Í úrslitaleiknum sigraði Littler Michael van Gerwen, 6-4. Littler spilaði frábærlega og var með 112,5 í meðaltal í leiknum.
Hann náði líka níu pílna leik, það er að taka út upphafstöluna 501 með aðeins níu pílum. Littler kláraði níu pílna leikinn með því að hitta í tvöfaldan fimmtán. Fyrst í stað var hann ekki viss hvort pílan hefði farið á réttan stað en fagnaði svo vel og innilega eftir að dómarinn gaf það til kynna.
LUKE LITTLER HITS THE NINE DARTER! 🚨
— PDC Darts (@OfficialPDC) March 20, 2025
What a moment!
Luke Littler joins the nine-dart club in the Premier League this year, as he pins the nine-darter in the fourth leg of this final and now leads 3-1!
📺 https://t.co/CxOorrFXK9#PLDarts25 pic.twitter.com/yT8vFjQpMy
Þetta var þriðji níu pílna leikur Littlers í viðureign í sjónvarpi og annar í úrvalsdeildinni.
Littler hefur unnið þrjú keppniskvöld í úrvalsdeildinni á árinu. Hann er efstur af keppendunum átta með 21 stig. Næstur kemur Luke Humphries með fimmtán stig. Van Gerwen er svo í 3. sætinu með þrettán stig.
Áttunda keppniskvöld úrvalsdeildarinnar verður í Newcastle næsta fimmtudag.