Vitneskja Áslaugar Örnu setji meintan leka í alvarlegra samhengi Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. mars 2025 18:34 Össur telur að Áslaug Arna þurfi að greina frá því hvað hún gerði við upplýsingarnar sem hún fékk frá Ólöfu Björnsdóttur um barn sem Ásthildur Lóa átti með Eiríki Ásmundssyni. Vísir/Anton Brink/Vilhelm Össur Skarphéðinsson telur að rannsaka þurfi þátt Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í lekanum sem leiddi til afsagnar Ásthildar Lóu Þórsdóttur sem barnamálaráðherra. Áslaug fékk upplýsingar um málið sex dögum áður en frétt Rúv birtist. Rúv fjallaði í gær um tímalínu málsins frá því Ólöf Björnsdóttir, fyrrverandi tengdamóðir Eiríks Ásmundssonar sem eignaðist barn með Ásthildi Lóu þegar hann var sextán ára, sendi fyrst tölvupóst á forsætisráðuneytið 9. mars og óskaði eftir fimm mínútna fundi með ráðherranum og þar til frétt Rúv um málið birtist í Speglinum 20. mars. Ólöf sendi póst eftir miðnætti 13.mars þar sem hún fór yfir að samband Ásthildar Lóu og Eiríks hafi hafist þegar hann var unglingur í veikri stöðu og hún fullorðin kona. Þá hafi hún ekki leyft honum að hitta barnið sitt. Forsætisráðuneytið hafnaði fundi með Ólöfu þann 14. mars og sama dag hafi hún sent tölvupóst um málið á Áslaugu Örnu. Össur gerir sér mat úr því í pistlinum „Þarf ekki að rannsaka þátt Áslaugar Örnu?“ á Facebook-síðu sinni fyrr í dag. Ekki þarf að koma neinum á óvart hvar Össur, sem er fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, stendur í málinu. „Ærandi þögn“ Áslaugar veki athygli Össur segir í pistlinum að „Hrútakofinn“ á Morgunblaðinu og þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi velt sér upp úr „lekum“ úr forsætisráðuneytinu og reynt að koma höggi á Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra. Nefnir hann þingmennina Hildi Sverrisdóttur og Guðrúnu Hafsteinsdóttur. „Hins vegar vekur athygli ærandi þögn Áslaugar Örnu, yfirlýsingaglaðasta þingmanns flokksins, sem þó hefur ekki sparað sig um hvers kyns málefni eftir fallið í nýafstöðnu formannskjöri,“ skrifar Össur í færslunni. Það að Áslaug Arna hafi vitað af málinu „löngu áður en það breikaði í fjölmiðlum“ telur Össur að setji meintan leka á upplýsingum Ólafar í alvarlegra samhengi. Hann veltir fyrir sér hvort Áslaug hafi jafnvel fengið sama póst og forsætisráðherra þar sem erindi Ólafar var rakið. Innsti hringur flokksins vitað af málinu áður en því lak til fjölmiðla Össur skrifar að samkvæmt frétt Rúv hafi fólk í innsta hring Sjálfstæðisflokksins haft upplýsingar um málið undir höndum löngu áður en það komst til fjölmiðla. „Það var forystu Sjálfstæðisflokksins til minnkunar að freista þess að nota þetta mál til að sverta mannorð forsætisráðherra. Sérstaklega þegar haft er í huga að skv. RÚV hafði fallin erfðaprinsessa í flokknum upplýsingar um málið. Ætlar RÚV virkilega ekki að ganga eftir því að Áslaug Árna skýri stöðu sína í málinu?“ skrifar Össur. Loks endar hann færsluna á að segja að það sé skýlaus krafa að Áslaug Arna geri hreint fyrir sínum dyrum og greini frá því hvað hún hafi gert við upplýsingarnar sem henni bárust um málið. Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Flokkur fólksins Tengdar fréttir Kom á óvart hvað ráðherrarnir áttu erfitt með að svara Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að afsögn barna- og menntamálaráðherra sé enn eitt atvikið í stuttri tíð ríkisstjórnarinnar sem fái mann til að velta vöngum um hversu lífvænleg hún sé, og hvort það hafi verið rétt að stofna til hennar á þann hátt sem gert hafi verið. Hann segir umræðuna um mögulegan trúnaðarbrest forsætisráðuneytisins einn áhugaverðasta flötinn á málinu. 21. mars 2025 22:31 Brugðið þegar Ásthildur bankaði uppá klukkan tíu að kvöldi Konan sem vildi ræða við forsætisráðherra um mennta- og barnamálaráðherra segir að forsætisráðherra hafi brotið trúnað með því að láta barna- og menntamálaráðherra vita af erindi hennar. 21. mars 2025 20:23 Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Sjá meira
Rúv fjallaði í gær um tímalínu málsins frá því Ólöf Björnsdóttir, fyrrverandi tengdamóðir Eiríks Ásmundssonar sem eignaðist barn með Ásthildi Lóu þegar hann var sextán ára, sendi fyrst tölvupóst á forsætisráðuneytið 9. mars og óskaði eftir fimm mínútna fundi með ráðherranum og þar til frétt Rúv um málið birtist í Speglinum 20. mars. Ólöf sendi póst eftir miðnætti 13.mars þar sem hún fór yfir að samband Ásthildar Lóu og Eiríks hafi hafist þegar hann var unglingur í veikri stöðu og hún fullorðin kona. Þá hafi hún ekki leyft honum að hitta barnið sitt. Forsætisráðuneytið hafnaði fundi með Ólöfu þann 14. mars og sama dag hafi hún sent tölvupóst um málið á Áslaugu Örnu. Össur gerir sér mat úr því í pistlinum „Þarf ekki að rannsaka þátt Áslaugar Örnu?“ á Facebook-síðu sinni fyrr í dag. Ekki þarf að koma neinum á óvart hvar Össur, sem er fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, stendur í málinu. „Ærandi þögn“ Áslaugar veki athygli Össur segir í pistlinum að „Hrútakofinn“ á Morgunblaðinu og þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi velt sér upp úr „lekum“ úr forsætisráðuneytinu og reynt að koma höggi á Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra. Nefnir hann þingmennina Hildi Sverrisdóttur og Guðrúnu Hafsteinsdóttur. „Hins vegar vekur athygli ærandi þögn Áslaugar Örnu, yfirlýsingaglaðasta þingmanns flokksins, sem þó hefur ekki sparað sig um hvers kyns málefni eftir fallið í nýafstöðnu formannskjöri,“ skrifar Össur í færslunni. Það að Áslaug Arna hafi vitað af málinu „löngu áður en það breikaði í fjölmiðlum“ telur Össur að setji meintan leka á upplýsingum Ólafar í alvarlegra samhengi. Hann veltir fyrir sér hvort Áslaug hafi jafnvel fengið sama póst og forsætisráðherra þar sem erindi Ólafar var rakið. Innsti hringur flokksins vitað af málinu áður en því lak til fjölmiðla Össur skrifar að samkvæmt frétt Rúv hafi fólk í innsta hring Sjálfstæðisflokksins haft upplýsingar um málið undir höndum löngu áður en það komst til fjölmiðla. „Það var forystu Sjálfstæðisflokksins til minnkunar að freista þess að nota þetta mál til að sverta mannorð forsætisráðherra. Sérstaklega þegar haft er í huga að skv. RÚV hafði fallin erfðaprinsessa í flokknum upplýsingar um málið. Ætlar RÚV virkilega ekki að ganga eftir því að Áslaug Árna skýri stöðu sína í málinu?“ skrifar Össur. Loks endar hann færsluna á að segja að það sé skýlaus krafa að Áslaug Arna geri hreint fyrir sínum dyrum og greini frá því hvað hún hafi gert við upplýsingarnar sem henni bárust um málið.
Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Flokkur fólksins Tengdar fréttir Kom á óvart hvað ráðherrarnir áttu erfitt með að svara Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að afsögn barna- og menntamálaráðherra sé enn eitt atvikið í stuttri tíð ríkisstjórnarinnar sem fái mann til að velta vöngum um hversu lífvænleg hún sé, og hvort það hafi verið rétt að stofna til hennar á þann hátt sem gert hafi verið. Hann segir umræðuna um mögulegan trúnaðarbrest forsætisráðuneytisins einn áhugaverðasta flötinn á málinu. 21. mars 2025 22:31 Brugðið þegar Ásthildur bankaði uppá klukkan tíu að kvöldi Konan sem vildi ræða við forsætisráðherra um mennta- og barnamálaráðherra segir að forsætisráðherra hafi brotið trúnað með því að láta barna- og menntamálaráðherra vita af erindi hennar. 21. mars 2025 20:23 Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Sjá meira
Kom á óvart hvað ráðherrarnir áttu erfitt með að svara Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að afsögn barna- og menntamálaráðherra sé enn eitt atvikið í stuttri tíð ríkisstjórnarinnar sem fái mann til að velta vöngum um hversu lífvænleg hún sé, og hvort það hafi verið rétt að stofna til hennar á þann hátt sem gert hafi verið. Hann segir umræðuna um mögulegan trúnaðarbrest forsætisráðuneytisins einn áhugaverðasta flötinn á málinu. 21. mars 2025 22:31
Brugðið þegar Ásthildur bankaði uppá klukkan tíu að kvöldi Konan sem vildi ræða við forsætisráðherra um mennta- og barnamálaráðherra segir að forsætisráðherra hafi brotið trúnað með því að láta barna- og menntamálaráðherra vita af erindi hennar. 21. mars 2025 20:23