„Verður að vera þolinmæði og verður að vera bjartsýni“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. mars 2025 19:47 Orri Steinn Óskarsson fagnar marki sínu í kvöld. EPA-EFE/Marcial Guillen Orri Steinn Óskarsson skoraði eina mark íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er liðið mátti þola 1-3 tap gegn Kósovó í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Orri kom íslenska liðinu yfir strax á 2. mínútu leiksins, en eftir það áttu íslensku strákarnir í miklu basli og þurft að lokum að sætta sig við 1-3 tap. Kósovó vann því einvígið samanlagt 5-2 og Ísland er fallið niður í C-deild Þjóðadeildarinnar. „Við byrjum vel og auðvitað er svekkjandi að missa taktinn niður. Baráttan var ekki til staðar og við vorum ekki að vinna 50/50 boltana. Sérstaklega ekki í fyrri hálfleik,“ sagði Orri í leikslok. „Síðan lendum við auðvitað bara í erfiðri stöðu þegar við missum mann af velli, en það er auðvitað bara partur af leiknum. Við þurftum að díla við það og gerðum það mjög vel. En bara mjög svekkjandi.“ Hann gat þó ekki sagt til um það hvers vegna íslenska liðið virtist trekk í trekk lenda undir í baráttunni gegn Kósovó. „Það er auðvitað bara erfitt að segja. Sem leikmanni inni á vellinum leið manni bara eins og hitt liðið fengi smá kraft við það að spila vel og komast á okkar vallarhelming. Það dró smá orkuna úr okkur, en þeir spiluðu bara mjög vel í dag og voru betri en við. Við hefðum klárlega átt að gera betur.“ Klippa: Svekktur fyrirliði Þrátt fyrir að leikur kvöldsins hafi tæknilega séð verið heimaleikur Íslands fór hann alls ekki fram á Íslandi. Leikið var í Murcia á Spáni, en þó var nóg af Íslendingum í stúkunni til að styðja við bakið á strákunum. „Það er auðvitað bara geggjað að sjá alla og það gaf manni bros á vör í upphitun. Gaman að heyra lagið og finna fyrir stuðningi þegar við getum ekki verið á heimavelli. Það gefur okkur mikið og bætir ofan á svekkelsið að hafa ekki náð að vinna.“ Íslenska liðið hefur nú tapað fyrstu tveimur leikjunum sínum undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar, en Orri ætlar sér þó frekar að horfa fram á veginn. „Það er mikilvægt að við horfum fram á við og séum ekki að dvelja á þessu of lengi. Þetta má ekki vera of neikvætt. Það verður að vera þolinmæði og það verður að vera bjartsýni því við erum með ungt lið og nýjan þjálfara. Efnilegan þjálfara og efnilegt lið og það eru svo margir möguleikar í þessu liði og í þessum þjálfara. Við verðum öll að vera á bakvið okkur. Sérstaklega núna þegar við eigum tvo æfingaleiki. Mikilvægri æfingaleikir sem við ætlum að nota og svo er það bara undankeppni HM. Þá ætlum við svo sannarlega að vera „on-it“ og það er skylda að vera „on-it“. Okkur hlakkar til að bæta okkur sem lið og vera klárir í undankeppni HM,“ sagði Orri að lokum. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Orri kom íslenska liðinu yfir strax á 2. mínútu leiksins, en eftir það áttu íslensku strákarnir í miklu basli og þurft að lokum að sætta sig við 1-3 tap. Kósovó vann því einvígið samanlagt 5-2 og Ísland er fallið niður í C-deild Þjóðadeildarinnar. „Við byrjum vel og auðvitað er svekkjandi að missa taktinn niður. Baráttan var ekki til staðar og við vorum ekki að vinna 50/50 boltana. Sérstaklega ekki í fyrri hálfleik,“ sagði Orri í leikslok. „Síðan lendum við auðvitað bara í erfiðri stöðu þegar við missum mann af velli, en það er auðvitað bara partur af leiknum. Við þurftum að díla við það og gerðum það mjög vel. En bara mjög svekkjandi.“ Hann gat þó ekki sagt til um það hvers vegna íslenska liðið virtist trekk í trekk lenda undir í baráttunni gegn Kósovó. „Það er auðvitað bara erfitt að segja. Sem leikmanni inni á vellinum leið manni bara eins og hitt liðið fengi smá kraft við það að spila vel og komast á okkar vallarhelming. Það dró smá orkuna úr okkur, en þeir spiluðu bara mjög vel í dag og voru betri en við. Við hefðum klárlega átt að gera betur.“ Klippa: Svekktur fyrirliði Þrátt fyrir að leikur kvöldsins hafi tæknilega séð verið heimaleikur Íslands fór hann alls ekki fram á Íslandi. Leikið var í Murcia á Spáni, en þó var nóg af Íslendingum í stúkunni til að styðja við bakið á strákunum. „Það er auðvitað bara geggjað að sjá alla og það gaf manni bros á vör í upphitun. Gaman að heyra lagið og finna fyrir stuðningi þegar við getum ekki verið á heimavelli. Það gefur okkur mikið og bætir ofan á svekkelsið að hafa ekki náð að vinna.“ Íslenska liðið hefur nú tapað fyrstu tveimur leikjunum sínum undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar, en Orri ætlar sér þó frekar að horfa fram á veginn. „Það er mikilvægt að við horfum fram á við og séum ekki að dvelja á þessu of lengi. Þetta má ekki vera of neikvætt. Það verður að vera þolinmæði og það verður að vera bjartsýni því við erum með ungt lið og nýjan þjálfara. Efnilegan þjálfara og efnilegt lið og það eru svo margir möguleikar í þessu liði og í þessum þjálfara. Við verðum öll að vera á bakvið okkur. Sérstaklega núna þegar við eigum tvo æfingaleiki. Mikilvægri æfingaleikir sem við ætlum að nota og svo er það bara undankeppni HM. Þá ætlum við svo sannarlega að vera „on-it“ og það er skylda að vera „on-it“. Okkur hlakkar til að bæta okkur sem lið og vera klárir í undankeppni HM,“ sagði Orri að lokum.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira