Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2025 15:45 Ísland þarf mikinn viðsnúning frá leikjunum við Kósovó til þess að eiga möguleika í undankeppni HM í haust. Þá ætti liðið þó að geta spilað heimaleiki sína á Íslandi. EPA-EFE/Marcial Guillen Nýja-Sjáland varð í nótt fimmta liðið til þess að festa sér sæti á HM karla í fótbolta sumarið 2026. Nýsjálendingar verða þá með í þriðja sinn en leiðin hefur aldrei verið greiðari fyrir þá. Ísland á hins vegar erfiða leið fyrir höndum. Eftir fjölgun liða á HM úr 32 í 48 fékk Eyjaálfa í fyrsta sinn eitt öruggt sæti á HM og nú hefur Nýja-Sjáland tryggt sér það. Ástralía spilar í undankeppni Asíu líkt og liðið hóf að gera fyrir mörgum árum og því er samkeppnin lítil fyrir Nýsjálendinga sem þó þurftu að hafa fyrir hlutunum í úrslitaleik við Nýju Kaledóníu í nótt. Staðan var markalaus í hálfleik og Chris Wood, markahrókur Nottingham Forest, fór svo meiddur af velli snemma í seinni hálfleik. Það kom þó ekki að sök og Nýja-Sjáland tryggði sér HM-farseðilinn með 3-0 sigri. Áður hafði Japan orðið fyrsta þjóðin til að vinna sér inn HM-farseðil og svo eiga gestgjafarnir (Bandaríkin, Mexíkó og Kanada) öruggt sæti á mótinu. Ísland fékk Frakkland og Heimir glímir við Portúgal Undankeppnin í Evrópu hefur svo loks tekið á sig skýrari mynd eftir að 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar lauk í gær. Sigurliðin þar fóru nefnilega í ákveðin laus pláss í fjögurra liða riðlum en tapliðin í fimm liða riðla. Frakkland bættist í riðil Íslands með því að slá út Króatíu sem því spilar í L-riðli. Heimir Hallgrímsson og Írarnir hans þurfa að kljást við Portúgal eftir að Portúgalar slógu Dani út. Það er nefnilega svo að liðin sem komust í undanúrslit Þjóðadeildar, eins og Frakkland og Portúgal, urðu að vera í fjögurra liða riðlum til að allt passaði í leikjadagatalinu en fullmótaða riðla í evrópsku undankeppni HM má sjá hér að neðan. Undanriðlar HM í Evrópu. Keppni er þegar hafin í fimm liða riðlunum.@footrankings Mbappé til Reykjavíkur í október Ísland leikur í riðli með Aserbaísjan, Úkraínu og Frakklandi og fer hún fram frá september fram í nóvember. Efsta liðið kemst beint á HM og liðið í 2. sæti í umspil. Heimaleikur Íslands við Kylian Mbappé og félaga í franska landsliðinu er settur á 13. október, fimm dögum eftir að Ísland tekur á móti Úkraínu. Áætlað er að heimaleikir Íslands fari allir fram á endurbættum Laugardalsvelli, eftir að liðið neyddist til að spila heimaleik sinn gegn Kósovó í gær í Murcia á Spáni. Leikir Íslands í undankeppni HM: 5. sept: Ísland – Aserbaísjan 9. sept: Frakkland – Ísland 10. okt: Ísland – Úkraína 13. okt: Ísland – Frakkland 13. nóv: Aserbaísjan – Ísland 16. nóv: Úkraína - Ísland HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Eftir fjölgun liða á HM úr 32 í 48 fékk Eyjaálfa í fyrsta sinn eitt öruggt sæti á HM og nú hefur Nýja-Sjáland tryggt sér það. Ástralía spilar í undankeppni Asíu líkt og liðið hóf að gera fyrir mörgum árum og því er samkeppnin lítil fyrir Nýsjálendinga sem þó þurftu að hafa fyrir hlutunum í úrslitaleik við Nýju Kaledóníu í nótt. Staðan var markalaus í hálfleik og Chris Wood, markahrókur Nottingham Forest, fór svo meiddur af velli snemma í seinni hálfleik. Það kom þó ekki að sök og Nýja-Sjáland tryggði sér HM-farseðilinn með 3-0 sigri. Áður hafði Japan orðið fyrsta þjóðin til að vinna sér inn HM-farseðil og svo eiga gestgjafarnir (Bandaríkin, Mexíkó og Kanada) öruggt sæti á mótinu. Ísland fékk Frakkland og Heimir glímir við Portúgal Undankeppnin í Evrópu hefur svo loks tekið á sig skýrari mynd eftir að 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar lauk í gær. Sigurliðin þar fóru nefnilega í ákveðin laus pláss í fjögurra liða riðlum en tapliðin í fimm liða riðla. Frakkland bættist í riðil Íslands með því að slá út Króatíu sem því spilar í L-riðli. Heimir Hallgrímsson og Írarnir hans þurfa að kljást við Portúgal eftir að Portúgalar slógu Dani út. Það er nefnilega svo að liðin sem komust í undanúrslit Þjóðadeildar, eins og Frakkland og Portúgal, urðu að vera í fjögurra liða riðlum til að allt passaði í leikjadagatalinu en fullmótaða riðla í evrópsku undankeppni HM má sjá hér að neðan. Undanriðlar HM í Evrópu. Keppni er þegar hafin í fimm liða riðlunum.@footrankings Mbappé til Reykjavíkur í október Ísland leikur í riðli með Aserbaísjan, Úkraínu og Frakklandi og fer hún fram frá september fram í nóvember. Efsta liðið kemst beint á HM og liðið í 2. sæti í umspil. Heimaleikur Íslands við Kylian Mbappé og félaga í franska landsliðinu er settur á 13. október, fimm dögum eftir að Ísland tekur á móti Úkraínu. Áætlað er að heimaleikir Íslands fari allir fram á endurbættum Laugardalsvelli, eftir að liðið neyddist til að spila heimaleik sinn gegn Kósovó í gær í Murcia á Spáni. Leikir Íslands í undankeppni HM: 5. sept: Ísland – Aserbaísjan 9. sept: Frakkland – Ísland 10. okt: Ísland – Úkraína 13. okt: Ísland – Frakkland 13. nóv: Aserbaísjan – Ísland 16. nóv: Úkraína - Ísland
Leikir Íslands í undankeppni HM: 5. sept: Ísland – Aserbaísjan 9. sept: Frakkland – Ísland 10. okt: Ísland – Úkraína 13. okt: Ísland – Frakkland 13. nóv: Aserbaísjan – Ísland 16. nóv: Úkraína - Ísland
HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira