Borgarfulltrúi meðal mótmælenda fyrir utan Tesla Jón Ísak Ragnarsson skrifar 22. mars 2025 16:25 „Flautaðu ef þú hatar fasisma“ stendur á skilti sem Alexandra Briem borgarfulltrúi Pírata heldur á. Vísir/Lýður Hópur fólks safnaðist saman í dag fyrir utan Tesla-umboðið í Vatnagörðum í Reykjavík. Borgarfulltrúi Pírata flutti ræðu. Af myndum að dæma voru um tíu til fimmtán manns á staðnum. Skipuleggjendur mótmælanna eru hópur sem kallar sig Save democracy Iceland (Björgum lýðræðinu Ísland). Í tilkynningu frá skipuleggjendum mótmælanna, sem er á ensku, segir að hópurinn sé grasrótarhópur sem hafi orðið til á Facebook í ljósi alls sem hefur gerst síðan Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna. Hópurinn sé andsvar við ógn fasískra afla sem séu á uppleið um heim allan. Þá segir jafnframt að mótmælin séu liður í Tesla Takedown hreyfingunni. Útiloka engan „Við útilokum engan og bjóðum alla velkomna sem deila lýðræðislegum gildum okkar, frelsishugsjónum og jafnréttissjónarmiðum,“ segir í tilkynningunni. „Hvað mig varðar var ég beðin um að koma þangað og halda ræðu. Ég vildi bara nota tækifærið til þess að mótmæla því hvernig Elon Musk hefur verið að beita sér í heiminum gegn trans fólki, og gegn lýðræði í Bandaríkjunum og heiminum,“ segir Alexandra Briem. Ekkert á móti umboðinu Alexandra segir nauðsynlegt að beita sér gegn fyrirtækjum sem auðgi Musk, í ljósi þess að hann beiti sér gegn lýðræði og mannréttindum. Hann sé hvað þekktastur sem talsmaður og aðaleigandi Tesla. „Ég hef ekkert á móti umboðinu hérlendis eða starfsfólkinu þar eða fólki sem keyrir á Teslu. En núna eru þessir hlutir orðnir ljósir, hversu afgerandi slæmur hann er, og fólk þarf að fara gera upp hug sinn hvort fólki þyki þetta í lagi,“ segir Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata. Hópurinn stóð fyrir utan umboðið í Vatnagörðum milli 14 og 16.Vísir/Viktor Freyr „Ojj. Teslur eru ógeðslegar núna,“ segir á skiltinu.Vísir/Lýður Vísir/Lýður „Tesla fjármagnar fasisma“ segir þessi. Vísir/Lýður „Sendum Elon Musk úr landi“ segir þessi.Vísir/Lýður Tesla Borgarstjórn Reykjavík Donald Trump Elon Musk Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Sjá meira
Í tilkynningu frá skipuleggjendum mótmælanna, sem er á ensku, segir að hópurinn sé grasrótarhópur sem hafi orðið til á Facebook í ljósi alls sem hefur gerst síðan Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna. Hópurinn sé andsvar við ógn fasískra afla sem séu á uppleið um heim allan. Þá segir jafnframt að mótmælin séu liður í Tesla Takedown hreyfingunni. Útiloka engan „Við útilokum engan og bjóðum alla velkomna sem deila lýðræðislegum gildum okkar, frelsishugsjónum og jafnréttissjónarmiðum,“ segir í tilkynningunni. „Hvað mig varðar var ég beðin um að koma þangað og halda ræðu. Ég vildi bara nota tækifærið til þess að mótmæla því hvernig Elon Musk hefur verið að beita sér í heiminum gegn trans fólki, og gegn lýðræði í Bandaríkjunum og heiminum,“ segir Alexandra Briem. Ekkert á móti umboðinu Alexandra segir nauðsynlegt að beita sér gegn fyrirtækjum sem auðgi Musk, í ljósi þess að hann beiti sér gegn lýðræði og mannréttindum. Hann sé hvað þekktastur sem talsmaður og aðaleigandi Tesla. „Ég hef ekkert á móti umboðinu hérlendis eða starfsfólkinu þar eða fólki sem keyrir á Teslu. En núna eru þessir hlutir orðnir ljósir, hversu afgerandi slæmur hann er, og fólk þarf að fara gera upp hug sinn hvort fólki þyki þetta í lagi,“ segir Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata. Hópurinn stóð fyrir utan umboðið í Vatnagörðum milli 14 og 16.Vísir/Viktor Freyr „Ojj. Teslur eru ógeðslegar núna,“ segir á skiltinu.Vísir/Lýður Vísir/Lýður „Tesla fjármagnar fasisma“ segir þessi. Vísir/Lýður „Sendum Elon Musk úr landi“ segir þessi.Vísir/Lýður
Tesla Borgarstjórn Reykjavík Donald Trump Elon Musk Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Sjá meira