Viðskipti innlent

Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Guðni Aðalsteinsson er forstjóri Reita.
Guðni Aðalsteinsson er forstjóri Reita. Vísir

Reitir fasteignafélag hefur fest kaup á félaginu L1100 ehf., sem á tæplega 3.900 fermetra hótel við Hlíðarsmára 5-7 í Kópavogi. Heildarvirði eru 1.990 milljónir króna, og eru kaupin að fullu fjármögnuð með handfæru fé og lánsfé.

Þetta kemur fram í tilkynningu Reita til kauphallarinnar.

Þar segir að samhliða kaupunum verði gerður leigusamningur til langs tíma um rekstur hótelsins við Flóra hotels, sem reki einnig Reykjavík Residence, Tower Wuites og tvö hótel undir merkjum Oddsson.

Leigutekjur á ársgrunni séu um 200 milljónir, og kaupin leiði til þess að áætlaður rekstrarhagnaður Reita hækki um 175 milljónir á ársgrundvelli.

Áætlað er að afhending eignarinnar eigi sér stað eigi síðar en 1. maí. Afhending mun fara fram þegar fyrirvörum um viðskiptin hefur verið aflétt en fyrirvarar eru gerðir um niðurstöður hefðbundinna áreiðanleikakannana.

Reitir undirritaðu samkomulagið við FAST-3 um kaupin á félaginu L1100 ehf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×