Bandaríkin hafa unnið Þjóðadeild CONCACAF síðustu þrjú skipti en þeir töpuðu 1-0 í undanúrslitum keppninnar í Kaliforníu í gær.
Það stefndi allt í framlengingu en Cecilio Waterman náði að skora sigurmark Panama á fjórðu mínútu uppbótartíma og eins og sjá má hér að neðan tóku við gríðarleg fagnaðarlæti.
🚨🌎 Panama players rush to celebrate with Thierry Henry after scoring the 95th-minute winner against the USA. 😅pic.twitter.com/KTYzhCn3i4
— Tekkers Foot (@tekkersfoot) March 21, 2025
Waterman reif sig strax úr treyjunni og hljóp út fyrir völlinn, beint til Thierry Henry sem var sérfræðingur í sjónvarpsútsendingu frá leiknum. Hann sást kalla eitthvað á þessa fyrrverandi stjörnu Arsenal og Barcelona sem gat ekki annað brosað.
„Þú ert átrúnaðargoðið mitt! Þú ert átrúnaðargoðið mitt!“ ku Waterman hafa kallað.
“You’re my idol, You’re my idol”
— ✨👑 DaddyMO👑✨🏁 (@therealdaddymo1) March 21, 2025
Waterman of Panama to Thierry Henry 👏🏾🙌🏾❤️ pic.twitter.com/25JjWIsa0x
Félagar Waterman bættust svo við og allur hópurinn fagnaði með furðu lostinn Henry í miðjum hringnum.
Panama mætir nú Mexíkó í úrslitaleik keppninnar og ljóst að nýr meistari verður krýndur.