Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Jakob Bjarnar skrifar 26. mars 2025 11:17 Gunnar Örn er framkvæmdastjóri Landsambands veiðfélaga en á myndinni má einnig sjá norska froskmenn sem fóru um árnar og reyndu að lágmarka skaðann með því að skutla strokulaxana áður en meiri skaði varð af stroki þeirra. vísir Veiðifélag Hrútafjarðarár og Síkár og Veiðifélag Blöndu og Svartár hafa höfðað dómsmál gegn íslenska ríkinu og Arctic Sea Farm fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna leyfis Matvælastofnunar fyrir sjókvíaeldi í Patreksfirði og Tálknafirði. Veiðifélögin sem um ræðir eru samtök bænda og annarra landeigenda sem eiga land að Hrútafjarðará, Síká, Svartá og Blöndu. Þau vilja fá felldan úr gildi með dómi úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 28. október síðastliðnum og þar með leyfi Arctic Sea Farm fyrir sjókvíaeldi í Patreksfirði og Tálknafirði. Þetta tengist því þegar mikið magn kynþroska laxa slapp úr kvíum sínum 2023. „Veiðifélög standa vörð um laxastofna í straumvötnum Íslands, en villta laxinum er ógnað af stjórnlitlu laxeldi í sjókvíum fyrir vestan og austan. Tilraunir stjórnsýslu og löggjafans til að koma böndum á eldið hafa reynst máttlitlar. Nú reynir á gildi ákvarðana fyrir dómstólum,“ segir Gunnar Örn Petersen, framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga um málshöfðunina. Almenningur allur hafi hagsmuni af málinu Gunnar Örn bendir á að aldrei hafi fengist efnisleg meðferð fyrir dómstólum vegna leyfisveitinga fyrir sjókvíaeldi. Hér sé því um að ræða mikilvægt mál sem gæti skipt sköpum. Ef úrskurður fellur á þann veg að Artic Sea Farm missi leyfi sitt sitja þau uppi með 7800 tonn af fiski. Gunnar Örn Petersen telur einsýnt að dómsstólar fjalli um málið.aðsend „Ótrúlegt en satt hafa dómstólar hingað til hvorki talið að landeigendur né náttúruverndarsamtök eigi lögvarða hagsmuni þegar kemur að ágreiningi um útgáfu á leyfum fyrir sjókvíaeldi á laxi og vísað öllum málum frá dómi.“ Gunnar Örn segist auðvitað algjörlega ósammála þeirri afstöðu og í því samhengi megi rifja upp orð úr ákvörðun Ríkissaksóknara þegar hann skipaði í fyrravor Helga Jenssyni, lögreglustjóra á Vestfjörðum að halda áfram rannsókn á stóra sleppislysi Arctic Sea Farm: „Almenningur allur hefur hagsmuni af því að villtum ferskvatnsfiskstofnum sé ekki spillt með neikvæðum vistfræðiáhrifum.“ Leita nú til dómsstóla vegna málsins Í stjórnsýslumálinu hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála höfðu veiðifélögin, ásamt Landssambandi veiðifélaga, krafist ógildingar rekstrarleyfis sem Matvælastofnun veitti 21. mars síðastliðinn fyrir sjókvíaeldi Arctic Sea Farm í Patreksfirði og Tálknafirði með allt að 7.800 tonna hámarkslífmassa. Féllst úrskurðarnefndin ekki á kröfur veiðifélaganna og hafa þau ákveðið að leita til dómstóla um réttmæti þeirrar niðurstöðu. Snýst málið um réttmæti ákvarðananna, en stefnendur telja úrskurðarnefndina ekki hafa túlkað lög með réttum hætti og ekki rannsakað mál nægilega, þegar hún lagði mat á lögmæti rekstrarleyfisins. Tilgangur málshöfðunarinnar er að standa vörð um villta laxastofna, sjálfbæra nýtingu og líffræðilega fjölbreytni en þar gegna veiðifélög lögbundnu hlutverki. Fjöldi eldislaxa frá sjókvíaeldi Arctic Sea Farm í Patreksfirði gekk upp í Hrútafjarðará, Síká og Blöndu haustið 2023 og er erfðablöndun í fyrrnefndu ánni staðfest. Sjókvíaeldi Dómsmál Matvælaframleiðsla Fiskeldi Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Sjá meira
Veiðifélögin sem um ræðir eru samtök bænda og annarra landeigenda sem eiga land að Hrútafjarðará, Síká, Svartá og Blöndu. Þau vilja fá felldan úr gildi með dómi úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 28. október síðastliðnum og þar með leyfi Arctic Sea Farm fyrir sjókvíaeldi í Patreksfirði og Tálknafirði. Þetta tengist því þegar mikið magn kynþroska laxa slapp úr kvíum sínum 2023. „Veiðifélög standa vörð um laxastofna í straumvötnum Íslands, en villta laxinum er ógnað af stjórnlitlu laxeldi í sjókvíum fyrir vestan og austan. Tilraunir stjórnsýslu og löggjafans til að koma böndum á eldið hafa reynst máttlitlar. Nú reynir á gildi ákvarðana fyrir dómstólum,“ segir Gunnar Örn Petersen, framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga um málshöfðunina. Almenningur allur hafi hagsmuni af málinu Gunnar Örn bendir á að aldrei hafi fengist efnisleg meðferð fyrir dómstólum vegna leyfisveitinga fyrir sjókvíaeldi. Hér sé því um að ræða mikilvægt mál sem gæti skipt sköpum. Ef úrskurður fellur á þann veg að Artic Sea Farm missi leyfi sitt sitja þau uppi með 7800 tonn af fiski. Gunnar Örn Petersen telur einsýnt að dómsstólar fjalli um málið.aðsend „Ótrúlegt en satt hafa dómstólar hingað til hvorki talið að landeigendur né náttúruverndarsamtök eigi lögvarða hagsmuni þegar kemur að ágreiningi um útgáfu á leyfum fyrir sjókvíaeldi á laxi og vísað öllum málum frá dómi.“ Gunnar Örn segist auðvitað algjörlega ósammála þeirri afstöðu og í því samhengi megi rifja upp orð úr ákvörðun Ríkissaksóknara þegar hann skipaði í fyrravor Helga Jenssyni, lögreglustjóra á Vestfjörðum að halda áfram rannsókn á stóra sleppislysi Arctic Sea Farm: „Almenningur allur hefur hagsmuni af því að villtum ferskvatnsfiskstofnum sé ekki spillt með neikvæðum vistfræðiáhrifum.“ Leita nú til dómsstóla vegna málsins Í stjórnsýslumálinu hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála höfðu veiðifélögin, ásamt Landssambandi veiðifélaga, krafist ógildingar rekstrarleyfis sem Matvælastofnun veitti 21. mars síðastliðinn fyrir sjókvíaeldi Arctic Sea Farm í Patreksfirði og Tálknafirði með allt að 7.800 tonna hámarkslífmassa. Féllst úrskurðarnefndin ekki á kröfur veiðifélaganna og hafa þau ákveðið að leita til dómstóla um réttmæti þeirrar niðurstöðu. Snýst málið um réttmæti ákvarðananna, en stefnendur telja úrskurðarnefndina ekki hafa túlkað lög með réttum hætti og ekki rannsakað mál nægilega, þegar hún lagði mat á lögmæti rekstrarleyfisins. Tilgangur málshöfðunarinnar er að standa vörð um villta laxastofna, sjálfbæra nýtingu og líffræðilega fjölbreytni en þar gegna veiðifélög lögbundnu hlutverki. Fjöldi eldislaxa frá sjókvíaeldi Arctic Sea Farm í Patreksfirði gekk upp í Hrútafjarðará, Síká og Blöndu haustið 2023 og er erfðablöndun í fyrrnefndu ánni staðfest.
Sjókvíaeldi Dómsmál Matvælaframleiðsla Fiskeldi Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Sjá meira