Fótbolti

Stór­skota­liðið gerði sitt þegar Norð­menn lögðu Ís­rael

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Skyttan Martin Ödegaard lagði upp þrjú mörk.
Skyttan Martin Ödegaard lagði upp þrjú mörk. Sebastian Frej/Getty Images

Noregur vann sannfærandi 3-1 sigur á Ísrael í undankeppni heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu sem fram fer á næsta ári. 

Leikið var á Nagyerde-vellinum í Debrecen í Ungverjalandi þar sem Ísrael fær ekki að leika heimaleiki sína í Ísrael eftir að her landsins réðst inn í Palestínu og hóf þar að skjóta saklausa borgara í gríð og erg.

Norðmenn byrjuðu betur og kom vinstri bakvörðurinn David Møller Wolfe, leikmaður AZ Alkmaar í Hollandi, þeim yfir eftir sendingu fyrirliðans Martin Ödegaard. „Heimamenn“ jöfnuðu metin í síðari hálfleik áður en Ödegaard gaf sína aðra stoðsendingu í leiknum.

Að þessu sinni fann hann Alexander Sørloth, framherja Atlético Madríd, og Norðmenn komnir yfir á ný. Það voru svo tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni sem komu að þriðja markinu en hvorugur heitir þó Erling Haaland.

Sander Berge, leikmaður Fulham, gaf á Kristoffer Ajer, leikmann Brentford, sem kom Noregi 3-1 yfir. Það var svo að sjálfsögðu Haaland sjálfur sem fullkomnaði sigur Norðmanna með fjórða marki þeirra undir lok leiks. Enn og aftur var það Ödegaard sem lagð markið upp, stoðsendingaþrenna frá honum. Í blálok leiksins minnkaði Ísrael muninn.

Lokatölur 4-2 Noregi í vil sem hefur þar með unnið báða leiki sína í undankeppni HM til þessa og trónir á toppi I-riðils með sex stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×