Sumarblús Flosi Þorgeirsson skrifar 23. mars 2025 21:31 Nú hækkar sól á lofti. Hið kalda tak vetursins linast. Sorti og drungi hverfur. Léttara verður yfir fólki, útigrillin eru fægð, tjöld viðruð og lögð drög að því hvernig skal nýta þennan magnaða tíma sem íslenska sumarið er. Þó eru ekki allir sem hlakka til sumars. Ákveðinn hópur fólks vill ekkert heitar en finna sömu gleði og tilhlökkun eins og flest sitt samferðafólk. En sú góða tilfinning hreiðrar ekki um sig hjá öllum. Margir hafa þá mynd af þunglyndi að það sé depurð. Þetta fólk sé alltaf leitt og dapurt. Svo er ekki. Þunglyndi er grár tómleiki. Allar tilfinningar dofna, jafnt andlegar sem líkamlegar. Löngun í mat og jafnvel kynlíf minnkar. Þú ert mögulega búin(n) að skipuleggja sumarleyfi á frábærum stað en tilhlökkun er engin. Þunglyndi drepur tilfinningar. Depurð, sorg og söknuður eru eðlilegar tilfinningar. Það er aftur á móti ekkert eðlilegt við þunglyndi. Þessvegna er það skilgreint sem sjúkdómur. Meira að segja mjög hættulegur sjúkdómur. Rannsóknir sýna að sjálfsvíg eru algengari að sumri til. Vetrarblúsinn er öðruvísi en sumarblús. Á veturna er mikill doði sem einkennist af orkuleysi. „Venjulega“ fólkið sem er svo heppið að burðast ekki með þunglyndi, finnur þó einnig fyrir þessu. Það hefur meiri skilning á þyngslum og doða okkar, hinna þunglyndu. Svo er ekki þegar fuglar byrja að syngja og boða vorfögnuð. Sumarblúsinn er því að mörgu leyti erfiðari. Þunglyndið ræðst öðruvísi á okkur er sólin skríður hærra á loft. Við rífum okkur jafnvel meira niður. Ein af ástæðunum fyrir þessu er að samfélagið gerir ráð fyrir að allir eigi að vera glaðir að sumri til. Þeir sem glíma við þunglyndi finna þá fyrir aukinni firringu – „Af hverju er ég ekki hamingjusamur þegar allt í kringum mig kallar á gleði?“ Slík tilfinning getur aukið sjálfsásakanir og vanmáttarkennd. Að auki getur líkaminn átt erfitt með að stilla sig af þegar birtutíminn lengist, og svefntruflanir – algengur fylgifiskur sumars – geta gert þunglyndi enn verra. Þó að engin einhlít skýring sé á því, er talið að þessi árstíðabundna aukning tengist því að fólk sem hefur verið mjög veikt að vetri til finni skammvinna orkuaukningu á vorin – en án þess að líðan þess hafi raunverulega batnað. Slík blanda getur verið hættuleg. Lífshættuleg. Það er þetta niðurrif sem er mun hættulegra en vetrardoðinn. Þunglyndið hefur aðeins eitt markmið: Að koma okkur í gröfina sem fyrst. Ólíkt krabbameini eða öðrum slíkum sjúkdómum, getur þunglyndið sjálft ekki drepið okkur. Það þarf að sannfæra okkur um að falla fyrir eigin hendi. Fyrir suma getur sumarið verið jafn erfitt, ef ekki erfiðara, en svartasta skammdegið. Þess vegna skiptir máli að vera vakandi fyrir merkjum um vanlíðan í kringum sig – líka þegar sólin skín sem skærast. Það er þó ýmislegt sem við getum gert svo að grámanum takist ekki sitt grimma ætlunarverk. Nauðsynlegt er að reyna að viðhalda rútínu hvað varðar svefn, mataræði og hreyfingu. Mundu að það er engin skylda að njóta sumarsins eins og aðrir. Við erum öll ólík. Það er í lagi að vera ekki í sólskinsskapi þótt sól sé björt. Samfélagsmiðlar fyllast af myndum af hamingjusömu fólki í sumarsól, en það er aðeins ein hlið á lífinu. Að draga sig í hlé frá slíkum samanburði getur hjálpað. Ekki burðast ein(n) með þína vanlíðan. Það hjálpar að tala við vin sem skilur þig, eða þá fagaðila. Aðstandendur geta hjálpað með því að gera ekki lítið úr okkar vanlíðan. Frasar eins og „Farðu bara út í sólina, þá líður þér betur“ eða „Af hverju ertu svona leið(ur) þegar það er svona gott veður?“ gera bara illt verra. Þunglyndi að sumri til getur verið erfitt að skilja fyrir þá sem ekki hafa upplifað það, en stuðningur snýst oft um að vera til staðar án þess að þurfa að „laga“ hlutina. Setning eins og: „Langar þig að koma í kaffibolla? Engin pressa, bara ef þú treystir þér“, er aftur á móti virkilega hjálpleg. Ekki segja hinum þunglynda hvað hann „ætti“ að gera. Spyrjið frekar hvernig þið getið hjálpað. Bjóða fram hjálp eða jafnvel eitthvað einfalt eins og að stinga upp á göngutúr saman getur gert gæfumun. Leyfum þunglyndinu ekki að eyðileggja fyrir okkur hið yndislega sumar! Höfundur er sagnfræðingur og tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Nú