Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sindri Sverrisson skrifar 25. mars 2025 08:02 Eli Dasa er fyrirliði Ísraels og leikmaður Dinamo Moskvu í Rússlandi. NTB/Fredrik Varfjell Óhætt er að segja að ákveðin togstreita ríki fyrir leik Ísraels og Noregs í kvöld, í undankeppni HM karla í fótbolta. Óvíst er að leikmenn liðanna skiptist á treyjum eftir leik, eins og gjarnan er gert. Martin Ödegaard og fleiri í norska liðinu hafa tjáð sig í aðdraganda leiksins um hvernig það sé að mæta Ísraelsmönnum, vitandi af þeim tugum þúsunda sem látist hafa í árásunum á Gasa. Það sé hins vegar ákvörðun UEFA að Ísrael megi spila og lítið sem leikmenn Noregs geti gert við því. Leikurinn í kvöld fer fram í Debrecen í Ungverjalandi og á blaðamannafundum þar í gærkvöld var lítið rætt um fótbolta, þó að Ståle Solbakken þjálfari Noregs segði: „Við erum hérna til að spila fótboltaleik. Við getum talað allan daginn um þetta en við höfum ekki tíma til að taka alla umræðuna. Ég held að menn sjái að það sem gerðist 7. október [2023 í Ísrael] er ekki gott fyrir neinn og ég skil tilfinningar þeirra út af því, og ég skil tilfinningarnar frá hinni hliðinni varðandi það sem svo gerðist. En mér finnst þetta hvorki staður né stund því við komumst ekki að neinni niðurstöðu,“ sagði Solbakken. Segir leikmönnum Noregs að læra af Solbakken Eli Dasa, fyrirliði Ísraels, var ánægður með svör Solbakken en var einnig spurður út í það að leikmenn Noregs hefðu tjáð sig um stríðið og stöðuna á Gasa. „Það er allt í lagi að menn tjái sig. Maður getur haft skoðun á ólíkum efnum, en ég hefði kosið að fólk sem tjáir sig myndi skilja um hvað það er að tala og gæti sýnt mér hvar Gasa og Ísrael eru staðsett á kortinu. Þá myndi ég kannski hlusta,“, sagði Dasa. „Ég kann ekki að meta fólk sem tjáir sig um hluti sem það skilur ekki. Þetta snýst um lífið almennt. Ég heyrði landsliðsþjálfarann þeirra tala í morgun. Leikmennirnir ættu að læra af honum og hvernig hann talaði. Hann fór milliveginn, því hann veit ekki hvað er að gerast,“ bætti Dasa við. Skiptumst á treyjum ef þeir vilja það Hann þvertók hins vegar fyrir það að leikmenn myndu neita að skiptast á treyjum eftir leik í kvöld. „Nei, það er ekki satt. Ég er viss um að það eru einhverjir leikmenn sem vilja skiptast á treyjum eftir leikinn. Við erum atvinnumenn. Ef að þeir vilja skiptast á treyjum þá gerum við það,“ sagði Dasa. Noregur vann Moldóvu 5-0 á útivelli á laugardag á meðan að Ísrael vann Eistland 2-1 í Debrecen, í fyrstu umferð undankeppninnar. Liðin koma til með að berjast um efsta sæti riðilsins við Ítalíu sem nú hefur bæst í riðilinn eftir tap gegn Þýskalandi í 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar. HM 2026 í fótbolta Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira
Martin Ödegaard og fleiri í norska liðinu hafa tjáð sig í aðdraganda leiksins um hvernig það sé að mæta Ísraelsmönnum, vitandi af þeim tugum þúsunda sem látist hafa í árásunum á Gasa. Það sé hins vegar ákvörðun UEFA að Ísrael megi spila og lítið sem leikmenn Noregs geti gert við því. Leikurinn í kvöld fer fram í Debrecen í Ungverjalandi og á blaðamannafundum þar í gærkvöld var lítið rætt um fótbolta, þó að Ståle Solbakken þjálfari Noregs segði: „Við erum hérna til að spila fótboltaleik. Við getum talað allan daginn um þetta en við höfum ekki tíma til að taka alla umræðuna. Ég held að menn sjái að það sem gerðist 7. október [2023 í Ísrael] er ekki gott fyrir neinn og ég skil tilfinningar þeirra út af því, og ég skil tilfinningarnar frá hinni hliðinni varðandi það sem svo gerðist. En mér finnst þetta hvorki staður né stund því við komumst ekki að neinni niðurstöðu,“ sagði Solbakken. Segir leikmönnum Noregs að læra af Solbakken Eli Dasa, fyrirliði Ísraels, var ánægður með svör Solbakken en var einnig spurður út í það að leikmenn Noregs hefðu tjáð sig um stríðið og stöðuna á Gasa. „Það er allt í lagi að menn tjái sig. Maður getur haft skoðun á ólíkum efnum, en ég hefði kosið að fólk sem tjáir sig myndi skilja um hvað það er að tala og gæti sýnt mér hvar Gasa og Ísrael eru staðsett á kortinu. Þá myndi ég kannski hlusta,“, sagði Dasa. „Ég kann ekki að meta fólk sem tjáir sig um hluti sem það skilur ekki. Þetta snýst um lífið almennt. Ég heyrði landsliðsþjálfarann þeirra tala í morgun. Leikmennirnir ættu að læra af honum og hvernig hann talaði. Hann fór milliveginn, því hann veit ekki hvað er að gerast,“ bætti Dasa við. Skiptumst á treyjum ef þeir vilja það Hann þvertók hins vegar fyrir það að leikmenn myndu neita að skiptast á treyjum eftir leik í kvöld. „Nei, það er ekki satt. Ég er viss um að það eru einhverjir leikmenn sem vilja skiptast á treyjum eftir leikinn. Við erum atvinnumenn. Ef að þeir vilja skiptast á treyjum þá gerum við það,“ sagði Dasa. Noregur vann Moldóvu 5-0 á útivelli á laugardag á meðan að Ísrael vann Eistland 2-1 í Debrecen, í fyrstu umferð undankeppninnar. Liðin koma til með að berjast um efsta sæti riðilsins við Ítalíu sem nú hefur bæst í riðilinn eftir tap gegn Þýskalandi í 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar.
HM 2026 í fótbolta Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira