Gísli fór til Vals eftir tímabilið 2023, þar sem hann hafði verið í stóru hlutverki með ÍA í Lengjudeildinni. Á síðasta tímabilið með Val kom hann við sögu í þrettán deildarleikjum og skoraði tvö mörk.
„Gísli er uppalinn á Skaganum og æfði upp yngri flokkana hjá ÍA. Nú snýr hann aftur heim – tilbúinn að berjast í gulu treyjunni fyrir félagið sitt og bæinn sinn.
Við fögnum Gísla hjartanlega og hlökkum til að sjá hann skína á Akranesvelli á næstu árum!“ segir í tilkynningu Skagamanna.