanna Jónasdóttir, yfirdýralæknir hjá Mast og formaður ráðsins, segir bændur og eftirlitsaðila með dýravelferð hafa vaxandi áhyggjur. „Að rekstur fjár og réttir sérstaklega séu orðnir viðburðir sem á sumum stöðum á landinu eru hreinlega notaðir sem aðdráttarafl eða afþreying og skemmtun fyrir ferðamenn. Á sumum stöðum hefur földi fólks sem tekur þátt í að draga fé stundum verið umfram fjölda fjár í almenning,“ segir Þóra. Fjöldi ferðaþjónustufyrirtækja býður upp á skipulagðar ferðir í réttir.vísir/Vilhelm Ekki þarf nema stutta leit til þess að sjá að réttir eru á fjölmörgum síðum sérstaklega auglýstar fyrir ferðamenn. Icelandair birtir til að mynda dagskrá fjárrétta og á vefsíðu Inspired by Iceland eru ferðamenn eindregið hvattir til þess að kíkja í réttir. Þá býður fjöldi ferðaþjónustufyrirtækja upp á skipulagðar ferðir. Brotin horn og marið fé Þóra segir aðkomufólk sem taki þátt oft hafa oft litla sem enga þekkingu og reynslu á meðferð fjár. „Svo við sjáum bæði brotin horn og marið fé, það er verið að toga í ull og í versta falli er fé og lömb að troðast undir.“ Ráðið hefur verið að kalla til ýmsa fagaðila til þess að kortleggja umfang vandans og skoða leiðir til úrbóta. Aðspurð hvort tilmæli ráðsins gætu falist í því að takmarka fjölda þeirra sem sé heimilt að taka þátt segir Þóra allt til umræðu. Málið verður tekið aftur fyrir á fundi á morgun en óvíst er hvenær niðurstaða liggur fyrir. „Allavega standa vonir til þess að niðurstaða náist tímanlega og fyrir næstu réttir þannig að hægt sé að kynna mögulegar leiðir til úrbóta,“ segir Þóra.
Dýraheilbrigði Dýr Réttir Ferðaþjónusta Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira