Grunaður um gróf brot gegn eiginkonu og fimm börnum Árni Sæberg skrifar 21. mars 2025 13:37 Lögreglustjórinn á Suðurnesjum krafðist gæsluvarðhalds yfir manninum. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem hlaut alþjóðlega vernd hér á landi árið 2022 hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um alvarleg ofbeldisbrot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum þeirra. Fjölskyldan sameinaðist manninum hér á landi árið 2024 en flutti frá honum viku seinna. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness, sem birtur var í dag samhliða úrskurði Landsréttar um staðfestingu, segir að maðurinn hafi sætt rannsókn lögreglu frá 23. mars í fyrra. Þann dag hafi lögreglu borist tilkynning um að eiginkona hans hefði orðið fyrir líflátshótunum af hans hálfu. Lögregla hafi frá þeim tíma haft til rannsóknar ætluð brotmannsins gegn eiginkonu sinni og fimm börnum þeirra. Bjó með manninum í viku Fyrir liggi að maðurinn hafi komið hingað til lands og hlotið alþjóðlega vernd árið 2022 en eiginkonan og börnin hafi komið til landsins í mars í fyrra og flutt inn með manninum. Eiginkonan hafi yfirgefið sameiginlegt heimili fjölskyldunnar viku síðar vegna ætlaðs ofbeldis. Börnin hafi í kjölfarið verið tekin af manninum og færð til móðurinnar síðar í mars, þar sem þau hafi dvalið síðan. Eiginkonan og börnin hafi notið aðstoðar félags-og barnaverndaryfirvalda og Kvennaathvarfsins. Beitti einhver börnin kynferðislegu ofbeldi Í úrskurðinum segir að konan hafi lýst því að maðurinn hefði beitt hana áralöngu líkamlegu og andlegu ofbeldi, áður en að þau komu til Íslands. Einnig hafi hann beitt börnin ofbeldi, bæði líkamlegu og andlegu, og einhver þeirra kynferðislegu ofbeldi. Maðurinn hafi sætt nálgunarbanni gagnvart eiginkonu sinni frá 26. mars 2024 til 1. janúar þessa árs. Hann hafi unað þeirri ákvörðun. Í kjölfar kæru barnaverndar gegn manninum hafi Lögreglustjórinn ákveðið þann 17. júlí í fyrra að maðurinn skyldi sæta nálgunarbanni gagnvart börnum sínum til 18. janúar þessa árs. Í lok nóvember hafi lögreglustjórinn ákveðið að maðurinn skyldi sæta nálgunarbanni gagnvart allri fjölskyldunni allt til 25. þessa mánaðar. Með hanska, hníf, hamar og límband í bílnum Í úrskurðinum segir að maðurinn sé undir rökstuddum grun um að hafa ítrekað og endurtekið brotið gegn nálgunarbanni. Níu slík tilvik eru talin upp, á tímabilinu 1. maí í fyrra til 14. mars þessa árs. Hann hafi til að mynda ítrekað verið fyrir utan heimili fjölskyldunnar og skóla barnanna, mætt á samkomu og reynt að ná börnunum til sín og elt þau. Í lok janúar hafi hann birt á Facebookreikningi í nafni eiginkonunnar niðrandi skilaboð og hótanir. Farið hafi verið í leit í hús og bíl varnaraðila og fundist hafi hnífur, einnota hanskar, klaufhamar og strigalímband í bílnum. Þá hafi hann sent eiginkonunni hótun um að hún hefði klukkustund til þess að taka efni út af samfélagsmiðlum, annars ætlaði hann að láta til skara skríða, taka stóra ákvörðun og hann hefði engu að tapa. Myndi halda brotum sínum áfram Í staðfestum úrskurði Héraðsdóms Reykjaness segir að af því sem liggur fyrir í málinu yrði að leggja til grundvallar að maðurinn sé undir rökstuddum grun um háttsemi sem fangelsisrefsing liggur við. „Þegar horft er á það sem fyrir liggur í málinu, gögn málsins og þann fjölda mála sem rannsókn beinist að þykir verða að fallast á að ætla megi að varnaraðili muni halda áfram brotum gangi hann laus á þessu stig.“ Því væri öllum skilyrðum um gæsluvarðhald uppfyllt og hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til 11. apríl næstkomandi. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Sjá meira
Í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness, sem birtur var í dag samhliða úrskurði Landsréttar um staðfestingu, segir að maðurinn hafi sætt rannsókn lögreglu frá 23. mars í fyrra. Þann dag hafi lögreglu borist tilkynning um að eiginkona hans hefði orðið fyrir líflátshótunum af hans hálfu. Lögregla hafi frá þeim tíma haft til rannsóknar ætluð brotmannsins gegn eiginkonu sinni og fimm börnum þeirra. Bjó með manninum í viku Fyrir liggi að maðurinn hafi komið hingað til lands og hlotið alþjóðlega vernd árið 2022 en eiginkonan og börnin hafi komið til landsins í mars í fyrra og flutt inn með manninum. Eiginkonan hafi yfirgefið sameiginlegt heimili fjölskyldunnar viku síðar vegna ætlaðs ofbeldis. Börnin hafi í kjölfarið verið tekin af manninum og færð til móðurinnar síðar í mars, þar sem þau hafi dvalið síðan. Eiginkonan og börnin hafi notið aðstoðar félags-og barnaverndaryfirvalda og Kvennaathvarfsins. Beitti einhver börnin kynferðislegu ofbeldi Í úrskurðinum segir að konan hafi lýst því að maðurinn hefði beitt hana áralöngu líkamlegu og andlegu ofbeldi, áður en að þau komu til Íslands. Einnig hafi hann beitt börnin ofbeldi, bæði líkamlegu og andlegu, og einhver þeirra kynferðislegu ofbeldi. Maðurinn hafi sætt nálgunarbanni gagnvart eiginkonu sinni frá 26. mars 2024 til 1. janúar þessa árs. Hann hafi unað þeirri ákvörðun. Í kjölfar kæru barnaverndar gegn manninum hafi Lögreglustjórinn ákveðið þann 17. júlí í fyrra að maðurinn skyldi sæta nálgunarbanni gagnvart börnum sínum til 18. janúar þessa árs. Í lok nóvember hafi lögreglustjórinn ákveðið að maðurinn skyldi sæta nálgunarbanni gagnvart allri fjölskyldunni allt til 25. þessa mánaðar. Með hanska, hníf, hamar og límband í bílnum Í úrskurðinum segir að maðurinn sé undir rökstuddum grun um að hafa ítrekað og endurtekið brotið gegn nálgunarbanni. Níu slík tilvik eru talin upp, á tímabilinu 1. maí í fyrra til 14. mars þessa árs. Hann hafi til að mynda ítrekað verið fyrir utan heimili fjölskyldunnar og skóla barnanna, mætt á samkomu og reynt að ná börnunum til sín og elt þau. Í lok janúar hafi hann birt á Facebookreikningi í nafni eiginkonunnar niðrandi skilaboð og hótanir. Farið hafi verið í leit í hús og bíl varnaraðila og fundist hafi hnífur, einnota hanskar, klaufhamar og strigalímband í bílnum. Þá hafi hann sent eiginkonunni hótun um að hún hefði klukkustund til þess að taka efni út af samfélagsmiðlum, annars ætlaði hann að láta til skara skríða, taka stóra ákvörðun og hann hefði engu að tapa. Myndi halda brotum sínum áfram Í staðfestum úrskurði Héraðsdóms Reykjaness segir að af því sem liggur fyrir í málinu yrði að leggja til grundvallar að maðurinn sé undir rökstuddum grun um háttsemi sem fangelsisrefsing liggur við. „Þegar horft er á það sem fyrir liggur í málinu, gögn málsins og þann fjölda mála sem rannsókn beinist að þykir verða að fallast á að ætla megi að varnaraðili muni halda áfram brotum gangi hann laus á þessu stig.“ Því væri öllum skilyrðum um gæsluvarðhald uppfyllt og hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til 11. apríl næstkomandi.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Sjá meira