hækkar sól á lofti. Hið kalda tak vetursins linast. Sorti og drungi hverfur. Léttara verður yfir fólki, útigrillin eru fægð, tjöld viðruð og lögð drög að því hvernig skal nýta þennan magnaða tíma sem íslenska sumarið er. Þó eru ekki allir sem hlakka til sumars. Ákveðinn hópur fólks vill ekkert heitar en finna sömu gleði og tilhlökkun eins og flest sitt samferðafólk. En sú góða tilfinning hreiðrar ekki um sig hjá öllum. Margir hafa þá mynd af þunglyndi að það sé depurð. Þetta fólk sé alltaf leitt og dapurt. Svo er ekki. Þunglyndi er grár tómleiki. Allar tilfinningar dofna, jafnt andlegar sem líkamlegar. Löngun í mat og jafnvel kynlíf minnkar. Þú ert mögulega búin(n) að skipuleggja sumarleyfi á frábærum stað en tilhlökkun er engin. Þunglyndi drepur tilfinningar. Depurð, sorg og söknuður eru eðlilegar tilfinningar. Það er aftur á móti ekkert eðlilegt við þunglyndi. Þessvegna er það skilgreint sem sjúkdómur. Meira að segja mjög hættulegur sjúkdómur. Rannsóknir sýna að sjálfsvíg eru algengari að sumri til. Vetrarblúsinn er öðruvísi en sumarblús. Á veturna er mikill doði sem einkennist af orkuleysi. „Venjulega“ fólkið sem er svo heppið að burðast ekki með þunglyndi, finnur þó einnig fyrir þessu. Það hefur meiri skilning á þyngslum og doða okkar, hinna þunglyndu. Svo er ekki þegar fuglar byrja að syngja og boða vorfögnuð. Sumarblúsinn er því að mörgu leyti erfiðari. Þunglyndið ræðst öðruvísi á okkur er sólin skríður hærra á loft. Við rífum okkur jafnvel meira niður. Ein af ástæðunum fyrir þessu er að samfélagið gerir ráð fyrir að allir eigi að vera glaðir að sumri til. Þeir sem glíma við þunglyndi finna þá fyrir aukinni firringu – „Af hverju er ég ekki hamingjusamur þegar allt í kringum mig kallar á gleði?“ Slík tilfinning getur aukið sjálfsásakanir og vanmáttarkennd. Að auki getur líkaminn átt erfitt með að stilla sig af þegar birtutíminn lengist, og svefntruflanir – algengur fylgifiskur sumars – geta gert þunglyndi enn verra. Þó að engin einhlít skýring sé á því, er talið að þessi árstíðabundna aukning tengist því að fólk sem hefur verið mjög veikt að vetri til finni skammvinna orkuaukningu á vorin – en án þess að líðan þess hafi raunverulega batnað. Slík blanda getur verið hættuleg. Lífshættuleg. Það er þetta niðurrif sem er mun hættulegra en vetrardoðinn. Þunglyndið hefur aðeins eitt markmið: Að koma okkur í gröfina sem fyrst. Ólíkt krabbameini eða öðrum slíkum sjúkdómum, getur þunglyndið sjálft ekki drepið okkur. Það þarf að sannfæra okkur um að falla fyrir eigin hendi. Fyrir suma getur sumarið verið jafn erfitt, ef ekki erfiðara, en svartasta skammdegið. Þess vegna skiptir máli að vera vakandi fyrir merkjum um vanlíðan í kringum sig – líka þegar sólin skín sem skærast. Það er þó ýmislegt sem við getum gert svo að grámanum takist ekki sitt grimma ætlunarverk. Nauðsynlegt er að reyna að viðhalda rútínu hvað varðar svefn, mataræði og hreyfingu. Mundu að það er engin skylda að njóta sumarsins eins og aðrir. Við erum öll ólík. Það er í lagi að vera ekki í sólskinsskapi þótt sól sé björt. Samfélagsmiðlar fyllast af myndum af hamingjusömu fólki í sumarsól, en það er aðeins ein hlið á lífinu. Að draga sig í hlé frá slíkum samanburði getur hjálpað. Ekki burðast ein(n) með þína vanlíðan. Það hjálpar að tala við vin sem skilur þig, eða þá fagaðila. Aðstandendur geta hjálpað með því að gera ekki lítið úr okkar vanlíðan. Frasar eins og „Farðu bara út í sólina, þá líður þér betur“ eða „Af hverju ertu svona leið(ur) þegar það er svona gott veður?“ gera bara illt verra. Þunglyndi að sumri til getur verið erfitt að skilja fyrir þá sem ekki hafa upplifað það, en stuðningur snýst oft um að vera til staðar án þess að þurfa að „laga“ hlutina. Setning eins og: „Langar þig að koma í kaffibolla? Engin pressa, bara ef þú treystir þér“, er aftur á móti virkilega hjálpleg. Ekki segja hinum þunglynda hvað hann „ætti“ að gera. Spyrjið frekar hvernig þið getið hjálpað. Bjóða fram hjálp eða jafnvel eitthvað einfalt eins og að stinga upp á göngutúr saman getur gert gæfumun. Leyfum þunglyndinu ekki að eyðileggja fyrir okkur hið yndislega sumar! Höfundur er sagnfræðingur og tónlistarmaður.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun