Segist vera orðinn of gamall Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. mars 2025 11:31 George Clooney með Brad Pitt á rauða dreglinum eftir að kvikmynd þeirra Wolfs var frumsýnd í september á síðasta ári. EPA-EFE/ALLISON DINNER Bandaríski leikarinn George Clooney segist vera hættur að leika í rómantískum gamanmyndum. Hann segir ástæðuna einfaldlega vera aldurinn. Þetta kom fram í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes þar sem Clooney ræddi sitt nýjasta verkefni, hlutverk sitt í Broadway söngleiknum Good Night and Good Luck. Clooney lék síðast í rómantískri mynd árið 2022 en það var kvikmyndin Ticket to Paradise og var Clooney þar á skjánum með Juliu Roberts. „Sjáðu til, ég er orðinn 63 ára gamall. Ég ætla ekki í samkeppni við 25 ára aðalleikara. Það er ekki vinnan mín. Ég leik ekki lengur í rómantískum gamanmyndum,“ segir leikarinn meðal annars í viðtalinu. Hann fer með hlutverk blaðamannsins Edward R. Murrow í leikritinu á Broadway en athygli vakti að hann litaði heimsfræga silfurlitaða hárið brúnt fyrir hlutverkið. Glötuð handrit í tuttugu ár Clooney skaust almennilega upp á stjörnuhimininn á tíunda áratugnum og í upphafi þessarar aldar þegar hann var trekk í trekk valinn kynþokkafyllsti maður plánetunnar. Þá var hann duglegur að leika í hinum ýmsu rómantísku gamanmyndum líkt og One Fine Day með Michelle Pfeiffer árið 1996 og Intolerable Cruelty með Catherine Zeta-Jones árið 2003. Það vakti þess vegna gríðarlega athygli þegar hann og Julia Roberts brugðu sér aftur í hlutverk í rómantískri gamanmynd í Ticket to Paradise árið 2022. Julia Roberts sagði við tilefnið í viðtali við New York Times að hún hefði hafnað slíkum hlutverkum í tuttugu ár, einfaldlega vegna þess að handrit kvikmyndanna sem henni stóðu til boða að leika í hafi verið glötuð. „Fólk misskilur það stundum þannig að ég hafi ekki leikið í rómantískri gamanmynd svona lengi af því að mig langi ekki til þess,“ sagði Roberts á sínum tíma við miðilinn. „Ef ég hefði lesið eitthvað sem mér hefði fundist vera af sama kalíberi og Notting Hill eða My Best Friend's Wedding þá hefði ég leikið í því. Það var ekki til.“ Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Mest lesið Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Leikjavísir Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Lífið Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Lífið Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Menning Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Lífið Fleiri fréttir „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Sjá meira
Þetta kom fram í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes þar sem Clooney ræddi sitt nýjasta verkefni, hlutverk sitt í Broadway söngleiknum Good Night and Good Luck. Clooney lék síðast í rómantískri mynd árið 2022 en það var kvikmyndin Ticket to Paradise og var Clooney þar á skjánum með Juliu Roberts. „Sjáðu til, ég er orðinn 63 ára gamall. Ég ætla ekki í samkeppni við 25 ára aðalleikara. Það er ekki vinnan mín. Ég leik ekki lengur í rómantískum gamanmyndum,“ segir leikarinn meðal annars í viðtalinu. Hann fer með hlutverk blaðamannsins Edward R. Murrow í leikritinu á Broadway en athygli vakti að hann litaði heimsfræga silfurlitaða hárið brúnt fyrir hlutverkið. Glötuð handrit í tuttugu ár Clooney skaust almennilega upp á stjörnuhimininn á tíunda áratugnum og í upphafi þessarar aldar þegar hann var trekk í trekk valinn kynþokkafyllsti maður plánetunnar. Þá var hann duglegur að leika í hinum ýmsu rómantísku gamanmyndum líkt og One Fine Day með Michelle Pfeiffer árið 1996 og Intolerable Cruelty með Catherine Zeta-Jones árið 2003. Það vakti þess vegna gríðarlega athygli þegar hann og Julia Roberts brugðu sér aftur í hlutverk í rómantískri gamanmynd í Ticket to Paradise árið 2022. Julia Roberts sagði við tilefnið í viðtali við New York Times að hún hefði hafnað slíkum hlutverkum í tuttugu ár, einfaldlega vegna þess að handrit kvikmyndanna sem henni stóðu til boða að leika í hafi verið glötuð. „Fólk misskilur það stundum þannig að ég hafi ekki leikið í rómantískri gamanmynd svona lengi af því að mig langi ekki til þess,“ sagði Roberts á sínum tíma við miðilinn. „Ef ég hefði lesið eitthvað sem mér hefði fundist vera af sama kalíberi og Notting Hill eða My Best Friend's Wedding þá hefði ég leikið í því. Það var ekki til.“
Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Mest lesið Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Leikjavísir Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Lífið Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Lífið Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Menning Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Lífið Fleiri fréttir „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Sjá meira